Óskalandið sviðin Jörð Gísli Sigurðsson skrifar 7. júlí 2015 07:00 Alþingi hefur samþykkt að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Hvammsvirkjun er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Talið er óhætt að taka áhættu með að spilla búsvæðum laxfiska ofan við fossinn Búða. Þangað fara göngufiskar úr sjó, laxar og silungar, um fiskveg sem lagður var fyrir mannsaldri. Þeim vegi var ætlað að bæta bændum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna framkvæmda Landsvirkjunar við ána. Nú dregur Landsvirkjun þær skaðabætur til baka. Landsvirkjun gaf og Landsvirkjun tók. Ákvörðun Alþingis byggist á þeirri veiku von að mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar muni virka eins og til er ætlast en þær eiga að hjálpa laxfiskum að rata fram hjá virkjuninni á leið sinni upp og niður ána. Að mati sérfræðinga sem hafa rannsakað sambærileg mannvirki í Bandaríkjunum, fyrirmyndina að hönnun mótvægisaðgerða Landsvirkjunar, er lítil þraut að láta fullvaxinn lax ganga upp ána. Vandinn er að afföll seiða margfaldast í niðurgöngu um uppistöðulón og seiðaveitur miðað við lífsmöguleika seiða sem ganga niður náttúrulegan árfarveg – auk þess sem niðurgöngulax verður dauðadæmdur. Þá mun kynþroska sjóbirtingur, sem gengur að jafnaði í mörg ár, ekki eiga möguleika á að nýta sér þær leiðir sem Landsvirkjun býður upp á. Hrun laxfiskastofna er því óumflýjanlegt ef marka má reynslu annarra þjóða. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálum um að leyfa engar framkvæmdir sem hafa slík áhrif á lífríkið. Að vísu ber Landsvirkjun fyrir sig að hér verði stuðst við nýjustu og bestu tækni á heimsvísu sem muni nú í fyrsta sinn í veraldarsögunni duga til að bjarga fiskum fram hjá virkjunum. Best í heimi einu sinni enn. Til þrautavara er sagt að það sé gráupplagt að nota þetta búsvæði Þjórsár sem tilraunaverkefni – þær slóðir þar sem Landnáma segir frá Þorbirni laxakarli við upphaf Íslandsbyggðar. Að fenginni reynslu verði hægt að taka ákvörðun um hinar virkjanirnar í neðri hluta árinnar. Raforka frá virkjunum sem stórskaða lífríkið með þessum hætti er hvorki endurnýjanleg né sjálfbær. Um leið og rafmagni frá Hvammsvirkjun verður hleypt á línurnar hættir íslenskt rafmagn að vera sú græna og hátt verðlagða orka sem verið er að freista erlendra kaupenda með þessi misserin. Og þar með verður sá draumur búinn. Sjálfbær umgengni um náttúruna er óumflýjanleg krafa okkar tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk Rammaáætlunar. Hvammsvirkjun er efsta virkjunin af þremur sem Landsvirkjun vill reisa í neðri hluta Þjórsár. Talið er óhætt að taka áhættu með að spilla búsvæðum laxfiska ofan við fossinn Búða. Þangað fara göngufiskar úr sjó, laxar og silungar, um fiskveg sem lagður var fyrir mannsaldri. Þeim vegi var ætlað að bæta bændum skaða sem þeir höfðu orðið fyrir vegna framkvæmda Landsvirkjunar við ána. Nú dregur Landsvirkjun þær skaðabætur til baka. Landsvirkjun gaf og Landsvirkjun tók. Ákvörðun Alþingis byggist á þeirri veiku von að mótvægisaðgerðir Landsvirkjunar muni virka eins og til er ætlast en þær eiga að hjálpa laxfiskum að rata fram hjá virkjuninni á leið sinni upp og niður ána. Að mati sérfræðinga sem hafa rannsakað sambærileg mannvirki í Bandaríkjunum, fyrirmyndina að hönnun mótvægisaðgerða Landsvirkjunar, er lítil þraut að láta fullvaxinn lax ganga upp ána. Vandinn er að afföll seiða margfaldast í niðurgöngu um uppistöðulón og seiðaveitur miðað við lífsmöguleika seiða sem ganga niður náttúrulegan árfarveg – auk þess sem niðurgöngulax verður dauðadæmdur. Þá mun kynþroska sjóbirtingur, sem gengur að jafnaði í mörg ár, ekki eiga möguleika á að nýta sér þær leiðir sem Landsvirkjun býður upp á. Hrun laxfiskastofna er því óumflýjanlegt ef marka má reynslu annarra þjóða. Íslensk stjórnvöld eru skuldbundin af alþjóðlegum sáttmálum um að leyfa engar framkvæmdir sem hafa slík áhrif á lífríkið. Að vísu ber Landsvirkjun fyrir sig að hér verði stuðst við nýjustu og bestu tækni á heimsvísu sem muni nú í fyrsta sinn í veraldarsögunni duga til að bjarga fiskum fram hjá virkjunum. Best í heimi einu sinni enn. Til þrautavara er sagt að það sé gráupplagt að nota þetta búsvæði Þjórsár sem tilraunaverkefni – þær slóðir þar sem Landnáma segir frá Þorbirni laxakarli við upphaf Íslandsbyggðar. Að fenginni reynslu verði hægt að taka ákvörðun um hinar virkjanirnar í neðri hluta árinnar. Raforka frá virkjunum sem stórskaða lífríkið með þessum hætti er hvorki endurnýjanleg né sjálfbær. Um leið og rafmagni frá Hvammsvirkjun verður hleypt á línurnar hættir íslenskt rafmagn að vera sú græna og hátt verðlagða orka sem verið er að freista erlendra kaupenda með þessi misserin. Og þar með verður sá draumur búinn. Sjálfbær umgengni um náttúruna er óumflýjanleg krafa okkar tíma.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun