Trylltir víkingar í Hafnarfirðinum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. júní 2015 11:00 Hópur lítilla víkinga hefur sigrað kennara sinn, Tandra Auralokk, eftir að hafa lært allt um skylmingar í Víkingaskólanum. vísir/gva Á Víkingahátíð í Hafnarfirði verður margt í boði um helgina, þar á meðal verður Víkingaskóli fyrir börnin á dagskrá á hverjum degi klukkan 13.30. Jökull Tandri Ámundason mun sjá um að kenna börnunum víkingaskylmingar. „Við kennum börnunum að skylmast á öruggan hátt með sverðum, öxum og spjótum sem þau geta keypt á hátíðinni eða búið til sjálf og komið með,“ segir Jökull sem heitir Tandri Auralokkur þegar hann er kominn í víkingaklæði. „Það eru mjög stífar reglur. Það er bannað að slá í haus eða bak og ef maður kemur aftan að einhverjum má bara flengja á bossann.“ Eftir að börnunum hafa verið kennd helstu atriðin er þeim skipt í tvö lið og þau berjast. Að lokum fá börnin að skylmast við víkingana. „Þá eru 30-40 krakkar á móti okkur öllum og þau vinna okkur náttúrulega með ofurefli. Krakkarnir eru alveg vitlausir í þetta. Stelpurnar eru oftar en ekki hættulegri því þær einbeita sér að því að ná tækninni og verða mjög hnitmiðaðar.“ Tandri segir víkingana vera stór börn að leika sér en að það að æfa víkingaskylmingar sé bara áhugamál eins og fótbolti eða golf. „Þetta sport er æft af körlum og konum um heim allan. Skylmingar eru æfðar, bogfimi og handverk þar sem reynir á þolinmæði og fínhreyfingar. Við sem æfum þetta hérna á Íslandi erum í félaginu Rimmugýgi. Við erum eins og ein stór fjölskylda og lykilatriði er að bera virðingu fyrir náunganum. Einnig fáum við stundum verkefni og var stór hluti hópsins aukaleikarar í Game of Thrones þegar þættirnir voru teknir upp hér á landi.“ Game of Thrones Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Á Víkingahátíð í Hafnarfirði verður margt í boði um helgina, þar á meðal verður Víkingaskóli fyrir börnin á dagskrá á hverjum degi klukkan 13.30. Jökull Tandri Ámundason mun sjá um að kenna börnunum víkingaskylmingar. „Við kennum börnunum að skylmast á öruggan hátt með sverðum, öxum og spjótum sem þau geta keypt á hátíðinni eða búið til sjálf og komið með,“ segir Jökull sem heitir Tandri Auralokkur þegar hann er kominn í víkingaklæði. „Það eru mjög stífar reglur. Það er bannað að slá í haus eða bak og ef maður kemur aftan að einhverjum má bara flengja á bossann.“ Eftir að börnunum hafa verið kennd helstu atriðin er þeim skipt í tvö lið og þau berjast. Að lokum fá börnin að skylmast við víkingana. „Þá eru 30-40 krakkar á móti okkur öllum og þau vinna okkur náttúrulega með ofurefli. Krakkarnir eru alveg vitlausir í þetta. Stelpurnar eru oftar en ekki hættulegri því þær einbeita sér að því að ná tækninni og verða mjög hnitmiðaðar.“ Tandri segir víkingana vera stór börn að leika sér en að það að æfa víkingaskylmingar sé bara áhugamál eins og fótbolti eða golf. „Þetta sport er æft af körlum og konum um heim allan. Skylmingar eru æfðar, bogfimi og handverk þar sem reynir á þolinmæði og fínhreyfingar. Við sem æfum þetta hérna á Íslandi erum í félaginu Rimmugýgi. Við erum eins og ein stór fjölskylda og lykilatriði er að bera virðingu fyrir náunganum. Einnig fáum við stundum verkefni og var stór hluti hópsins aukaleikarar í Game of Thrones þegar þættirnir voru teknir upp hér á landi.“
Game of Thrones Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira