Ævintýri að vera mynduð af Leibovitz Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 17. júlí 2015 10:30 Eva Katrín segir Leibovitz vera með sterka nærveru og að upplifunin hafi verið ævintýri. Mynd/EvaKatrín „Þetta var sjúklega mikið ævintýri og súrrealískt,“ segir fyrirsætan Eva Katrín Baldursdóttir, sem mynduð var af ljósmyndaranum Annie Leibovitz fyrir fransk-ítalska fatamerkið Moncler. „Við fórum í Skaftafell, að Jökulsárlóni, til Hafnar í Hornafirði og þar í kring,“ segir Eva Katrín. Hún var eina íslenska fyrirsætan í myndatökunni og í hlutverki snjódrottningar. Eva Katrín segir að það hafi verið talsvert kalt í tökunum sem fóru fram utan dyra um miðjan apríl síðastliðinn. „Maður er náttúrulega Íslendingur og vanur þessu,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Hin módelin frá Kaliforníu voru alveg að deyja úr kulda. Voru alveg dúðuð frá toppi til táar.“ Leibovitz er einn þekktasti ljósmyndari heims og hefur myndað margt þekkt fólk, sem dæmi má nefna Yoko Ono og John Lennon en hún tók síðustu myndina af Lennon áður en hann var skotinn til bana 8. desember árið 1980. Leibowitz hefur komið áður til landsins og myndaði Leonardo DiCaprio hér árið 2007. Eva Katrín segir það hafa verið mikið ævintýri að sitja fyrir hjá Lebovitz. „Það var eiginlega bara ótrúlegt. Hún er með svo rosalega sterka nærveru,“ segir hún og að sögn Evu Katrínar var stórt teymi í för með ljósmyndaranum. „Henni fannst líka gaman að vinna með mér og tók í mig og sagði: „You are wonderful“,“ segir Eva Katrín glöð í bragði um samskipti þeirra Leibovitz, en hana hitti hún stutta stund þegar Leibovitz kom og hitti fyrirsæturnar fyrir myndatökuna. „Ég var mjög stressuð fyrst áður en hún kom inn en hún vildi sjá mig í öllu dressinu og fara með mér í gegnum söguna á bakvið myndatökuna,“ segir hún en stressið rjátlast fljótlega af henni. Haft var samband við Evu Katrínu frá Eskimo og hún spurð hvort umboðsskrifstofan mætti senda myndir af henni sem valkost í ákveðið verkefni sem Eva Katrín vissi ekki frekari deili á. Hún samþykkti það og var valin í verkefnið og komst þá að því að það væri Annie Leibovitz sem tæki myndirnar. „Ég bara sturlaðist, eða ekki kannski sturlaðist. Var mjög ánægð og spennt,“ segir hún glöð í bragði. „Hún er náttúrulega bara ótrúleg og hefur tekið margar æðislegar myndir og myndað bara alla,“ segir Eva Katrín ánægð að lokum.Hér má sjá myndband sem franska Vogue birti þar sem skyggst er bakvið tjöldin í tökunum:Le making-of vidéo de la campagne automne-hiver... by VOGUEPARISAnnie LeibovitzAnnie Leibovitz Annie Leibovits er fædd í Bandaríkjunum 2. október árið 1949. Faðir hennar var undirofursti í bandaríska flughernum og flutti fjölskyldan því oft vegna vinnu hans. Fyrstu myndirnar tók hún á Filippseyjum þegar fjölskyldan var þar á tíma Víetnamsstríðsins. Hún byrjaði að starfa fyrir tímaritið Rolling Stone í kringum árið 1970 og árið 1973 var hún gerð að yfirljósmyndara blaðsins og starfaði við það í 10 ár. Leibovitz hefur tekið mikið af þekktum ljósmyndum af þekktum einstaklingum. Meðal annars mynd af John Lennon og Yoko Ono fyrir forsíðu Rolling Stone þar sem þau liggja í faðmlögum á gólfinu, Lennon allsnakinn og Yoko í hvítum kjól. Myndin var sú síðasta sem tekin var af Lennon en hann var skotinn til bana fimm klukkustundum síðar. Fleiri þekktar myndir eftir Leibovitz eru til dæmis mynd af Demi Moore allsnaktri á forsíðu Vanity Fair, Whoopi Goldberg allsnakinni í baðkari fullu af mjólk, Kim Kardashian West, Kanye West og North West á forsíðu Vogue og nú síðast Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair. Leibovitz hefur unnið talsvert fyrir tímaritið Vanity Fair og tók forsíðumynd af leikaranum Leonardo DiCaprio við Jökulsárlón í maí árið 2007. Tíska og hönnun Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30 Annie Leibovitz stödd á Íslandi Leynd hvílir yfir verkefni sem hún vinnur að. 10. apríl 2015 13:45 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
„Þetta var sjúklega mikið ævintýri og súrrealískt,“ segir fyrirsætan Eva Katrín Baldursdóttir, sem mynduð var af ljósmyndaranum Annie Leibovitz fyrir fransk-ítalska fatamerkið Moncler. „Við fórum í Skaftafell, að Jökulsárlóni, til Hafnar í Hornafirði og þar í kring,“ segir Eva Katrín. Hún var eina íslenska fyrirsætan í myndatökunni og í hlutverki snjódrottningar. Eva Katrín segir að það hafi verið talsvert kalt í tökunum sem fóru fram utan dyra um miðjan apríl síðastliðinn. „Maður er náttúrulega Íslendingur og vanur þessu,“ segir hún hlæjandi og heldur áfram: „Hin módelin frá Kaliforníu voru alveg að deyja úr kulda. Voru alveg dúðuð frá toppi til táar.“ Leibovitz er einn þekktasti ljósmyndari heims og hefur myndað margt þekkt fólk, sem dæmi má nefna Yoko Ono og John Lennon en hún tók síðustu myndina af Lennon áður en hann var skotinn til bana 8. desember árið 1980. Leibowitz hefur komið áður til landsins og myndaði Leonardo DiCaprio hér árið 2007. Eva Katrín segir það hafa verið mikið ævintýri að sitja fyrir hjá Lebovitz. „Það var eiginlega bara ótrúlegt. Hún er með svo rosalega sterka nærveru,“ segir hún og að sögn Evu Katrínar var stórt teymi í för með ljósmyndaranum. „Henni fannst líka gaman að vinna með mér og tók í mig og sagði: „You are wonderful“,“ segir Eva Katrín glöð í bragði um samskipti þeirra Leibovitz, en hana hitti hún stutta stund þegar Leibovitz kom og hitti fyrirsæturnar fyrir myndatökuna. „Ég var mjög stressuð fyrst áður en hún kom inn en hún vildi sjá mig í öllu dressinu og fara með mér í gegnum söguna á bakvið myndatökuna,“ segir hún en stressið rjátlast fljótlega af henni. Haft var samband við Evu Katrínu frá Eskimo og hún spurð hvort umboðsskrifstofan mætti senda myndir af henni sem valkost í ákveðið verkefni sem Eva Katrín vissi ekki frekari deili á. Hún samþykkti það og var valin í verkefnið og komst þá að því að það væri Annie Leibovitz sem tæki myndirnar. „Ég bara sturlaðist, eða ekki kannski sturlaðist. Var mjög ánægð og spennt,“ segir hún glöð í bragði. „Hún er náttúrulega bara ótrúleg og hefur tekið margar æðislegar myndir og myndað bara alla,“ segir Eva Katrín ánægð að lokum.Hér má sjá myndband sem franska Vogue birti þar sem skyggst er bakvið tjöldin í tökunum:Le making-of vidéo de la campagne automne-hiver... by VOGUEPARISAnnie LeibovitzAnnie Leibovitz Annie Leibovits er fædd í Bandaríkjunum 2. október árið 1949. Faðir hennar var undirofursti í bandaríska flughernum og flutti fjölskyldan því oft vegna vinnu hans. Fyrstu myndirnar tók hún á Filippseyjum þegar fjölskyldan var þar á tíma Víetnamsstríðsins. Hún byrjaði að starfa fyrir tímaritið Rolling Stone í kringum árið 1970 og árið 1973 var hún gerð að yfirljósmyndara blaðsins og starfaði við það í 10 ár. Leibovitz hefur tekið mikið af þekktum ljósmyndum af þekktum einstaklingum. Meðal annars mynd af John Lennon og Yoko Ono fyrir forsíðu Rolling Stone þar sem þau liggja í faðmlögum á gólfinu, Lennon allsnakinn og Yoko í hvítum kjól. Myndin var sú síðasta sem tekin var af Lennon en hann var skotinn til bana fimm klukkustundum síðar. Fleiri þekktar myndir eftir Leibovitz eru til dæmis mynd af Demi Moore allsnaktri á forsíðu Vanity Fair, Whoopi Goldberg allsnakinni í baðkari fullu af mjólk, Kim Kardashian West, Kanye West og North West á forsíðu Vogue og nú síðast Caitlyn Jenner á forsíðu Vanity Fair. Leibovitz hefur unnið talsvert fyrir tímaritið Vanity Fair og tók forsíðumynd af leikaranum Leonardo DiCaprio við Jökulsárlón í maí árið 2007.
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30 Annie Leibovitz stödd á Íslandi Leynd hvílir yfir verkefni sem hún vinnur að. 10. apríl 2015 13:45 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Íslensk fyrirsæta í myndaþætti Annie Leibowitz Franska Vogue birtir myndband um gerð auglýsingaherferðar sem tekin var hér á landi. 15. júlí 2015 22:30