Stelpugrín er reyndar fyndið Guðrún Ansnes skrifar 27. maí 2015 13:00 Stöllurnar bregða sér í allra kvikinda líki í þáttunum og hér sjást þær í gervum bandarískra ferðamanna. „Þetta eru grínþættir sem upphaflega áttu að vera leikrit. Svo var þetta svo sketsalegt að við ákváðum að fara frekar með þetta í sjónvarpið,“ segir Júlíana Sara Gunnarsdóttir, annar helmingur tvíeykisins Þær tvær. Grínþættirnir Þær tvær fara í loftið á Stöð 2 í lok júní en um ræðir grínþáttaröð upp á sex þætti sem Júlíana skrifar og leikur í ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Við grínumst um allt á milli himins og jarðar í þessum þáttum. Leyfum fólki að kynnast persónum vel og sköpum þannig tengsl,“ segir Júlíana og bætir við að týpurnar séu mikið til fengnar lánaðar úr daglegu lífi þeirra beggja: „Það þekkja allir eitthvað í þessum persónum,“ segir hún og skellir upp úr. Aðspurð um hvort þær stöllur hafi meðvitað ætlað sér að standa uppi í hárinu á karllægum heimi grínista segir Júlíana svo vera: „Kynjaskiptingin var okkur mjög hugleikin og við ákváðum strax að við vildum hafa þetta okkar, við stelpurnar með okkar grín.“ Báðar eru þær menntaðar leikkonur, Júlíana frá Rose Bruford í Bretlandi en Vala er að útskrifast frá Listaháskóla Íslands á næstunni. Verða þættirnir sex talsins. Þær eru að vonum spenntar fyrir frumrauninni og iða í skinninu eftir viðbrögðum áhorfenda. „Vala fer svo að vinna í Borgarleikhúsinu í sumar og ég ætla að eignast barn, gifta mig og flytja,“ segir Júlíana hin kátasta í lokin.Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Júlíönu og Völu úr Íslandi í dag þar sem meðal annars eru sýnd nokkur atriði úr þættinum. Bíó og sjónvarp Þær tvær Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Þetta eru grínþættir sem upphaflega áttu að vera leikrit. Svo var þetta svo sketsalegt að við ákváðum að fara frekar með þetta í sjónvarpið,“ segir Júlíana Sara Gunnarsdóttir, annar helmingur tvíeykisins Þær tvær. Grínþættirnir Þær tvær fara í loftið á Stöð 2 í lok júní en um ræðir grínþáttaröð upp á sex þætti sem Júlíana skrifar og leikur í ásamt Völu Kristínu Eiríksdóttur. „Við grínumst um allt á milli himins og jarðar í þessum þáttum. Leyfum fólki að kynnast persónum vel og sköpum þannig tengsl,“ segir Júlíana og bætir við að týpurnar séu mikið til fengnar lánaðar úr daglegu lífi þeirra beggja: „Það þekkja allir eitthvað í þessum persónum,“ segir hún og skellir upp úr. Aðspurð um hvort þær stöllur hafi meðvitað ætlað sér að standa uppi í hárinu á karllægum heimi grínista segir Júlíana svo vera: „Kynjaskiptingin var okkur mjög hugleikin og við ákváðum strax að við vildum hafa þetta okkar, við stelpurnar með okkar grín.“ Báðar eru þær menntaðar leikkonur, Júlíana frá Rose Bruford í Bretlandi en Vala er að útskrifast frá Listaháskóla Íslands á næstunni. Verða þættirnir sex talsins. Þær eru að vonum spenntar fyrir frumrauninni og iða í skinninu eftir viðbrögðum áhorfenda. „Vala fer svo að vinna í Borgarleikhúsinu í sumar og ég ætla að eignast barn, gifta mig og flytja,“ segir Júlíana hin kátasta í lokin.Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Júlíönu og Völu úr Íslandi í dag þar sem meðal annars eru sýnd nokkur atriði úr þættinum.
Bíó og sjónvarp Þær tvær Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira