Valdníðsla á Alþingi Katrín Júlíusdóttir og Svandís Svavarsdóttir og Róbert Marshall skrifa 2. júní 2015 06:00 Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis s.l. mánudag voru lagðar fram viðamiklar breytingar á svokölluðu flugvallarfrumvarpi. Þar er kveðið á um að skipulagsvaldið yfir flugvellinum í Vatnsmýri sé flutt frá Reykjavíkurborg og til Alþingis. Segja má að ekki sé rétt að kalla þetta breytingar því frumvarpið var í raun endurskrifað. Varla stendur stafur eftir af upphaflega málinu. Í nýju útgáfunni er skipulagsvaldið flutt til innanríkisráðherra í stað Alþingis og það sem meira er, skipulagið er ekki einungis tekið af Reykjavíkurborg, heldur einnig af Akureyrarbæ og Fljótsdalshéraði þar sem millilandaflugvellir eru. Það er þá í höndum ráðherra hverju sinni hvernig þessi sveitarfélög haga skipulagi sínu í tengslum við þessa flugvelli. Málið, sem er allt hið furðulegasta, er flutt af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins án aðkomu þingmanna annarra flokka. Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin. Því er offorsið óskiljanlegt. Með öðrum orðum er um að ræða sérstakt gæluverkefni Framsóknarflokksins sem fáir aðrir virðast hafa áhuga á. Nú bregður svo við að 10 mínútum eftir að ofangreindar breytingar voru lagðar fram á fundi nefndarinnar krefst formaður nefndarinnar, Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, þess að málið sé afgreitt út úr nefndinni. Þessu mótmæltum við í minnihluta nefndarinnar harðlega og óskuðum eftir því að ofangreind sveitarfélög ásamt Innanríkisráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fer með skipulagsmálin, fengju að koma fyrir nefndina til að fjalla um þessar róttæku breytingar á málinu. Því höfnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Til að geta afgreitt málið með meirihluta á fundinum sótti formaður nefndarinnar liðsauka í formi þingmanna utan nefndarinnar sem ekki hafa tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Málið fékk því hvorki vandaða umfjöllun né eðlilega afgreiðslu á fundi nefndarinnar. Við vitum að skiptar skoðanir eru á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þær eru skiptar meðal okkar þriggja. En það er eitt að takast á um staðsetningu flugvallarins og annað að ætla sér að taka skipulagsvaldið af þeim sveitarfélögum sem hýsa flugvelli landsins þar sem innanlandsflug fer saman með millilandafluginu. Með þessu er gengið lengra gegn sjálfákvörðunarrétti sveitarfélaga en dæmi eru um og er fordæmið sem hér yrði gefið verði málið samþykkt áhyggjuefni. Hvar liggja mörkin þegar kemur að umdeildri vegalögn eða línulögn? Til að bæta gráu ofan á svart er þetta svo gert með þeim þjösnaskap sem raun ber vitni, án alls samráðs og án allrar umfjöllunar. Það er í andstöðu við allt sem geta talist vönduð og eðlileg vinnubrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Katrín Júlíusdóttir Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis s.l. mánudag voru lagðar fram viðamiklar breytingar á svokölluðu flugvallarfrumvarpi. Þar er kveðið á um að skipulagsvaldið yfir flugvellinum í Vatnsmýri sé flutt frá Reykjavíkurborg og til Alþingis. Segja má að ekki sé rétt að kalla þetta breytingar því frumvarpið var í raun endurskrifað. Varla stendur stafur eftir af upphaflega málinu. Í nýju útgáfunni er skipulagsvaldið flutt til innanríkisráðherra í stað Alþingis og það sem meira er, skipulagið er ekki einungis tekið af Reykjavíkurborg, heldur einnig af Akureyrarbæ og Fljótsdalshéraði þar sem millilandaflugvellir eru. Það er þá í höndum ráðherra hverju sinni hvernig þessi sveitarfélög haga skipulagi sínu í tengslum við þessa flugvelli. Málið, sem er allt hið furðulegasta, er flutt af öllum þingmönnum Framsóknarflokksins án aðkomu þingmanna annarra flokka. Ekkert hefur það að gera með þau mál sem brýnust eru í samfélaginu um þessar mundir, svo sem kjaradeilu BHM og heilbrigðisstarfsmanna, húsnæðismálin eða gjaldeyrishöftin. Því er offorsið óskiljanlegt. Með öðrum orðum er um að ræða sérstakt gæluverkefni Framsóknarflokksins sem fáir aðrir virðast hafa áhuga á. Nú bregður svo við að 10 mínútum eftir að ofangreindar breytingar voru lagðar fram á fundi nefndarinnar krefst formaður nefndarinnar, Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þór Þórhallsson, þess að málið sé afgreitt út úr nefndinni. Þessu mótmæltum við í minnihluta nefndarinnar harðlega og óskuðum eftir því að ofangreind sveitarfélög ásamt Innanríkisráðuneyti og Umhverfis- og auðlindaráðuneyti, sem fer með skipulagsmálin, fengju að koma fyrir nefndina til að fjalla um þessar róttæku breytingar á málinu. Því höfnuðu þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni. Til að geta afgreitt málið með meirihluta á fundinum sótti formaður nefndarinnar liðsauka í formi þingmanna utan nefndarinnar sem ekki hafa tekið þátt í umfjöllun um málið hingað til. Málið fékk því hvorki vandaða umfjöllun né eðlilega afgreiðslu á fundi nefndarinnar. Við vitum að skiptar skoðanir eru á staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og þær eru skiptar meðal okkar þriggja. En það er eitt að takast á um staðsetningu flugvallarins og annað að ætla sér að taka skipulagsvaldið af þeim sveitarfélögum sem hýsa flugvelli landsins þar sem innanlandsflug fer saman með millilandafluginu. Með þessu er gengið lengra gegn sjálfákvörðunarrétti sveitarfélaga en dæmi eru um og er fordæmið sem hér yrði gefið verði málið samþykkt áhyggjuefni. Hvar liggja mörkin þegar kemur að umdeildri vegalögn eða línulögn? Til að bæta gráu ofan á svart er þetta svo gert með þeim þjösnaskap sem raun ber vitni, án alls samráðs og án allrar umfjöllunar. Það er í andstöðu við allt sem geta talist vönduð og eðlileg vinnubrögð.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun