Fiskidagurinn fer fram í fimmtánda skiptið Gunnar Leó Pálsson skrifar 8. ágúst 2015 09:00 Gaman Mikill fjöldi fólks sækir Fiskidaginn mikla árlega. mynd/Auðunn Níelsson Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25.000 til 30.000 manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 í dag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseðillinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus.á æfingu Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla.fréttablaðið/vilhelmÍ gærkvöldi buðu íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýningu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorrablót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarpinu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu. Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira
Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25.000 til 30.000 manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtakssamir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 í dag. Matseðillinn breytist ár frá ári þó ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseðillinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus.á æfingu Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla.fréttablaðið/vilhelmÍ gærkvöldi buðu íbúar byggðarlagsins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtónleika með stórskotaliði landsins í tónlistarflutningi og risaflugeldasýningu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorrablót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarpinu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu.
Dalvíkurbyggð Fiskidagurinn mikli Mest lesið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Gurrý selur slotið Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Gerir mánudagsfiskinn skemmtilegri Matur Fleiri fréttir Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Sjá meira