Þess vegna er betra að semja Árni Páll Árnason skrifar 15. júní 2015 00:00 Nú hafa verið sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga. Það gæti í fljótu bragði virst vera lausn á bráðum vanda sem skapast hefur á sjúkrahúsum landsins, en til lengri tíma litið er ekki um lausn að ræða. Hvers vegna ekki? Lykilorðin eru jafnrétti, jafnræði og virðing fyrir menntun. Stjórnvöldum ber að minnka kynbundinn launamun. Krafa hjúkrunarfræðinga er að fá sambærileg laun og sambærilegar karlastéttir. Hjúkrunarfræðingar meta að fjögurra ára háskólanám þeirra skili aðeins um 80 prósentum af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og 40 ára afmæli kvennafrídagsins ætlar ríkisstjórnin því að festa enn frekar í sessi kynbundinn launamun. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að semja við opinbera starfsmenn og stuðla að ábyrgum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem stuðla að stöðugleika. Á rúmu ári hefur ríkisstjórnin hins vegar klúðrað samningum við eigin viðsemjendur og beitt lögum á verkföll fimm sinnum. Þegar ríkisstjórnin veitti læknum einum bætur fyrir gengisfellingu krónunnar hófst hrunadans sem aldrei gat annað en farið illa. Við getum ekki veitt fámennum hópi forréttindastöðu en látið fjöldann bera tjónið af krónunni. Ef krónan er svona frábær eiga allir að geta búið við afleiðingar gengisfellingar hennar – líka læknar. Ef launastefna ríkisstjórnarinnar er svo handahófskennd að þjóðfélagið þolir ekki að samið sé með sama hætti við hjúkrunarfræðinga og BHM er rétt að ríkisstjórnin segi það bara hreint út. Almenningur situr uppi með afleiðingarnar sem eru fólksflótti úr opinberum störfum og veikara heilbrigðiskerfi. Stjórnvöld eiga að virða menntun til launa. Við viljum vera skapandi og nútímalegt samfélag og við leggjum áherslu á menntun. Því fylgir að skapa þarf störf við hæfi og greiða laun sem gera menntun þess virði að sækja. Forgangsverkefni stjórnvalda á að vera uppbygging á öflugri opinberri þjónustu sem býður starfsfólki sambærileg kjör og í nágrannalöndunum og almenningi sömu gæði. Við viljum fjölbreytni í atvinnulífinu og fá hlut í arði af auðlindum landsins til að létta skattbyrði venjulegs fólks. Það var loforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og það verða verkefni nýrrar ríkisstjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa verið sett lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga. Það gæti í fljótu bragði virst vera lausn á bráðum vanda sem skapast hefur á sjúkrahúsum landsins, en til lengri tíma litið er ekki um lausn að ræða. Hvers vegna ekki? Lykilorðin eru jafnrétti, jafnræði og virðing fyrir menntun. Stjórnvöldum ber að minnka kynbundinn launamun. Krafa hjúkrunarfræðinga er að fá sambærileg laun og sambærilegar karlastéttir. Hjúkrunarfræðingar meta að fjögurra ára háskólanám þeirra skili aðeins um 80 prósentum af þeim launum sem hefðbundin karlastétt með hliðstæða menntun aflar. Á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og 40 ára afmæli kvennafrídagsins ætlar ríkisstjórnin því að festa enn frekar í sessi kynbundinn launamun. Á stjórnvöldum hvílir sú skylda að semja við opinbera starfsmenn og stuðla að ábyrgum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði sem stuðla að stöðugleika. Á rúmu ári hefur ríkisstjórnin hins vegar klúðrað samningum við eigin viðsemjendur og beitt lögum á verkföll fimm sinnum. Þegar ríkisstjórnin veitti læknum einum bætur fyrir gengisfellingu krónunnar hófst hrunadans sem aldrei gat annað en farið illa. Við getum ekki veitt fámennum hópi forréttindastöðu en látið fjöldann bera tjónið af krónunni. Ef krónan er svona frábær eiga allir að geta búið við afleiðingar gengisfellingar hennar – líka læknar. Ef launastefna ríkisstjórnarinnar er svo handahófskennd að þjóðfélagið þolir ekki að samið sé með sama hætti við hjúkrunarfræðinga og BHM er rétt að ríkisstjórnin segi það bara hreint út. Almenningur situr uppi með afleiðingarnar sem eru fólksflótti úr opinberum störfum og veikara heilbrigðiskerfi. Stjórnvöld eiga að virða menntun til launa. Við viljum vera skapandi og nútímalegt samfélag og við leggjum áherslu á menntun. Því fylgir að skapa þarf störf við hæfi og greiða laun sem gera menntun þess virði að sækja. Forgangsverkefni stjórnvalda á að vera uppbygging á öflugri opinberri þjónustu sem býður starfsfólki sambærileg kjör og í nágrannalöndunum og almenningi sömu gæði. Við viljum fjölbreytni í atvinnulífinu og fá hlut í arði af auðlindum landsins til að létta skattbyrði venjulegs fólks. Það var loforð Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar og það verða verkefni nýrrar ríkisstjórnar.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun