Kjör aldraðra og öryrkja skert ítrekað Björgvin Guðmundsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Hvað eftir annað hafa kjör aldraðra og öryrkja verið skert. Stjórnvöld hafa ítrekað hoggið í sama knérunn, látið lífeyrisþega sitja á hakanum í kjaramálum. Það er ef til vill of sterkt að segja, að níðst hafi verið á öldruðum og öryrkjum. En það vantar ekki mikið á, að svo hafi verið.Mikill meirihluti sviptur verðlagsuppbót! Um áramótin 2008/2009 var verðbólgan tæp 20%. Miðað við það átti lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um tæp 20%. En þá gerðu stjórnvöld sér lítið fyrir og ákváðu, að aðeins 1/4 hluti lífeyrisþega fengi þessa hækkun. Hinir, 3/4 lífeyrisþega, fengju aðeins 9,6% hækkun lífeyris! Þetta var mikil kjaraskerðing. Og það er ekki farið að leiðrétta hana enn í dag.Grunnlífeyrir afnuminn Á árinu 2009 var enn á ný framin mikil skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja. Það var hoggið í sama knérunn. Það var ákveðið að svipta hóp lífeyrisþega grunnlífeyri sínum, ákveðið að skerða frítekjumark vegna atvinnutekna og fjármagnstekna og aldurstengd örorkuuppbót var skert. Aðeins hluti þessara skerðinga hefur verið afturkallaður.Laun hækka um 16% – lífeyrir 0! Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16%. Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu! Stjórnvöld settu laun (lífeyri) lífeyrisþega í frost. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2011 hækkaði lífeyrir lægst launuðu eldri borgara um 2,3%! Það var langt undir verðbólgunni. Það var hoggið í sama knérunn.Laun hækka um 10,3% – lífeyrir um 6,5%! Árið 2011 voru gerðir nýir kjarasamningar á almennum markaði: Hækkuðu lægstu laun um 10,3% í júní 2011. En samt voru lægstu bætur aldraðra og öryrkja aðeins hækkaðar um 6,5%! Það var því haldið áfram að höggva í sama knérunn. Um áramótin 2011/2012 hækkuðu lægstu laun um 6% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3,5%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2013 var lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um 3,9% en miðað við hækkun launa og verðlags átti hann að hækka um 5,4%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2014 var verðbólgan 4,2% og laun höfðu hækkað um 5%. En það var klipið af lífeyri aldraðra og öryrkja. Hann hækkaði aðeins um 3,6%. Það var hoggið í sama knérunn.Lægstu laun hækka um 27% – lífeyrir 0 Árið 2015 sömdu verkalýðsfélög ófaglærðs verkafólks um að lægstu laun skyldu hækka í 300 þús. kr. á mánuði á þremur árum? Það er 27% hækkun á byrjunarlaunum. En fjármálaráðherra hafnaði því á Alþingi, að aldraðir og öryrkjar fengju hækkun á sínum lífeyri. Það var hoggið í sama knérunn og lífeyrisþegum neitað um kjarabætur, þegar allur þorri launþega var að fá kjarabætur. (Iðnaðarmenn og hjúkrunarfræðingar hafa einnig samið). Oft hefur framkoma stjórnvalda við lífeyrisþega verið slæm en sjaldan eins neikvæð og nú, þegar nánast allir í landinu eiga að fá kjarabætur nema aldraðir og öryrkjar! Mig skortir orð til þess að lýsa þessari framkomu. Hún er óásættanleg. Það verður að hnekkja ákvörðun fjármálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hvað eftir annað hafa kjör aldraðra og öryrkja verið skert. Stjórnvöld hafa ítrekað hoggið í sama knérunn, látið lífeyrisþega sitja á hakanum í kjaramálum. Það er ef til vill of sterkt að segja, að níðst hafi verið á öldruðum og öryrkjum. En það vantar ekki mikið á, að svo hafi verið.Mikill meirihluti sviptur verðlagsuppbót! Um áramótin 2008/2009 var verðbólgan tæp 20%. Miðað við það átti lífeyrir aldraðra og öryrkja að hækka um tæp 20%. En þá gerðu stjórnvöld sér lítið fyrir og ákváðu, að aðeins 1/4 hluti lífeyrisþega fengi þessa hækkun. Hinir, 3/4 lífeyrisþega, fengju aðeins 9,6% hækkun lífeyris! Þetta var mikil kjaraskerðing. Og það er ekki farið að leiðrétta hana enn í dag.Grunnlífeyrir afnuminn Á árinu 2009 var enn á ný framin mikil skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja. Það var hoggið í sama knérunn. Það var ákveðið að svipta hóp lífeyrisþega grunnlífeyri sínum, ákveðið að skerða frítekjumark vegna atvinnutekna og fjármagnstekna og aldurstengd örorkuuppbót var skert. Aðeins hluti þessara skerðinga hefur verið afturkallaður.Laun hækka um 16% – lífeyrir 0! Árin 2009 og 2010 hækkaði kaup láglaunafólks um 16%. Á sama tíma hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja ekki um eina krónu! Stjórnvöld settu laun (lífeyri) lífeyrisþega í frost. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2011 hækkaði lífeyrir lægst launuðu eldri borgara um 2,3%! Það var langt undir verðbólgunni. Það var hoggið í sama knérunn.Laun hækka um 10,3% – lífeyrir um 6,5%! Árið 2011 voru gerðir nýir kjarasamningar á almennum markaði: Hækkuðu lægstu laun um 10,3% í júní 2011. En samt voru lægstu bætur aldraðra og öryrkja aðeins hækkaðar um 6,5%! Það var því haldið áfram að höggva í sama knérunn. Um áramótin 2011/2012 hækkuðu lægstu laun um 6% en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði aðeins um 3,5%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2013 var lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaður um 3,9% en miðað við hækkun launa og verðlags átti hann að hækka um 5,4%. Það var hoggið í sama knérunn. Í janúar 2014 var verðbólgan 4,2% og laun höfðu hækkað um 5%. En það var klipið af lífeyri aldraðra og öryrkja. Hann hækkaði aðeins um 3,6%. Það var hoggið í sama knérunn.Lægstu laun hækka um 27% – lífeyrir 0 Árið 2015 sömdu verkalýðsfélög ófaglærðs verkafólks um að lægstu laun skyldu hækka í 300 þús. kr. á mánuði á þremur árum? Það er 27% hækkun á byrjunarlaunum. En fjármálaráðherra hafnaði því á Alþingi, að aldraðir og öryrkjar fengju hækkun á sínum lífeyri. Það var hoggið í sama knérunn og lífeyrisþegum neitað um kjarabætur, þegar allur þorri launþega var að fá kjarabætur. (Iðnaðarmenn og hjúkrunarfræðingar hafa einnig samið). Oft hefur framkoma stjórnvalda við lífeyrisþega verið slæm en sjaldan eins neikvæð og nú, þegar nánast allir í landinu eiga að fá kjarabætur nema aldraðir og öryrkjar! Mig skortir orð til þess að lýsa þessari framkomu. Hún er óásættanleg. Það verður að hnekkja ákvörðun fjármálaráðherra.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar