Kjör aldraðra og öryrkja skert ítrekað Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Hvað eftir annað hafa kjör aldraðra og öryrkja verið skert. Stjórnvöld hafa ítrekað hoggið í sama knérunn, látið lífeyrisþega sitja á hakanum í kjaramálum. Það er ef til vill of sterkt að segja, að níðst hafi verið á öldruðum og öryrkjum. En það vantar ekki mikið á, að svo hafi verið.Mikill meirihluti sviptur verðlagsuppbót! Um áramótin 2008/2009 var verðbólgan tæp 20%. Miðað við það átti lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um tæp 20%. En þá gerðu stjórnvöld sér lítið fyrir og ákváðu, að aðeins 1/4 hluti lífeyrisþega fengi þessa hækkun. Hinir, 3/4 lífeyrisþega, fengju aðeins 9,6% hækkun lífeyris! Þetta var mikil kjaraskerðing. Og það er ekki farið að leiðrétta hana enn í dag.Grunnlífeyrir afnuminn Á árinu 2009 var enn á ný framin mikil skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja. Það var hoggið í sama knérunn. Það var ákveðið að svipta hóp lífeyrisþega grunnlífeyri sínum, ákveðið að skerða frítekjumark vegna atvinnutekna og fjármagnstekna og aldurstengd örorkuuppbót var skert. Aðeins hluti þessara skerðinga hefur verið afturkallaður.Laun hækka um 16% – lífeyrir 0! Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16%. Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu! Stjórnvöld settu laun (lífeyri) lífeyrisþega í frost. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2011 hækkaði lífeyrir lægst launuðu eldri borgara um 2,3%! Það var langt undir verðbólgunni. Það var hoggið í sama knérunn.Laun hækka um 10,3% – lífeyrir um 6,5%! Árið 2011 voru gerðir nýir kjarasamningar á almennum markaði: Hækkuðu lægstu laun um 10,3% í júní 2011. En samt voru lægstu bætur aldraðra og öryrkja aðeins hækkaðar um 6,5%! Það var því haldið áfram að höggva í sama knérunn. Um áramótin 2011/2012 hækkuðu lægstu laun um 6% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3,5%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2013 var lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um 3,9% en miðað við hækkun launa og verðlags átti hann að hækka um 5,4%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2014 var verðbólgan 4,2% og laun höfðu hækkað um 5%. En það var klipið af lífeyri aldraðra og öryrkja. Hann hækkaði aðeins um 3,6%. Það var hoggið í sama knérunn.Lægstu laun hækka um 27% – lífeyrir 0 Árið 2015 sömdu verkalýðsfélög ófaglærðs verkafólks um að lægstu laun skyldu hækka í 300 þús. kr. á mánuði á þremur árum? Það er 27% hækkun á byrjunarlaunum. En fjármálaráðherra hafnaði því á Alþingi, að aldraðir og öryrkjar fengju hækkun á sínum lífeyri. Það var hoggið í sama knérunn og lífeyrisþegum neitað um kjarabætur, þegar allur þorri launþega var að fá kjarabætur. (Iðnaðarmenn og hjúkrunarfræðingar hafa einnig samið). Oft hefur framkoma stjórnvalda við lífeyrisþega verið slæm en sjaldan eins neikvæð og nú, þegar nánast allir í landinu eiga að fá kjarabætur nema aldraðir og öryrkjar! Mig skortir orð til þess að lýsa þessari framkomu. Hún er óásættanleg. Það verður að hnekkja ákvörðun fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hvað eftir annað hafa kjör aldraðra og öryrkja verið skert. Stjórnvöld hafa ítrekað hoggið í sama knérunn, látið lífeyrisþega sitja á hakanum í kjaramálum. Það er ef til vill of sterkt að segja, að níðst hafi verið á öldruðum og öryrkjum. En það vantar ekki mikið á, að svo hafi verið.Mikill meirihluti sviptur verðlagsuppbót! Um áramótin 2008/2009 var verðbólgan tæp 20%. Miðað við það átti lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um tæp 20%. En þá gerðu stjórnvöld sér lítið fyrir og ákváðu, að aðeins 1/4 hluti lífeyrisþega fengi þessa hækkun. Hinir, 3/4 lífeyrisþega, fengju aðeins 9,6% hækkun lífeyris! Þetta var mikil kjaraskerðing. Og það er ekki farið að leiðrétta hana enn í dag.Grunnlífeyrir afnuminn Á árinu 2009 var enn á ný framin mikil skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja. Það var hoggið í sama knérunn. Það var ákveðið að svipta hóp lífeyrisþega grunnlífeyri sínum, ákveðið að skerða frítekjumark vegna atvinnutekna og fjármagnstekna og aldurstengd örorkuuppbót var skert. Aðeins hluti þessara skerðinga hefur verið afturkallaður.Laun hækka um 16% – lífeyrir 0! Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16%. Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu! Stjórnvöld settu laun (lífeyri) lífeyrisþega í frost. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2011 hækkaði lífeyrir lægst launuðu eldri borgara um 2,3%! Það var langt undir verðbólgunni. Það var hoggið í sama knérunn.Laun hækka um 10,3% – lífeyrir um 6,5%! Árið 2011 voru gerðir nýir kjarasamningar á almennum markaði: Hækkuðu lægstu laun um 10,3% í júní 2011. En samt voru lægstu bætur aldraðra og öryrkja aðeins hækkaðar um 6,5%! Það var því haldið áfram að höggva í sama knérunn. Um áramótin 2011/2012 hækkuðu lægstu laun um 6% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3,5%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2013 var lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um 3,9% en miðað við hækkun launa og verðlags átti hann að hækka um 5,4%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2014 var verðbólgan 4,2% og laun höfðu hækkað um 5%. En það var klipið af lífeyri aldraðra og öryrkja. Hann hækkaði aðeins um 3,6%. Það var hoggið í sama knérunn.Lægstu laun hækka um 27% – lífeyrir 0 Árið 2015 sömdu verkalýðsfélög ófaglærðs verkafólks um að lægstu laun skyldu hækka í 300 þús. kr. á mánuði á þremur árum? Það er 27% hækkun á byrjunarlaunum. En fjármálaráðherra hafnaði því á Alþingi, að aldraðir og öryrkjar fengju hækkun á sínum lífeyri. Það var hoggið í sama knérunn og lífeyrisþegum neitað um kjarabætur, þegar allur þorri launþega var að fá kjarabætur. (Iðnaðarmenn og hjúkrunarfræðingar hafa einnig samið). Oft hefur framkoma stjórnvalda við lífeyrisþega verið slæm en sjaldan eins neikvæð og nú, þegar nánast allir í landinu eiga að fá kjarabætur nema aldraðir og öryrkjar! Mig skortir orð til þess að lýsa þessari framkomu. Hún er óásættanleg. Það verður að hnekkja ákvörðun fjármálaráðherra.
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar