Strákarnir vilja sópa upp eftir sig Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. júní 2015 07:00 Eftir glæstan landsliðsferil sem leikmaður er Ólafur Stefánsson mættur aftur sem aðstoðarmaður leikmanna og þjálfara. Hann segir liðið aftur á réttri leið eftir deyfðina í Katar. Ísland stefnir nú á efsta sætið í riðlinum. Fréttablaðið/Vilhelm Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslitaleik um efsta sætið í fjórða riðli undankeppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrkleikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær.Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafntefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörkum ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og komast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur.Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tíminn til að spila landsleiki. Sérstaklega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunarafl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku handboltahefðina og einhver föðurlandshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarnir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður þjálfara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlutverk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólafur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlutir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson. Handbolti Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Svartfjallalandi í úrslitaleik um efsta sætið í fjórða riðli undankeppni EM 2016 í handbolta á sunnudaginn klukkan 17.00. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari vill ekki spá í hvort liðið sé komið á EM eða ekki eða hvað önnur lið þurfa að gera. Hann vill sigur. „Það væri bara einfaldast að vinna þennan leik og taka fyrsta sætið. Það er aðalatriðið. Efsta sætið skiptir líka máli upp á styrkleikaröðun auk þess sem það væru ágætis skilaboð til annarra liða,“ sagði Aron við Fréttablaðið í gær.Meiri einbeiting Ólafur Stefánsson var fenginn inn í þjálfarateymið eftir HM í Katar þar sem mikil deyfð var yfir liðinu. Strákarnir hafa spilað mjög vel í síðustu leikjum; pökkuðu Serbum saman heima, náðu jafntefli við þá úti og unnu svo Ísrael með tíu mörkum ytra á miðvikudaginn. „Það er bara meiri einbeiting í liðinu,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Menn vilja sópa upp eftir sig eftir smá lægð og komast aftur á þann stað þar sem liðið hefur verið.“ Hann segir mikilvægt fyrir íslenska liðið að vera á meðal átta bestu þjóða heims en ekki einhvers staðar frá 9-16. „Það væru líka röng skilaboð fyrir aðra sem eru að koma inn í þetta núna. Okkar stefna er að vera alltaf á meðal þeirra átta bestu. Þar þarftu að vera til að komast inn á Ólympíuleika og vera gjaldgengur í þessu,“ sagði Ólafur.Ekki spilað fyrir peninginn Ólafur er sammála því að íslenska liðið hefur spilað vel í undanförnum leikjum og hann var ánægður með frammistöðuna í Tel Aviv. „Þetta var vel gert, en það þarf ofboðslega einbeitingu til á þessum árstíma. Þetta er oft erfiðasti tíminn til að spila landsleiki. Sérstaklega fyrir menn í meistaraliðum eins og Guðjón Val, Aron og Róbert. Þar hefur verið mikið álag og mikil spenna,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Menn þurfa þá gott ímyndunarafl og einbeitingu til að gíra sig upp í svona verkefni. Á móti er það líka það sem einkennir íslensku handboltahefðina og einhver föðurlandshyggja.“ Hingað koma menn ekki til að spila fyrir vasapening. „Strákarnir koma hérna og spila ekki fyrir pening heldur eitthvað allt annað. Það er eitthvað sem menn þurfa að ná í og ef það gerist völtum við yfir þetta svartfellska lið.“Leyfi til að fikta Ólafur nýtur sín í þessu nýja hlutverki sem aðstoðarmaður þjálfara eða eins konar ráðgjafi þeirra og leikmannanna. Nógu djúpur er allavega handboltaviskubrunnurinn sem hann býr yfir. „Mér finnst þetta fínt. Ábyrgðin er öll á þjálfurunum en mitt hlutverk er að vera léttur ráðgjafi inn á milli. Ég er svona tengiliður fyrir þjálfara og leikmenn,“ sagði Ólafur sem er bjartsýnn fyrir leikinn á sunndaginn. „Dínamíkin er góð og maður fann það þegar þeir mættu á móti Serbum. Það voru allt aðrir hlutir í gangi. Menn vildi sýna sig og sanna,“ sagði Ólafur Stefánsson.
Handbolti Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sonurinn smitaði Aron af handa-, fóta- og munnsjúkdómi Landsmeistari í sextánda sinn á ferlinum Þrjár erlendar til nýliðanna á Akureyri Sjá meira