Fækkum alþingismönnunum og sendiráðum og það talsvert Halldór Þorsteinsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Yrði það ekki þjóðþrifaráð? Sá sem hér heldur á penna hefur þó nokkrum sinnum reifað þessi mál í fjölmiðlum. Ég hef t.a.m. stungið upp á því að þingmönnum yrði fækkað um tuttugu, ef ekki meira. Auðsætt er að það yrði ekki framkvæmanlegt nema með meiriháttar byltingu allrar íslensku þjóðarinnar. Engum núverandi þingmanni væri treystandi til þess að eiga frumkvæði í slíkri meiriháttar umbyltingu í skipan Alþingis. Eins og ég hef sagt áður yrði hann úthrópaður ef ekki alveg útskúfaður af öllum starfsfélögum sínum. Slíkt og annað eins myndi jafngilda algjörri pólitískri sjálfstortímingu, þess vegna væri það alveg óhjákvæmilegt að leita til annarra stórhuga og kjarkmikilla Íslendinga sem vita hvað þjóðinni er fyrir bestu og þeir hugsjónamenn eru til meðal okkar. Ekki trúi ég öðru. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta enn einu sinni að umræðuefni er einfaldlega sú að ég hef aflað mér nýrra og sérlega gagnlegra upplýsinga varðandi utanríkisþjónustuna okkar og sér í lagi þann óhemju kostnað sem hún steypir okkur í. Hefur þú, lesandi góður, nokkra hugmynd um hver er raunverulegur fjöldi íslenskra sendiráða hjá erlendum þjóðum? Þau eru hvorki meira en tuttugu og tvö og í ofanálag eru níu manns sem gegna sendiherrastörfum, en eru hins vegar búsettir hér á landi. Ótrúlegt, en satt.Fínt fólk Og hvað haldið þið að þeir fái í mánaðarlaun? Hvorki meira né minna en rúmar 715.000 krónur og hvarflar víst aldrei að þessu fína fólki að fara í verkfall. Ekki má heldur gleyma sendifulltrúunum og öðru aðstoðarfólki sem vinnur í sendiráðum erlendis. Sendiherraembættin eru nú sem sagt þrjátíu og eitt talsins. Mætti ekki beita niðurskurðarhnífnum á þetta óheyrilega bákn eða með öðrum orðum sagt fækka sendiherrum t.d. um fimmtán? Í beinu framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess enn einu sinni að fyrrverandi þingmenn hafa einlægt verið látnir sitja fyrir öðrum í sambandi við embættisveitingar til sendiherra. Þessi ósiður hefur því miður viðgengist alltof lengi. Auðsætt er að Alþingi sér um sína menn! Sjá ekki allir raunsannir menn að ef draumurinn minn um þessar tvennar fækkanir myndi rætast, hvílíkt fé myndi þá sparast, sem hægt væri að verja til ákaflega brýnna mála eins og t.d. til heilbrigðisþjónustunnar um allt land, víðtækrar vegagerðar líka um allt landið, bráðnauðsynlegra umbóta á öllum ferðamannastöðum. Vel á minnst hvert fara allir þeir peningar sem ríkið hirðir af erlendum ferðamönnum? Um það spurði Óli Björn Kárason pistlahöfundur í Mbl. nýlega. Mér finnst það liggja í augum uppi að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst einkavæða heilbrigðisþjónustuna að bandarískri fyrirmynd. Nú að lokum, lesandi góður, ein spurning. Hvernig kemur þér Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir sjónir, sitjandi á Alþingi við hliðina á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Það hef ég vitanlega enga hugmynd um, en sjálfum finnst mér hann vera eins og þægur hundur, liggur mér við að segja. Er þetta kannski helst til ótuktarlegt af mér og þó ekki.Heimildir:UtanríkisráðuneytiðKjararáðP.s. Ég hvet eða ráðlegg öllum hugsandi Íslendingum, sem vilja vera vel upplýstir, að lesa mánudagspistla Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Fréttablaðinu. Hann hefur undantekningarlaust eitthvað gagnlegt, skemmtilegt, skynsamlegt og menningarlegt til málanna að leggja, sama hvort hann skrifar um bókmenntir og listir, stjórnmál bæði innlend og erlend o.s.frv. Ekki brást honum bogalistin eða réttara sagt pennalistin þegar hann fjallaði um frammistöðu Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í Kastljósviðtali en hann virðist vera frekar hlynntur einkavæðingu heilbrigðisþjónustu hér á landi. Guðmundur Andri, þú ert á réttri braut og hún gæti í raun ekki verið réttari að mínu viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Yrði það ekki þjóðþrifaráð? Sá sem hér heldur á penna hefur þó nokkrum sinnum reifað þessi mál í fjölmiðlum. Ég hef t.a.m. stungið upp á því að þingmönnum yrði fækkað um tuttugu, ef ekki meira. Auðsætt er að það yrði ekki framkvæmanlegt nema með meiriháttar byltingu allrar íslensku þjóðarinnar. Engum núverandi þingmanni væri treystandi til þess að eiga frumkvæði í slíkri meiriháttar umbyltingu í skipan Alþingis. Eins og ég hef sagt áður yrði hann úthrópaður ef ekki alveg útskúfaður af öllum starfsfélögum sínum. Slíkt og annað eins myndi jafngilda algjörri pólitískri sjálfstortímingu, þess vegna væri það alveg óhjákvæmilegt að leita til annarra stórhuga og kjarkmikilla Íslendinga sem vita hvað þjóðinni er fyrir bestu og þeir hugsjónamenn eru til meðal okkar. Ekki trúi ég öðru. Ástæðan fyrir því að ég geri þetta enn einu sinni að umræðuefni er einfaldlega sú að ég hef aflað mér nýrra og sérlega gagnlegra upplýsinga varðandi utanríkisþjónustuna okkar og sér í lagi þann óhemju kostnað sem hún steypir okkur í. Hefur þú, lesandi góður, nokkra hugmynd um hver er raunverulegur fjöldi íslenskra sendiráða hjá erlendum þjóðum? Þau eru hvorki meira en tuttugu og tvö og í ofanálag eru níu manns sem gegna sendiherrastörfum, en eru hins vegar búsettir hér á landi. Ótrúlegt, en satt.Fínt fólk Og hvað haldið þið að þeir fái í mánaðarlaun? Hvorki meira né minna en rúmar 715.000 krónur og hvarflar víst aldrei að þessu fína fólki að fara í verkfall. Ekki má heldur gleyma sendifulltrúunum og öðru aðstoðarfólki sem vinnur í sendiráðum erlendis. Sendiherraembættin eru nú sem sagt þrjátíu og eitt talsins. Mætti ekki beita niðurskurðarhnífnum á þetta óheyrilega bákn eða með öðrum orðum sagt fækka sendiherrum t.d. um fimmtán? Í beinu framhaldi af þessu sakar ekki að geta þess enn einu sinni að fyrrverandi þingmenn hafa einlægt verið látnir sitja fyrir öðrum í sambandi við embættisveitingar til sendiherra. Þessi ósiður hefur því miður viðgengist alltof lengi. Auðsætt er að Alþingi sér um sína menn! Sjá ekki allir raunsannir menn að ef draumurinn minn um þessar tvennar fækkanir myndi rætast, hvílíkt fé myndi þá sparast, sem hægt væri að verja til ákaflega brýnna mála eins og t.d. til heilbrigðisþjónustunnar um allt land, víðtækrar vegagerðar líka um allt landið, bráðnauðsynlegra umbóta á öllum ferðamannastöðum. Vel á minnst hvert fara allir þeir peningar sem ríkið hirðir af erlendum ferðamönnum? Um það spurði Óli Björn Kárason pistlahöfundur í Mbl. nýlega. Mér finnst það liggja í augum uppi að Sjálfstæðisflokkurinn vilji helst einkavæða heilbrigðisþjónustuna að bandarískri fyrirmynd. Nú að lokum, lesandi góður, ein spurning. Hvernig kemur þér Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra fyrir sjónir, sitjandi á Alþingi við hliðina á Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra? Það hef ég vitanlega enga hugmynd um, en sjálfum finnst mér hann vera eins og þægur hundur, liggur mér við að segja. Er þetta kannski helst til ótuktarlegt af mér og þó ekki.Heimildir:UtanríkisráðuneytiðKjararáðP.s. Ég hvet eða ráðlegg öllum hugsandi Íslendingum, sem vilja vera vel upplýstir, að lesa mánudagspistla Guðmundar Andra Thorssonar rithöfundar í Fréttablaðinu. Hann hefur undantekningarlaust eitthvað gagnlegt, skemmtilegt, skynsamlegt og menningarlegt til málanna að leggja, sama hvort hann skrifar um bókmenntir og listir, stjórnmál bæði innlend og erlend o.s.frv. Ekki brást honum bogalistin eða réttara sagt pennalistin þegar hann fjallaði um frammistöðu Steingríms Ara Arasonar, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, í Kastljósviðtali en hann virðist vera frekar hlynntur einkavæðingu heilbrigðisþjónustu hér á landi. Guðmundur Andri, þú ert á réttri braut og hún gæti í raun ekki verið réttari að mínu viti.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar