Íslenskan ekki bara fyrir karla og konur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Mikil tvíhyggja þykir ríkja í íslensku samfélagi þegar kemur að orðanotkun. Margir eiga enn eftir að átta sig á því að kynvitund einskorðast ekki við það að vera karl eða kona. vísir/vilhelm „Hugmyndin er að taka þessi orð sem eru ekki til á íslensku, eins og femme og butch, non-binary, pansexual og fleira, og sjá hvort það er hægt að búa til ný orð,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78. Unnsteinn er einn þeirra sem hafa haldið utan um nýyrðakeppnina Hýryrði 2015 sem hefur það að markmiði að finna ný íslensk hugtök sem tengjast málefnum hinsegin fólks. Keppnin er líka hluti af fræðslu fyrir stærri hóp en samtökin hafa áður náð til. „Fólk þekkir orð eins og samkynhneigð og tvíkynhneigð en kannski ekki non-binary, asexual, pansexual og fleiri. Þetta eru orð sem eru ekki á allra vörum þannig að við erum að reyna að fá fólk til að kafa aðeins dýpra,“ segir hann.Unnsteinn JóhannssonUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna '78, segir að fræðsla um hinsegin orðanotkun sé mikilvæg. „Þetta snýst um það að við sem samfélag séum að nota rétt orð og gerum það af virðingu. Það er svo ótrúlega mikilvægt af því að íslenskan er svo ríkt og fallegt tungumál en við erum að nota ýmis ensk heiti yfir þessa hópa í dag.“ Hún segir að tvíhyggja sé rík í íslensku samfélagi og margir fastir í skilgreiningum um að kynvitund fólks nái bara til þess að vera karl eða kona en innan transsamfélagsins sé flóran mun meiri. „Það eru alls konar hlutverk eins og gender fluid og non-binary og svoleiðis orð sem ekki eru til á íslensku,“ segir hún. Að sögn Uglu hefur myndast ákveðin hefð fyrir kynhlutlausri orðanotkun innan transsamfélagsins, til dæmis að nota fornafnið hán í staðinn fyrir hann eða hún.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir„Þá hafa komið upp alls konar kynlaus orð eins og í staðinn fyrir vinur eða vinkona þá væri það vinið mitt. Og þessi orð eru einmitt hluti af keppninni að finna ný orð fyrir til dæmis frændi eða frænka.“ Hún segir transfólk meðvitað um að það sé erfitt fyrir fólk að tileinka sér kynhlutlaus orð en með tíma og æfingu trúir hún því að orðaforðinn gæti breyst. Þá segir hún að sumir leggi sig ekki fram við að nýta rétt hugtök og þannig upplifi transfólk oft fordóma. Margir misskilja það að vera hinsegin. Fólk telur oft að hugtakið eigi bara við um samkynhneigð en fjölbreytnin innan hópsins er meiri en svo. „Margir hugsa að hinsegin standi bara fyrir samkynhneigð en það stendur fyrir samkynhneigð, tvíkynhneigð, transfólk, intersex fólk, pankynhneigða, asexual fólk og alla þessa hópa.“ Hinsegin Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
„Hugmyndin er að taka þessi orð sem eru ekki til á íslensku, eins og femme og butch, non-binary, pansexual og fleira, og sjá hvort það er hægt að búa til ný orð,“ segir Unnsteinn Jóhannsson, formaður trúnaðarráðs Samtakanna '78. Unnsteinn er einn þeirra sem hafa haldið utan um nýyrðakeppnina Hýryrði 2015 sem hefur það að markmiði að finna ný íslensk hugtök sem tengjast málefnum hinsegin fólks. Keppnin er líka hluti af fræðslu fyrir stærri hóp en samtökin hafa áður náð til. „Fólk þekkir orð eins og samkynhneigð og tvíkynhneigð en kannski ekki non-binary, asexual, pansexual og fleiri. Þetta eru orð sem eru ekki á allra vörum þannig að við erum að reyna að fá fólk til að kafa aðeins dýpra,“ segir hann.Unnsteinn JóhannssonUgla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, fyrrverandi fræðslustýra Samtakanna '78, segir að fræðsla um hinsegin orðanotkun sé mikilvæg. „Þetta snýst um það að við sem samfélag séum að nota rétt orð og gerum það af virðingu. Það er svo ótrúlega mikilvægt af því að íslenskan er svo ríkt og fallegt tungumál en við erum að nota ýmis ensk heiti yfir þessa hópa í dag.“ Hún segir að tvíhyggja sé rík í íslensku samfélagi og margir fastir í skilgreiningum um að kynvitund fólks nái bara til þess að vera karl eða kona en innan transsamfélagsins sé flóran mun meiri. „Það eru alls konar hlutverk eins og gender fluid og non-binary og svoleiðis orð sem ekki eru til á íslensku,“ segir hún. Að sögn Uglu hefur myndast ákveðin hefð fyrir kynhlutlausri orðanotkun innan transsamfélagsins, til dæmis að nota fornafnið hán í staðinn fyrir hann eða hún.Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir„Þá hafa komið upp alls konar kynlaus orð eins og í staðinn fyrir vinur eða vinkona þá væri það vinið mitt. Og þessi orð eru einmitt hluti af keppninni að finna ný orð fyrir til dæmis frændi eða frænka.“ Hún segir transfólk meðvitað um að það sé erfitt fyrir fólk að tileinka sér kynhlutlaus orð en með tíma og æfingu trúir hún því að orðaforðinn gæti breyst. Þá segir hún að sumir leggi sig ekki fram við að nýta rétt hugtök og þannig upplifi transfólk oft fordóma. Margir misskilja það að vera hinsegin. Fólk telur oft að hugtakið eigi bara við um samkynhneigð en fjölbreytnin innan hópsins er meiri en svo. „Margir hugsa að hinsegin standi bara fyrir samkynhneigð en það stendur fyrir samkynhneigð, tvíkynhneigð, transfólk, intersex fólk, pankynhneigða, asexual fólk og alla þessa hópa.“
Hinsegin Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent