Ófremdarástand í fangelsismálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. maí 2015 07:00 Sagt er að menningarstig samfélaga megi meta út frá því hvernig þau koma fram við smæstu þegna sína. Sé sú raunin eru Íslendingar ekki endilega í góðum málum, í það minnsta verður seint sagt að okkar smæstu þegnar hafi yfir engu að kvarta. Á þetta vorum við enn minnt á dögunum þegar fregnir bárust af því að ung kona hefði verið vistuð í fangelsinu við Skólavörðustíg. Ástæðan er sú að búið er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi. Og ástæðan fyrir því er auðvitað sú sama og alltaf; sparnaðaraðgerðir. Nú getur okkur þótt hvað sem er um það fólk sem þarf að sitja inni, en sem manneskjum ber okkur að koma vel fram við meðbræður okkar og -systur. Í grunninn snýst þetta um að vera góð hvert við annað, þá verður þetta allt miklu betra. Fangar eru algjörlega upp á aðra komnir og hafa lítið um eigin aðbúnað og stöðu að segja. Einhverjum finnst það kannski bara gott á þá, þeir sem brjóti af sér eigi fátt gott skilið. En refsigleði er ógeðfelld og eins og sagt er hér að ofan ættum við að reyna að haga lífi okkar þannig að vera góð hvert við annað. Betur færi á því að við litum á fangelsisvist sem betrunarvist en refsivist, því það hlýtur að vera ákjósanlegra að fólkið sem úr fangelsunum kemur sé betra en það sem í þau fór. Um áratugaskeið hefur það verið vitað að þörf er á nýju fangelsi. Þau sem eru í notkun eru gömul og úr sér gengin og fá í verra standi en einmitt Nían við Skólavörðustíg. Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874, sama ár og Ísland fékk sína fyrstu stjórnarskrá og fagnaði þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er langt síðan. Enda er húsnæðið ekki boðlegt og fjölmargar athugasemdir hafa verið gerðar við það, bæði af innlendum sem erlendum aðilum. Fangar sem þar eru vistaðir þurfa að sitja í einangrun. Sem betur fer geta líklega fáir gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slík vist hefur á fólk, en einangrunarvist ætti ekki að notast nema sem algjört neyðarúrræði – ef þá. Íslendingar, sem árum ef ekki áratugum saman hafa vermt sæti ofarlega á lista yfir þjóðir sem njóta mestrar velmegunar, jafnvel eftir hrunið, hafa hins vegar ekki haft efni á að byggja nýtt fangelsi. Kannski er það af því að fangar eru ekki hávær þrýstihópur. Kannski af því að stjórnmálamenn hafa litið svo á að þeir muni ekki öðlast vinsældir út á þennan málaflokk og hafa því vanrækt hann áratugum saman. Síðustu árin hafa verið tekin ákveðin skref í þá átt að bæta ástandið. Það tókst, þó hér ríkti kreppa. Það þarf hins vegar enginn að velkjast í vafa um að nú þarf að spýta í lófana. Ef það mikla hagvaxtarskeið sem fjármálaráðherra hefur boðað er raunverulegt, gerði hann rétt í að rigga upp eins og einu almennilegu fangelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sagt er að menningarstig samfélaga megi meta út frá því hvernig þau koma fram við smæstu þegna sína. Sé sú raunin eru Íslendingar ekki endilega í góðum málum, í það minnsta verður seint sagt að okkar smæstu þegnar hafi yfir engu að kvarta. Á þetta vorum við enn minnt á dögunum þegar fregnir bárust af því að ung kona hefði verið vistuð í fangelsinu við Skólavörðustíg. Ástæðan er sú að búið er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi. Og ástæðan fyrir því er auðvitað sú sama og alltaf; sparnaðaraðgerðir. Nú getur okkur þótt hvað sem er um það fólk sem þarf að sitja inni, en sem manneskjum ber okkur að koma vel fram við meðbræður okkar og -systur. Í grunninn snýst þetta um að vera góð hvert við annað, þá verður þetta allt miklu betra. Fangar eru algjörlega upp á aðra komnir og hafa lítið um eigin aðbúnað og stöðu að segja. Einhverjum finnst það kannski bara gott á þá, þeir sem brjóti af sér eigi fátt gott skilið. En refsigleði er ógeðfelld og eins og sagt er hér að ofan ættum við að reyna að haga lífi okkar þannig að vera góð hvert við annað. Betur færi á því að við litum á fangelsisvist sem betrunarvist en refsivist, því það hlýtur að vera ákjósanlegra að fólkið sem úr fangelsunum kemur sé betra en það sem í þau fór. Um áratugaskeið hefur það verið vitað að þörf er á nýju fangelsi. Þau sem eru í notkun eru gömul og úr sér gengin og fá í verra standi en einmitt Nían við Skólavörðustíg. Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874, sama ár og Ísland fékk sína fyrstu stjórnarskrá og fagnaði þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er langt síðan. Enda er húsnæðið ekki boðlegt og fjölmargar athugasemdir hafa verið gerðar við það, bæði af innlendum sem erlendum aðilum. Fangar sem þar eru vistaðir þurfa að sitja í einangrun. Sem betur fer geta líklega fáir gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slík vist hefur á fólk, en einangrunarvist ætti ekki að notast nema sem algjört neyðarúrræði – ef þá. Íslendingar, sem árum ef ekki áratugum saman hafa vermt sæti ofarlega á lista yfir þjóðir sem njóta mestrar velmegunar, jafnvel eftir hrunið, hafa hins vegar ekki haft efni á að byggja nýtt fangelsi. Kannski er það af því að fangar eru ekki hávær þrýstihópur. Kannski af því að stjórnmálamenn hafa litið svo á að þeir muni ekki öðlast vinsældir út á þennan málaflokk og hafa því vanrækt hann áratugum saman. Síðustu árin hafa verið tekin ákveðin skref í þá átt að bæta ástandið. Það tókst, þó hér ríkti kreppa. Það þarf hins vegar enginn að velkjast í vafa um að nú þarf að spýta í lófana. Ef það mikla hagvaxtarskeið sem fjármálaráðherra hefur boðað er raunverulegt, gerði hann rétt í að rigga upp eins og einu almennilegu fangelsi.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar