Aur fyrir aur Eva H. Baldursdóttir skrifar 21. júlí 2015 07:00 Miðborgin iðar af mannlífi sem aldrei fyrr. Ferðamenn frá öllum þjóðum í ólíkum afbrigðum af flíspeysum glæða borgina lit og fyrir tilstilli þeirra er fjölbreytni borgarlífsins meiri. Aldrei hafa fleiri veitingastaðir og öldurhús né menningartengdir viðburðir verið í Reykjavík. Öll njótum við góðs af því og hin aukna fjölbreytni myndi vart þrífast ef ekki væri fyrir ferðamennina. Stöku lundabúð angrar mig því ekki enda skila ferðamenn enn fremur mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóð núorðið. Um milljón ferðamanna sótti landið heim á árinu 2014 og ekkert lát er á aukningunni. Reykjavík er stærsti ferðamannastaður landsins og meirihluti ferðamanna hefur þar viðkomu. Aukinn fjöldi kallar á aukna þjónustu við almennan rekstur svo sem við þrif og umhirðu borgarinnar, og reynir því á innviðina. Þá rekur Reykjavík ýmsa afþreyingu sem er niðurgreidd af íbúum, t.a.m. söfn og sundlaugar og styrkir aðra ríflega. Borgin hefur enn fremur ráðist í ýmsa opinbera fjárfestingu í menningartengdri ferðaþjónustu sem hefur eflt borgina sem viðkomustað og styrkt stoðir ferðaþjónustu. Á ferðalögum erlendis er mér almennt gert að greiða fyrir allt sem ég geri og skoða, og er það ekkert tiltökumál. Í mörgum borgum er greiddur sérstakur skattur, gistináttagjald, sem rennur til sveitarfélagsins og er innheimt á hótelum og varið til uppbyggingar ferðaþjónustu. Sambærileg gjaldtaka er hér á landi, en gjaldið rennur í ríkissjóð og er mjög lágt í erlendum samanburði aðeins 100 kr. fyrir gistieiningu. Slíkt gistináttagjald á að renna beint til sveitarfélaganna líkt og víða erlendis. Þá ber að hækka gistináttagjaldið og eyrnamerkja uppbyggingu í ferðaþjónustu, einkum þar sem virðisaukaskattur er í lægra þrepi. Þegar frumvarp um gistináttagjald var samþykkt árið 2011 átti það að skila rúmum 200 m.kr. til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ljóst er að sú fjárhæð er mjög lág miðað við umfang vandans. Kannski er ekki sami fnykur af vanda Reykjavíkur og við blasir þegar ferðamenn létta af sér á ýmsum stöðum vítt og breitt um landið, en eðlilegt er að ferðamenn standi undir þeirri þjónustu sem þeir nýta, á sama hátt og við gerum sem ferðamenn erlendis. Gistináttagjald til sveitarfélaga á grundvelli nálægðarsjónarmiða er skynsamleg leið, á sér erlenda skírskotun og tryggir sveitarfélögunum aur fyrir aur, vegna aukinnar þjónustu við ferðamannafjöldann. Um gjaldið ætti ekki að ríkja ágreiningur, ef við erum sammála um það grundvallaratriði að menn borgi fyrir þá þjónustu sem þeir nýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Miðborgin iðar af mannlífi sem aldrei fyrr. Ferðamenn frá öllum þjóðum í ólíkum afbrigðum af flíspeysum glæða borgina lit og fyrir tilstilli þeirra er fjölbreytni borgarlífsins meiri. Aldrei hafa fleiri veitingastaðir og öldurhús né menningartengdir viðburðir verið í Reykjavík. Öll njótum við góðs af því og hin aukna fjölbreytni myndi vart þrífast ef ekki væri fyrir ferðamennina. Stöku lundabúð angrar mig því ekki enda skila ferðamenn enn fremur mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóð núorðið. Um milljón ferðamanna sótti landið heim á árinu 2014 og ekkert lát er á aukningunni. Reykjavík er stærsti ferðamannastaður landsins og meirihluti ferðamanna hefur þar viðkomu. Aukinn fjöldi kallar á aukna þjónustu við almennan rekstur svo sem við þrif og umhirðu borgarinnar, og reynir því á innviðina. Þá rekur Reykjavík ýmsa afþreyingu sem er niðurgreidd af íbúum, t.a.m. söfn og sundlaugar og styrkir aðra ríflega. Borgin hefur enn fremur ráðist í ýmsa opinbera fjárfestingu í menningartengdri ferðaþjónustu sem hefur eflt borgina sem viðkomustað og styrkt stoðir ferðaþjónustu. Á ferðalögum erlendis er mér almennt gert að greiða fyrir allt sem ég geri og skoða, og er það ekkert tiltökumál. Í mörgum borgum er greiddur sérstakur skattur, gistináttagjald, sem rennur til sveitarfélagsins og er innheimt á hótelum og varið til uppbyggingar ferðaþjónustu. Sambærileg gjaldtaka er hér á landi, en gjaldið rennur í ríkissjóð og er mjög lágt í erlendum samanburði aðeins 100 kr. fyrir gistieiningu. Slíkt gistináttagjald á að renna beint til sveitarfélaganna líkt og víða erlendis. Þá ber að hækka gistináttagjaldið og eyrnamerkja uppbyggingu í ferðaþjónustu, einkum þar sem virðisaukaskattur er í lægra þrepi. Þegar frumvarp um gistináttagjald var samþykkt árið 2011 átti það að skila rúmum 200 m.kr. til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Ljóst er að sú fjárhæð er mjög lág miðað við umfang vandans. Kannski er ekki sami fnykur af vanda Reykjavíkur og við blasir þegar ferðamenn létta af sér á ýmsum stöðum vítt og breitt um landið, en eðlilegt er að ferðamenn standi undir þeirri þjónustu sem þeir nýta, á sama hátt og við gerum sem ferðamenn erlendis. Gistináttagjald til sveitarfélaga á grundvelli nálægðarsjónarmiða er skynsamleg leið, á sér erlenda skírskotun og tryggir sveitarfélögunum aur fyrir aur, vegna aukinnar þjónustu við ferðamannafjöldann. Um gjaldið ætti ekki að ríkja ágreiningur, ef við erum sammála um það grundvallaratriði að menn borgi fyrir þá þjónustu sem þeir nýta.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun