Höfum við efni á svona eftirliti og ákæruvaldi? Skjóðan skrifar 27. maí 2015 11:00 Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 650 milljóna sekt á Byko vegna meints verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar. Einungis eru örfáar vikur frá því Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ellefu af tólf sakborningum í sakamáli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar vegna þessa sama meinta samráðs. Einn starfsmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til samráðs. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var afdráttarlaus. Ekki var um ólögmætt samráð milli starfsmanna fyrirtækjanna að ræða heldur var samkeppnin einmitt mjög virk. Hvernig getur þá staðið á því að Samkeppniseftirlitið leggur 650 milljóna sekt vegna sakargifta sem Héraðsdómur er búinn að dæma að eigi ekki við nein rök að styðjast? Jú, ástæðan virðist vera sú að fyrri eigandi Húsasmiðjunnar gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári, viðurkenndi samkeppnisbrot í málinu og greiddi stjórnvaldssekt. Fyrri eigandi Húsasmiðjunnar var eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans og sáttin var gerð í tengslum við sölu á Húsasmiðjunni til erlendra kaupenda. Án sáttagjörðarinnar hefði salan ekki gengið í gegn og í því ljósi er nauðsynlegt að skoða viðurkenninguna á samkeppnisbrotum. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað sýknudómum Héraðsdóms til Hæstaréttar og erfitt er að verjast þeirri hugsun að sektarálagning á Byko, sem hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þjóni þeim tilgangi helst að hafa áhrif á málsmeðferð og niðurstöðu Hæstaréttar. Mikið er í húfi. Samkvæmt Kjarnanum hefur 31 starfsmaður sérstaks saksóknara varið 11.854 stundum við rannsókn málsins. Ótalinn er tíminn sem fór í málflutninginn sjálfan og engar upplýsingar hafa fengist hjá Samkeppniseftirlitinu um tímafjöldann þar. Ríkið var dæmt til að greiða 90 milljónir í málsvarnarlaun fyrir Héraðsdómi og ekki er ósennilegt að heildarkostnaður skattgreiðenda vegna málsins hafi numið hátt í 400 milljónum króna. Og um hvaðsnerist þetta mál? Jú, það snerist um að starfsmenn Byko hringdu í starfsmenn Húsasmiðjunnar til að spyrja um verð á tilteknum vörum og öfugt. Þetta er svipað og þegar starfsmenn tiltekinna verslanakeðja heimsækja verslanir annarra verslanakeðja til að kanna og skrá verð á völdum vörum, en slíkt er alsiða. Enda var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þessi upplýsingaöflun bæri vott um virka samkeppni en ekki verðsamráð. Hægter að mæla kostnaðinn sem lendir á skattborgurum þegar eftirlitsstofnanir og ákæruvald fara offari gegn fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Erfiðara er að meta það tjón sem neytendur og fyrirtæki verða fyrir vegna slíks. Verði 650 milljóna sekt Byko staðfest fer hún út í verðlag – annað er ómögulegt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 650 milljóna sekt á Byko vegna meints verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar. Einungis eru örfáar vikur frá því Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ellefu af tólf sakborningum í sakamáli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar vegna þessa sama meinta samráðs. Einn starfsmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til samráðs. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var afdráttarlaus. Ekki var um ólögmætt samráð milli starfsmanna fyrirtækjanna að ræða heldur var samkeppnin einmitt mjög virk. Hvernig getur þá staðið á því að Samkeppniseftirlitið leggur 650 milljóna sekt vegna sakargifta sem Héraðsdómur er búinn að dæma að eigi ekki við nein rök að styðjast? Jú, ástæðan virðist vera sú að fyrri eigandi Húsasmiðjunnar gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári, viðurkenndi samkeppnisbrot í málinu og greiddi stjórnvaldssekt. Fyrri eigandi Húsasmiðjunnar var eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans og sáttin var gerð í tengslum við sölu á Húsasmiðjunni til erlendra kaupenda. Án sáttagjörðarinnar hefði salan ekki gengið í gegn og í því ljósi er nauðsynlegt að skoða viðurkenninguna á samkeppnisbrotum. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað sýknudómum Héraðsdóms til Hæstaréttar og erfitt er að verjast þeirri hugsun að sektarálagning á Byko, sem hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þjóni þeim tilgangi helst að hafa áhrif á málsmeðferð og niðurstöðu Hæstaréttar. Mikið er í húfi. Samkvæmt Kjarnanum hefur 31 starfsmaður sérstaks saksóknara varið 11.854 stundum við rannsókn málsins. Ótalinn er tíminn sem fór í málflutninginn sjálfan og engar upplýsingar hafa fengist hjá Samkeppniseftirlitinu um tímafjöldann þar. Ríkið var dæmt til að greiða 90 milljónir í málsvarnarlaun fyrir Héraðsdómi og ekki er ósennilegt að heildarkostnaður skattgreiðenda vegna málsins hafi numið hátt í 400 milljónum króna. Og um hvaðsnerist þetta mál? Jú, það snerist um að starfsmenn Byko hringdu í starfsmenn Húsasmiðjunnar til að spyrja um verð á tilteknum vörum og öfugt. Þetta er svipað og þegar starfsmenn tiltekinna verslanakeðja heimsækja verslanir annarra verslanakeðja til að kanna og skrá verð á völdum vörum, en slíkt er alsiða. Enda var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þessi upplýsingaöflun bæri vott um virka samkeppni en ekki verðsamráð. Hægter að mæla kostnaðinn sem lendir á skattborgurum þegar eftirlitsstofnanir og ákæruvald fara offari gegn fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Erfiðara er að meta það tjón sem neytendur og fyrirtæki verða fyrir vegna slíks. Verði 650 milljóna sekt Byko staðfest fer hún út í verðlag – annað er ómögulegt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira