
Ef nýja stjórnarskráin…
15% forseti?
Sami tíðarandi kann að verða til þess að margir gefi kost á sér í forsetakosningum hér heima 2016. Fari svo getur frambjóðandi náð kjöri með t.d. 15% til 20% atkvæða að baki sér. Stjórnskipan sem leyfir slíkt er hvergi við lýði í okkar heimshluta annars staðar en í Bandaríkjunum og á Íslandi þar eð í öllum öðrum nálægum lýðræðisríkjum með þjóðkjörnum forseta er tryggt að meiri hluti atkvæða sé að baki kjörnum forseta.
Stjórnlagaráð setti því í nýju stjórnarskrána ákvæði um forgangsröðun forsetaframbjóðenda til að tryggja að forseti Íslands hafi meiri hluta kjósenda að baki sér. Sú aðferð þótti skilvirkari og hagkvæmari en forsetakjör í tveim umferðum eins og tíðkast sums staðar. Þetta er skýrt dæmi um skaðann sem söltun nýju stjórnarskrárinnar á Alþingi veldur fólkinu í landinu.
Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 20. október 2012 þar sem 2/3 hlutar kjósenda samþykktu nýja stjórnarskrá hefði Alþingi að réttu lagi átt að staðfesta niðurstöðuna fyrir og aftur strax eftir þingkosningarnar 2013 og tryggja þannig að forsetakosningarnar 2016 yrðu haldnar í samræmi við nýja stjórnarskrá. Alþingi brást þessari skyldu. Af því leiðir að forsetakjörið 2016 verður haldið í blóra við nýju stjórnarskrána og verður í þeim skilningi ólögmætt og því trúlega kært til dómstóla. Líku máli gegnir um væntanlegar alþingiskosningar 2017 eða fyrr. Þær verða haldnar í andstöðu við ákvæði nýju stjórnarskrárinnar um jafnt vægi atkvæða og persónukjör og verða því bæði ólýðræðislegar og ólögmætar. Lýðræðið í landinu er í uppnámi fyrir tilverknað stjórnmálaflokka á Alþingi.
Ábyrgð
Forseti Íslands ber einnig ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Þegar hann í nýársávarpi sínu 2012 lét að því liggja að hann hygðist ekki sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti skilja orð hans svo að hann væri að lýsa stuðningi við og virðingu fyrir frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár sem stjórnlagaráð hafði samþykkt einum rómi með þjóðfund að bakhjarli og afhent Alþingi fimm mánuðum fyrr. Enda leyfir frumvarpið forseta Íslands ekki að sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Ákvörðun forsetans um að hætta við að hætta eftir fjögur kjörtímabil og sækjast eftir endurkjöri 2012 mátti með líku lagi skilja sem stríðsyfirlýsingu gegn nýju stjórnarskránni.
Forseti Íslands virðist líta svo á að Alþingi geti leyft sér að hunza niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012. Í þessu viðhorfi forsetans felst sú sýn að Alþingi sé yfirboðari fólksins í landinu þótt nýja stjórnarskráin kveði skýrt á um hið gagnstæða. Skv. þessu viðhorfi forsetans leyfist Alþingi að kalla saman þjóðfund og sérkjörið stjórnlagaráð til að semja nýja stjórnarskrá og hrifsa málið síðan aftur í sínar hendur eftir hentugleikum og salta það gegn skýrum vilja kjósenda. Þar eð nýja stjórnarskráin liggur í salti á Alþingi hefur forsetinn það nú í hendi sér að staðfesta með undirskrift sinni væntanlegt lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar um fiskveiðistjórn. Vald til þess hefði forsetinn ekki skv. nýju stjórnarskránni, þar eð skv. henni dygðu undirskriftir 10% atkvæðisbærra manna til að tryggja þjóðaratkvæði um málið án milligöngu forsetans.
Hvers vegna?
Hefði nýja stjórnarskráin gengið í gildi strax eftir alþingiskosningarnar 2013 svo sem vera bar, hefði hún nú þegar létt af Alþingi og þjóðinni ýmsum mikilvægum málum með því að 10% kjósenda hefðu þá getað tekið málin í sínar hendur og leitt þau til óvefengjanlegra lykta í þjóðaratkvæði. Þannig hefði ekki þurft að koma til deilna á Alþingi um áframhald samningaviðræðna um aðild Íslands að ESB og ekki heldur til fjölmennra mótmæla á Austurvelli vegna málsins. Og þannig hefði verið girt fyrir áform ríkisstjórnarinnar um að afhenda útvegsmönnum verðmætar veiðiheimildir langt fram í tímann, enda hefur nærri fjórðungur atkvæðisbærra manna nú ritað undir áskorun til Alþingis og forseta Íslands um að gera það ekki.
Eitt dæmi enn: væru þingmenn kjörnir persónukjöri eins og 78% kjósenda kölluðu eftir í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 næði Alþingi betri árangri og nyti meira álits en það gerir nú. Afrakstur Stjórnlagaráðs á fjórum mánuðum 2011 – frumvarp sem hlaut stuðning 2/3 hluta kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu – er til marks um skilvirkari og vandaðri vinnubrögð. Dæmin sanna hvers vegna núverandi meiri hluta Alþingis ríður svo mjög á að brjóta gegn vilja kjósenda í stjórnarskrármálinu. Ríkisstjórnarflokkarnir – og ekki bara þeir – munu reyna til þrautar að halda valdinu hjá sér með því að halda fólkinu niðri. Þeim má ekki haldast það uppi.
Skoðun

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar

Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans
Vésteinn Ólason skrifar

Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska?
Júlíus Valsson skrifar

Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna
Jón Þór Ólafsson skrifar

Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag
Davíð Aron Routley skrifar

Dæmt um efni, Hörður
Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda
Matthías Arngrímsson skrifar

Sóvésk sápuópera
Franklín Ernir Kristjánsson skrifar

Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum?
Anton Guðmundsson skrifar

Dæmir sig sjálft
Jón Pétur Zimsen skrifar

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar