Höfum við efni á svona eftirliti og ákæruvaldi? Skjóðan skrifar 27. maí 2015 11:00 Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 650 milljóna sekt á Byko vegna meints verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar. Einungis eru örfáar vikur frá því Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ellefu af tólf sakborningum í sakamáli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar vegna þessa sama meinta samráðs. Einn starfsmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til samráðs. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var afdráttarlaus. Ekki var um ólögmætt samráð milli starfsmanna fyrirtækjanna að ræða heldur var samkeppnin einmitt mjög virk. Hvernig getur þá staðið á því að Samkeppniseftirlitið leggur 650 milljóna sekt vegna sakargifta sem Héraðsdómur er búinn að dæma að eigi ekki við nein rök að styðjast? Jú, ástæðan virðist vera sú að fyrri eigandi Húsasmiðjunnar gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári, viðurkenndi samkeppnisbrot í málinu og greiddi stjórnvaldssekt. Fyrri eigandi Húsasmiðjunnar var eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans og sáttin var gerð í tengslum við sölu á Húsasmiðjunni til erlendra kaupenda. Án sáttagjörðarinnar hefði salan ekki gengið í gegn og í því ljósi er nauðsynlegt að skoða viðurkenninguna á samkeppnisbrotum. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað sýknudómum Héraðsdóms til Hæstaréttar og erfitt er að verjast þeirri hugsun að sektarálagning á Byko, sem hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þjóni þeim tilgangi helst að hafa áhrif á málsmeðferð og niðurstöðu Hæstaréttar. Mikið er í húfi. Samkvæmt Kjarnanum hefur 31 starfsmaður sérstaks saksóknara varið 11.854 stundum við rannsókn málsins. Ótalinn er tíminn sem fór í málflutninginn sjálfan og engar upplýsingar hafa fengist hjá Samkeppniseftirlitinu um tímafjöldann þar. Ríkið var dæmt til að greiða 90 milljónir í málsvarnarlaun fyrir Héraðsdómi og ekki er ósennilegt að heildarkostnaður skattgreiðenda vegna málsins hafi numið hátt í 400 milljónum króna. Og um hvaðsnerist þetta mál? Jú, það snerist um að starfsmenn Byko hringdu í starfsmenn Húsasmiðjunnar til að spyrja um verð á tilteknum vörum og öfugt. Þetta er svipað og þegar starfsmenn tiltekinna verslanakeðja heimsækja verslanir annarra verslanakeðja til að kanna og skrá verð á völdum vörum, en slíkt er alsiða. Enda var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þessi upplýsingaöflun bæri vott um virka samkeppni en ekki verðsamráð. Hægter að mæla kostnaðinn sem lendir á skattborgurum þegar eftirlitsstofnanir og ákæruvald fara offari gegn fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Erfiðara er að meta það tjón sem neytendur og fyrirtæki verða fyrir vegna slíks. Verði 650 milljóna sekt Byko staðfest fer hún út í verðlag – annað er ómögulegt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Samkeppniseftirlitið lagði á dögunum 650 milljóna sekt á Byko vegna meints verðsamráðs milli Byko og Húsasmiðjunnar. Einungis eru örfáar vikur frá því Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði ellefu af tólf sakborningum í sakamáli sem sérstakur saksóknari höfðaði gegn starfsmönnum Byko og Húsasmiðjunnar vegna þessa sama meinta samráðs. Einn starfsmaður var dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til samráðs. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur var afdráttarlaus. Ekki var um ólögmætt samráð milli starfsmanna fyrirtækjanna að ræða heldur var samkeppnin einmitt mjög virk. Hvernig getur þá staðið á því að Samkeppniseftirlitið leggur 650 milljóna sekt vegna sakargifta sem Héraðsdómur er búinn að dæma að eigi ekki við nein rök að styðjast? Jú, ástæðan virðist vera sú að fyrri eigandi Húsasmiðjunnar gerði samkomulag við Samkeppniseftirlitið á síðasta ári, viðurkenndi samkeppnisbrot í málinu og greiddi stjórnvaldssekt. Fyrri eigandi Húsasmiðjunnar var eignarhaldsfélag í eigu Landsbankans og sáttin var gerð í tengslum við sölu á Húsasmiðjunni til erlendra kaupenda. Án sáttagjörðarinnar hefði salan ekki gengið í gegn og í því ljósi er nauðsynlegt að skoða viðurkenninguna á samkeppnisbrotum. Sérstakur saksóknari hefur áfrýjað sýknudómum Héraðsdóms til Hæstaréttar og erfitt er að verjast þeirri hugsun að sektarálagning á Byko, sem hefur verið áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála, þjóni þeim tilgangi helst að hafa áhrif á málsmeðferð og niðurstöðu Hæstaréttar. Mikið er í húfi. Samkvæmt Kjarnanum hefur 31 starfsmaður sérstaks saksóknara varið 11.854 stundum við rannsókn málsins. Ótalinn er tíminn sem fór í málflutninginn sjálfan og engar upplýsingar hafa fengist hjá Samkeppniseftirlitinu um tímafjöldann þar. Ríkið var dæmt til að greiða 90 milljónir í málsvarnarlaun fyrir Héraðsdómi og ekki er ósennilegt að heildarkostnaður skattgreiðenda vegna málsins hafi numið hátt í 400 milljónum króna. Og um hvaðsnerist þetta mál? Jú, það snerist um að starfsmenn Byko hringdu í starfsmenn Húsasmiðjunnar til að spyrja um verð á tilteknum vörum og öfugt. Þetta er svipað og þegar starfsmenn tiltekinna verslanakeðja heimsækja verslanir annarra verslanakeðja til að kanna og skrá verð á völdum vörum, en slíkt er alsiða. Enda var það niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur að þessi upplýsingaöflun bæri vott um virka samkeppni en ekki verðsamráð. Hægter að mæla kostnaðinn sem lendir á skattborgurum þegar eftirlitsstofnanir og ákæruvald fara offari gegn fyrirtækjum í samkeppnisrekstri. Erfiðara er að meta það tjón sem neytendur og fyrirtæki verða fyrir vegna slíks. Verði 650 milljóna sekt Byko staðfest fer hún út í verðlag – annað er ómögulegt.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira