Hver gestur eyðir 400 þúsund krónum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Þróun hátíðarinnar veltur á því að innviðir til tónleikahalds verði góðir. vísir/andri marinó Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinnar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildarútgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrirfram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleikastöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í samræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferðamenn hingað og vilji eyða peningum á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíðin skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga. Fréttir af flugi Mest lesið Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira
Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinnar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildarútgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrirfram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleikastöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í samræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferðamenn hingað og vilji eyða peningum á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíðin skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga.
Fréttir af flugi Mest lesið Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Sjá meira