Eins og björtustu vonir stóðu til Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. ágúst 2015 08:30 Hvað gerist í dag? Hrafnhildur Lúthersdóttir keppir í 200 metra bringusundi í dag. Það verður ekki annað sagt en að íslensku keppendurnir á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi hafi staðið sig með miklum sóma, það sem af er, en mótinu lýkur á sunnudaginn. „Við getum sagt að þetta sé eins og björtustu vonir stóðu til,“ sagði Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann er að vonum stoltur af sínu fólki. „Þetta er næstbesti árangur sem við höfum náð á HM frá upphafi. Eina skiptið sem við höfum gert betur var á HM í Japan 2001 þegar Örn Arnarson vann silfur í 100 metra baksundi og brons í 200 metra baksundi.“ Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur ber hæst en hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi og lenti þar í sjötta sæti sem er besti árangur sem íslensk sundkona hefur náð á HM í 50 metra laug. „Ég hafði tröllatrú á Hrafnhildi eftir að hafa fylgst með henni á Smáþjóðaleikunum,“ sagði Magnús en Hrafnhildur sópaði til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Hún er auðvitað hokin af reynslu eftir að hafa verið að synda í háskólasundinu í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hún er að æfa með heimsklassa sundfólki,“ bætti Magnús við en Hrafnhildur er í University of Florida. Sundkonan öfluga á þó enn eftir að keppa í sinni aðalgrein sem er 200 metra bringusund. Keppni í þeirri grein hefst snemma í dag en Magnús segir árangurinn í 100 metra bringusundinu gefa góð fyrirheit fyrir 200 metrana. Anton Sveinn McKee stingur sér einnig til sunds í dag, í 200 metra bringusundi sem er hans besta grein. „Þetta er hans grein en það er við ramman reip að draga. Hann þarf held ég að setja Íslandsmet til að komast í átta manna úrslit. Það er rosaleg samkeppni í 200 metra bringusundinu í dag,“ sagði Magnús um Anton sem komst ekki upp úr undanrásunum í 100 metra bringusundinu þrátt fyrir að hafa sett nýtt Íslandsmet og náð A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur einnig staðið sig með prýði en hún setti nýtt Íslandsmet í 100 metra baksundi á mánudaginn og náði um leið A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Hennar sterkasta grein er þó 200 metra baksund en hún keppir í þeirri grein á föstudaginn. Magnús segir að hún setji væntanlega stefnuna á úrslit. „Já, það hlýtur að vera stefnan. Það getur ekki annað verið,“ sagði Magnús en besti tími Eyglóar í greininni er 2:09,36 mínútur. Eygló og Hrafnhildur verða einnig á ferðinni á sunnudaginn ásamt því að hjálpa íslensku boðssundssveitinni „Þetta lofar mjög góðu fyrir boðsundið á sunnudaginn. Við erum mjög spennt fyrir því,“ sagði Magnús. Íslenska sveitin keppir þá í 4 x 100 metra fjórsundi og tólf efstu sveitirnar tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikuinum í Ríó. Auk Hrafnhildar og Eyglóar eru í íslensku sveitinni Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Það verður ekki annað sagt en að íslensku keppendurnir á heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi hafi staðið sig með miklum sóma, það sem af er, en mótinu lýkur á sunnudaginn. „Við getum sagt að þetta sé eins og björtustu vonir stóðu til,“ sagði Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann er að vonum stoltur af sínu fólki. „Þetta er næstbesti árangur sem við höfum náð á HM frá upphafi. Eina skiptið sem við höfum gert betur var á HM í Japan 2001 þegar Örn Arnarson vann silfur í 100 metra baksundi og brons í 200 metra baksundi.“ Afrek Hrafnhildar Lúthersdóttur ber hæst en hún komst í úrslit í 100 metra bringusundi og lenti þar í sjötta sæti sem er besti árangur sem íslensk sundkona hefur náð á HM í 50 metra laug. „Ég hafði tröllatrú á Hrafnhildi eftir að hafa fylgst með henni á Smáþjóðaleikunum,“ sagði Magnús en Hrafnhildur sópaði til sín verðlaunum á Smáþjóðaleikunum í byrjun júní. „Hún er auðvitað hokin af reynslu eftir að hafa verið að synda í háskólasundinu í Bandaríkjunum í fjögur ár. Hún er að æfa með heimsklassa sundfólki,“ bætti Magnús við en Hrafnhildur er í University of Florida. Sundkonan öfluga á þó enn eftir að keppa í sinni aðalgrein sem er 200 metra bringusund. Keppni í þeirri grein hefst snemma í dag en Magnús segir árangurinn í 100 metra bringusundinu gefa góð fyrirheit fyrir 200 metrana. Anton Sveinn McKee stingur sér einnig til sunds í dag, í 200 metra bringusundi sem er hans besta grein. „Þetta er hans grein en það er við ramman reip að draga. Hann þarf held ég að setja Íslandsmet til að komast í átta manna úrslit. Það er rosaleg samkeppni í 200 metra bringusundinu í dag,“ sagði Magnús um Anton sem komst ekki upp úr undanrásunum í 100 metra bringusundinu þrátt fyrir að hafa sett nýtt Íslandsmet og náð A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur einnig staðið sig með prýði en hún setti nýtt Íslandsmet í 100 metra baksundi á mánudaginn og náði um leið A-lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Hennar sterkasta grein er þó 200 metra baksund en hún keppir í þeirri grein á föstudaginn. Magnús segir að hún setji væntanlega stefnuna á úrslit. „Já, það hlýtur að vera stefnan. Það getur ekki annað verið,“ sagði Magnús en besti tími Eyglóar í greininni er 2:09,36 mínútur. Eygló og Hrafnhildur verða einnig á ferðinni á sunnudaginn ásamt því að hjálpa íslensku boðssundssveitinni „Þetta lofar mjög góðu fyrir boðsundið á sunnudaginn. Við erum mjög spennt fyrir því,“ sagði Magnús. Íslenska sveitin keppir þá í 4 x 100 metra fjórsundi og tólf efstu sveitirnar tryggja sér þátttökurétt á Ólympíuleikuinum í Ríó. Auk Hrafnhildar og Eyglóar eru í íslensku sveitinni Jóhanna Gerða Gústafsdóttir og Bryndís Rún Hansen.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30 Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Hrafnhildur í 6. sæti í úrslitasundinu Hrafnhildur Lúthersdóttir lenti nú rétt í þessu í 6. sæti af átta keppendum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 4. ágúst 2015 16:30
Næ vonandi að gera jafnvel enn betur á fimmtudaginn Hrafnhildur Lúthersdóttir var sátt með frammistöðu sína í 100 metra bringusundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug en hún keppir á morgun í sinni sterkustu grein, 200 metra bringusundi. 5. ágúst 2015 06:00
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Anton setti Íslandsmet og náði Ólympíulágmarki Anton Sveinn McKee bætti í morgun Íslandsmet Jakob Jóhanns Sveinssonar í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 2. ágúst 2015 11:18
Hrafnhildur komst fyrst íslenskra kvenna í úrslit á HM Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 15:23