Opið bréf til fjármálaráðherra Gunnar Sigurðsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Komdu sæll Bjarni. Á Alþingi fórst þú mikinn og kvartaðir sáran undan vonda fólkinu í stéttarfélögunum sem vogaði sér að nota það eina verkfæri sem það hefur í baráttu sinni fyrir bættum kjörum, verkfallsvopninu. Þú talaðir um að nú þyrfti að breyta hér og taka upp norræna módelið varðandi hækkun launa, hætta notkun verkfallsvopnsins væntanlega og að allir myndu una glaðir við sitt. Þú að vísu, eins og stjórnmálamönnum er tamt, tiltókst eitthvert eitt atriði en slepptir öllu hinu. Það er, herra fjármálaráðherra, himinn og haf á milli raunveruleika í afkomu á Íslandi annars vegar og annarra norrænna ríkja hins vegar. Þú getur ekki tekið einn lið út og horft fram hjá öllum hinum. Þar er ég að tala um hreinar afkomutölur venjulegrar fjölskyldu sem og það sem samfélagið býður hverjum og einum upp á, s.s. félagslega, mennta- og/eða sjúkraþjónustu. Af því að þú talar um að stéttarfélög séu að ofnota verkfallsréttinn langar mig að fjalla aðeins um upplifun mína af því er stéttarfélag semur sig frá verkfallsréttinum. Hér er ég að tala um lögreglumenn og landssamband þeirra en áður ætla ég að upplýsa þig um mína stöðu. Ég er lögreglumaður og hef verið það síðastliðin 42 ár, hóf störf árið 1973. Hef ætíð starfað „á götunni“ eins og sagt er og starfa í dag sem varðstjóri. Í dag hef ég sem slíkur 350 þúsund kr. í dagvinnu eftir þessi 42 ár og neyðist til að vinna vaktavinnu til að hífa launin upp. Samningar okkar eru með þeim einsdæmum að eftir 15 ára starf fær fólk ekki aldurshækkun þannig að síðastliðin 27 ár hef ég ekki fengið umbun vegna starfans í formi aldurshækkana. Álagsgreiðslu, 17.000 kr., fáum við sem kom eftir hrunið en virkar ekki til eftirlauna hjá B-hópnum í lífeyriskerfinu en staða þess hóps er mjög ámælisverð og kaldar kveðjur eftir áratugi í starfi. Þá getur fólk náð í sérstaka greiðslu með því að standast líkamlegt próf, eitthvað sem ég hef ekki treyst mér í vegna veikinda. Ég hugsa að leitun sé að annarri stétt sem hefur fórnað jafn miklum tíma í yfirtíð og fjarveru frá fjölskyldunni og lögreglumenn, auk þess sem eðli starfsins er mjög stressvaldandi. Þetta hefur sett sitt mark á fjölskyldulíf lögreglumanna og oft á sálarlíf þeirra. Slíkt er hins vegar ekki borið fram og allra síst tekið mið af slíku í kjarabaráttu, þið völduð ykkur starfsvettvang er sagt og hættið að væla.Verkfallsrétturinn fór Lögreglumenn biðja um sanngjörn laun, að starfið sé metið og að umgjörð og framtíðarsýn t.d. til menntunar stéttarinnar sé skýr. Lögreglumenn munu standa undir kröfum ríkisvaldsins að því gefnu að eðlilega sé haldið á málum. Starfið þarf að vera áhugavert til framfærslu en mjög hefur skort á það undanfarið að það standi undir nafni hvað það snertir. Aftur að verkfallsréttinum. Er leið á níunda áratug síðustu aldar heyrðist að ríkið legði mikla áherslu á að ná af okkur verkfallsréttinum og illu heilli töldu menn það mögulegt að semja svo að við þyrftum ekki að standa í miklu samningsþrefi við hið opinbera, enda ljóst að ríkið myndi ekki una því að stéttin færi í verkfall. Rætt var um viðmiðunarsamning þar sem við myndum fylgja öðrum starfshópum og með flóknum útreikningareglum átti að tryggja afkomu okkar. Verkfallsrétturinn fór og við varla búnir að snúa okkur frá samningsborðinu þegar ávinningurinn af þeim gjörningi var útvatnaður, aðrir hópar sem ekki létu verkfallsréttinn fengu það sama og við. Þá voru heilindi ríkisins ekki meiri en svo að strax var farið að krukka í þær reglur sem átti að tryggja okkur afkomu, toga þær og teygja. Niðurstaðan var að fallið var frá þeim og eftir stóðum við berstrípaðir, vopnlausir og illa launaðir. Ég óska ekki neinni stétt þess að ganga í gegnum það sem lögreglumenn hafa gengið í gegnum og reynsla okkar er öðrum víti til varnar. Ég vara aðrar stéttir við vegna framkomu ríkisins að ganga þessa leið, það þarf þá eitthvað mikið að breytast á þeim bænum. Bjarni! Lögreglumenn eru ekki með verkfallsvopn, er tekið tillit til þess við samningaborðið? Nei, þess sér ekki stað og ef eitthvað er þá er það á hinn veginn að samninganefnd ríkisins telur sig geta dregið lappirnar þegar lögreglumenn eru annars vegar. Ég ætla að skora á þig Bjarni að sýna að þú takir tillit til þessarar stöðu lögreglumanna og gefir samninganefnd ríkisins umboð til samninga. Sýndu að þú meinar eitthvað með því að það þurfi að breyta um aðferðafræði, við erum stétt án verkfallsvopnsins, taktu tillit til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Komdu sæll Bjarni. Á Alþingi fórst þú mikinn og kvartaðir sáran undan vonda fólkinu í stéttarfélögunum sem vogaði sér að nota það eina verkfæri sem það hefur í baráttu sinni fyrir bættum kjörum, verkfallsvopninu. Þú talaðir um að nú þyrfti að breyta hér og taka upp norræna módelið varðandi hækkun launa, hætta notkun verkfallsvopnsins væntanlega og að allir myndu una glaðir við sitt. Þú að vísu, eins og stjórnmálamönnum er tamt, tiltókst eitthvert eitt atriði en slepptir öllu hinu. Það er, herra fjármálaráðherra, himinn og haf á milli raunveruleika í afkomu á Íslandi annars vegar og annarra norrænna ríkja hins vegar. Þú getur ekki tekið einn lið út og horft fram hjá öllum hinum. Þar er ég að tala um hreinar afkomutölur venjulegrar fjölskyldu sem og það sem samfélagið býður hverjum og einum upp á, s.s. félagslega, mennta- og/eða sjúkraþjónustu. Af því að þú talar um að stéttarfélög séu að ofnota verkfallsréttinn langar mig að fjalla aðeins um upplifun mína af því er stéttarfélag semur sig frá verkfallsréttinum. Hér er ég að tala um lögreglumenn og landssamband þeirra en áður ætla ég að upplýsa þig um mína stöðu. Ég er lögreglumaður og hef verið það síðastliðin 42 ár, hóf störf árið 1973. Hef ætíð starfað „á götunni“ eins og sagt er og starfa í dag sem varðstjóri. Í dag hef ég sem slíkur 350 þúsund kr. í dagvinnu eftir þessi 42 ár og neyðist til að vinna vaktavinnu til að hífa launin upp. Samningar okkar eru með þeim einsdæmum að eftir 15 ára starf fær fólk ekki aldurshækkun þannig að síðastliðin 27 ár hef ég ekki fengið umbun vegna starfans í formi aldurshækkana. Álagsgreiðslu, 17.000 kr., fáum við sem kom eftir hrunið en virkar ekki til eftirlauna hjá B-hópnum í lífeyriskerfinu en staða þess hóps er mjög ámælisverð og kaldar kveðjur eftir áratugi í starfi. Þá getur fólk náð í sérstaka greiðslu með því að standast líkamlegt próf, eitthvað sem ég hef ekki treyst mér í vegna veikinda. Ég hugsa að leitun sé að annarri stétt sem hefur fórnað jafn miklum tíma í yfirtíð og fjarveru frá fjölskyldunni og lögreglumenn, auk þess sem eðli starfsins er mjög stressvaldandi. Þetta hefur sett sitt mark á fjölskyldulíf lögreglumanna og oft á sálarlíf þeirra. Slíkt er hins vegar ekki borið fram og allra síst tekið mið af slíku í kjarabaráttu, þið völduð ykkur starfsvettvang er sagt og hættið að væla.Verkfallsrétturinn fór Lögreglumenn biðja um sanngjörn laun, að starfið sé metið og að umgjörð og framtíðarsýn t.d. til menntunar stéttarinnar sé skýr. Lögreglumenn munu standa undir kröfum ríkisvaldsins að því gefnu að eðlilega sé haldið á málum. Starfið þarf að vera áhugavert til framfærslu en mjög hefur skort á það undanfarið að það standi undir nafni hvað það snertir. Aftur að verkfallsréttinum. Er leið á níunda áratug síðustu aldar heyrðist að ríkið legði mikla áherslu á að ná af okkur verkfallsréttinum og illu heilli töldu menn það mögulegt að semja svo að við þyrftum ekki að standa í miklu samningsþrefi við hið opinbera, enda ljóst að ríkið myndi ekki una því að stéttin færi í verkfall. Rætt var um viðmiðunarsamning þar sem við myndum fylgja öðrum starfshópum og með flóknum útreikningareglum átti að tryggja afkomu okkar. Verkfallsrétturinn fór og við varla búnir að snúa okkur frá samningsborðinu þegar ávinningurinn af þeim gjörningi var útvatnaður, aðrir hópar sem ekki létu verkfallsréttinn fengu það sama og við. Þá voru heilindi ríkisins ekki meiri en svo að strax var farið að krukka í þær reglur sem átti að tryggja okkur afkomu, toga þær og teygja. Niðurstaðan var að fallið var frá þeim og eftir stóðum við berstrípaðir, vopnlausir og illa launaðir. Ég óska ekki neinni stétt þess að ganga í gegnum það sem lögreglumenn hafa gengið í gegnum og reynsla okkar er öðrum víti til varnar. Ég vara aðrar stéttir við vegna framkomu ríkisins að ganga þessa leið, það þarf þá eitthvað mikið að breytast á þeim bænum. Bjarni! Lögreglumenn eru ekki með verkfallsvopn, er tekið tillit til þess við samningaborðið? Nei, þess sér ekki stað og ef eitthvað er þá er það á hinn veginn að samninganefnd ríkisins telur sig geta dregið lappirnar þegar lögreglumenn eru annars vegar. Ég ætla að skora á þig Bjarni að sýna að þú takir tillit til þessarar stöðu lögreglumanna og gefir samninganefnd ríkisins umboð til samninga. Sýndu að þú meinar eitthvað með því að það þurfi að breyta um aðferðafræði, við erum stétt án verkfallsvopnsins, taktu tillit til þess.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun