Meiri álögur, hærra vöruverð Eldar Ástþórsson og Brynhildur Pétursdóttir skrifar 8. júlí 2015 00:00 Björt framtíð freistaði þess á dögunum að koma í veg fyrir að Alþingi lögfesti þá leið að tollkvótar á landbúnaðarvörum yrðu boðnir út. Sú aðferð leiðir til aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs því kostnaðurinn við kaup á tollkvóta lendir á endanum á neytendum. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda hafa öll bent á að útboðsleiðin vinni gegn almannahagsmunum, hækki vöruverð og hamli samkeppni. Sú aðferð brýtur jafnframt í bága við sjálft markmið þessara tollkvóta, sem er að ýta undir verslun með landbúnaðarvörur milli landa og auka þannig samkeppni. Engu að síður ákvað meirihluti atvinnuveganefndar, skipaður fulltrúum fjögurra flokka, að leggja til að útboðsleiðin yrði lögfest. Það þýðir að ef það er umframeftirspurn eftir tollkvóta er hann boðinn út og seldur hæstbjóðanda. Fulltrúi Bjartrar framtíðar í atvinnuveganefnd lagði til hið gagnstæða, að ráðherra yrði skylt að úthluta tollkvóta án endurgjalds og yrði hlutkesti varpað ef ásókn væri umfram kvóta, eins og Samkeppniseftirlitið beinlínis mælist til í nýlegri skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði. Breytingartillaga í þá veru var lögð fyrir þingið. Það olli okkur vonbrigðum að ekki væri meiri stuðningur við viðskiptafrelsi og aukna samkeppni í verslun á meðal þingmanna. Aðeins tólf þingmenn greiddu atkvæði með breytingartillögunni sem var því felld og varð því leið aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs ofan á. Það getur vissulega verið vandasamt að útdeila tollkvótum á réttlátan hátt enda um takmörkuð gæði að ræða. Það er þó skoðun Bjartrar framtíðar að hér hafi versta leiðin verið farin. Við teljum að auka þurfi frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og að sú verndarstefna sem nú er við lýði sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur. Þau lög sem voru samþykkt um útboð á tollkvótum og þær álögur á neytendur sem sú leið hefur í för með sér eru svo sannarlega ekki skref í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Björt framtíð freistaði þess á dögunum að koma í veg fyrir að Alþingi lögfesti þá leið að tollkvótar á landbúnaðarvörum yrðu boðnir út. Sú aðferð leiðir til aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs því kostnaðurinn við kaup á tollkvóta lendir á endanum á neytendum. Neytendasamtökin, Samtök verslunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda hafa öll bent á að útboðsleiðin vinni gegn almannahagsmunum, hækki vöruverð og hamli samkeppni. Sú aðferð brýtur jafnframt í bága við sjálft markmið þessara tollkvóta, sem er að ýta undir verslun með landbúnaðarvörur milli landa og auka þannig samkeppni. Engu að síður ákvað meirihluti atvinnuveganefndar, skipaður fulltrúum fjögurra flokka, að leggja til að útboðsleiðin yrði lögfest. Það þýðir að ef það er umframeftirspurn eftir tollkvóta er hann boðinn út og seldur hæstbjóðanda. Fulltrúi Bjartrar framtíðar í atvinnuveganefnd lagði til hið gagnstæða, að ráðherra yrði skylt að úthluta tollkvóta án endurgjalds og yrði hlutkesti varpað ef ásókn væri umfram kvóta, eins og Samkeppniseftirlitið beinlínis mælist til í nýlegri skýrslu um samkeppni á dagvörumarkaði. Breytingartillaga í þá veru var lögð fyrir þingið. Það olli okkur vonbrigðum að ekki væri meiri stuðningur við viðskiptafrelsi og aukna samkeppni í verslun á meðal þingmanna. Aðeins tólf þingmenn greiddu atkvæði með breytingartillögunni sem var því felld og varð því leið aukinnar skattheimtu og hærra vöruverðs ofan á. Það getur vissulega verið vandasamt að útdeila tollkvótum á réttlátan hátt enda um takmörkuð gæði að ræða. Það er þó skoðun Bjartrar framtíðar að hér hafi versta leiðin verið farin. Við teljum að auka þurfi frelsi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og að sú verndarstefna sem nú er við lýði sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur. Þau lög sem voru samþykkt um útboð á tollkvótum og þær álögur á neytendur sem sú leið hefur í för með sér eru svo sannarlega ekki skref í rétta átt.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun