Hannaði Svarthöfða í Star Wars Gunnar Leó Pálsson skrifar 28. maí 2015 09:00 Oddur Eysteinn Friðriksson er hér ásamt unnutu sinni Katrínu Ólafíu Þórhallsdóttur og Brian Muir og konunni hans, Lindsay Muir. Breski myndhöggvarinn Brian Muir, sem meðal annars hannaði hjálm og búning Svarthöfða í Star Wars-myndunum, er á leið til landsins til þess að hitta aðdáendur og fara á tónleika í Hörpu. „Ég kynntist honum og konunni hans þegar þau keyptu af mér listaverk. Í kjölfarið myndaðist vinskapur okkar á milli og svo hafði hann samband um daginn þegar hann sagði mér að hann væri að koma til landsins,“ segir listamaðurinn og álbóndinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig. Muir hannaði ekki einungis frægasta hjálm í heimi því hann bjó einnig til búninginn fyrir Stormtrooperinn í Star Wars. „Þessi gaur hefur verið að vinna á bak við tjöldin síðustu 40 til 50 árin í hinum ýmsu frægu bíómyndum, eins og í James Bond-myndunum og Indiana Jones,“ segir Odee. Svarthöfði„Hann hannaði líka fræga hjartað sem var rifið úr einhverjum gaur í Indiana Jones,“ bætir Odee við og hlær. Myndhöggvarinn er væntanlegur til landsins í júní og dvelur hann hér í um tvær vikur. „Ég spurði hvort hann vildi taka þátt í Star Wars-degi í Nexus og hann var meira en til í það. Þannig að 13. júní verður Star Wars þemadagur í Nexus, þar sem hann mun árita muni, mublur og myndir og hitta aðdáendur.“ Hann ætlar þó ekki bara að sinna þyrstum aðdáendum sínum, heldur ætlar hann einnig að skemmta sér og sinni konu. „Við erum að fara á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu. Þau eru miklir aðdáendur og ætla meira að segja að reyna hitta Ásgeir.“ Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Breski myndhöggvarinn Brian Muir, sem meðal annars hannaði hjálm og búning Svarthöfða í Star Wars-myndunum, er á leið til landsins til þess að hitta aðdáendur og fara á tónleika í Hörpu. „Ég kynntist honum og konunni hans þegar þau keyptu af mér listaverk. Í kjölfarið myndaðist vinskapur okkar á milli og svo hafði hann samband um daginn þegar hann sagði mér að hann væri að koma til landsins,“ segir listamaðurinn og álbóndinn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee eins og hann kallar sig. Muir hannaði ekki einungis frægasta hjálm í heimi því hann bjó einnig til búninginn fyrir Stormtrooperinn í Star Wars. „Þessi gaur hefur verið að vinna á bak við tjöldin síðustu 40 til 50 árin í hinum ýmsu frægu bíómyndum, eins og í James Bond-myndunum og Indiana Jones,“ segir Odee. Svarthöfði„Hann hannaði líka fræga hjartað sem var rifið úr einhverjum gaur í Indiana Jones,“ bætir Odee við og hlær. Myndhöggvarinn er væntanlegur til landsins í júní og dvelur hann hér í um tvær vikur. „Ég spurði hvort hann vildi taka þátt í Star Wars-degi í Nexus og hann var meira en til í það. Þannig að 13. júní verður Star Wars þemadagur í Nexus, þar sem hann mun árita muni, mublur og myndir og hitta aðdáendur.“ Hann ætlar þó ekki bara að sinna þyrstum aðdáendum sínum, heldur ætlar hann einnig að skemmta sér og sinni konu. „Við erum að fara á tónleika Ásgeirs Trausta í Hörpu. Þau eru miklir aðdáendur og ætla meira að segja að reyna hitta Ásgeir.“
Bíó og sjónvarp Star Wars Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Katrín dustar rykið af visku sinni Menning Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira