Taptilfinningin gleymd í Garðabæ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2015 07:00 Karlalið Stjörnunnar. 26 leikir í röð án taps. 17 sigrar l 9 jafntefli. Lentu níu sinnum undir og voru undir í samtals 212 mínútur í þessum 26 leikjum. fréttablaðið/andri Það hefur verið gaman í Garðabænum á síðasta ári. Báðir meistaraflokkarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í fótboltanum og leikmenn og stuðningsfólk Stjörnuliðsins hljóta að vera búin að steingleyma tilfinningunni sem fylgir því að tapa deildarleik. Síðasta tap Stjörnuliðs í Pepsi-deildinni kom fyrir 375 dögum, eða þegar kvennaliðið tapaði fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna 13. maí 2014. Stjörnuliðið vann næstu tólf deildarleiki sína og alls sextán af síðustu sautján leikjum sínum. Stjarnan hefur hafið nýtt tímabil á því að vinna tvo fyrstu leikina án þess að fá á sig mark. Liðið er reyndar bara í þriðja sæti þar sem bæði Breiðablik og Valur eru með betri markatölu eftir tvær fyrstu umferðirnar en það gæti breyst í næstu umferðum haldi Garðabæjarkonur áfram á sömu braut.Ekki tapað undir stjórn Rúnars Karlaliðið hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar og síðasta tap liðsins í Pepsi-deildinni var í Kaplakrika 28. september 2013 eða fyrir rétt tæpum tuttugu mánuðum. Karlaliðið hefur ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum Pepsi-deildarinnar í sumar og er því alls búið að leika 26 leiki í röð án þess að tapa. Stjörnumenn gerðu reyndar jafntefli við Víkinga í síðasta leik eftir að hafa lent tvisvar undir. Það var í fyrsta sinn í sumar og í fyrsta sinn í síðustu níu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni þar sem liðið lendir undir í leik. Í þessum 26 leikjum hefur Stjarnan lent níu sinnum undir og verið undir í samtals 189 mínútur af 2.340 eða aðeins í átta prósent af leiktímanum. Stjarnan var búin að spila þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fyrra þegar Stjörnukonur töpuðu sínum leik í 1. umferð kvennadeildarinnar. Stjörnuliðin hafa þar með ekki tapað í síðustu 42 leikjum sínum í Pepsi-deildunum.Kvennalið Stjörnunnar. 19 leikir í röð án taps. 18 sigrar l 1 jafntefli. Lentu tvisvar sinnum undir og voru undir í samtals 58 mínútur í þessum 19 leikjum.fréttablaðið/andriEinsdæmi í íslenskum fótbolta Þetta hlýtur að vera einsdæmi í íslenskri knattspyrnusögu hjá félagi sem hefur verið með báða meistaraflokka sína í efstu deild á sama tíma. KR-liðin léku sem dæmi 26 leiki í röð án taps 2002 til 2003 og 23 leiki í röð án taps 1999-2000 og Valsliðin léku 20 leiki án taps 2006 og 19 leiki án taps 1978-1979 og 2006-07. Það voru Stjörnukonur sem töpuðu síðast en það „slys“ kom í fyrsta leik eftir fullkomið tímabil á undan, þar sem liðið vann alla átján leiki sína með markatölunni 69-6. Auk þess hefur Stjörnuliðið unnið alla fjóra bikarleiki sína og alla úrslitaleiki sína sem þýðir að liðið er nú handhafi allra titlanna fjögurra sem barist er um í íslenska kvennafótboltanum. Stjörnukonur hafa reyndar aðeins lent tvisvar undir í síðustu 19 leikjum sínum og mótherjarnir hafa aðeins haldið forystu í samtals 58 mínútur í þessum leikjum. Það er því ekki nóg með að Stjörnuliðin séu taplaus í síðustu 42 leikjum sínum, þau hafa bara verið undir í samanlagt 247 mínútur í þeim eða aðeins í 6,5 prósent af leiktímanum. Það er líka athyglisvert að skoða tapleiki annarra félaga sem hafa verið með báða meistaraflokka sína í Pepsi-deildinni á sama tíma. Blikar koma þar næst með sex tapleiki og eru í nokkrum sérflokki í öðru sætinu. Fyrir forvitna þá munu Stjörnuliðin hafa náð fimmtugasta leiknum verði þau enn ósigruð 17. júní, eða fram yfir leik karlaliðsins á Fylkisvelli 15. júní. Þangað til eru fjórir leikir hjá hvoru félagi, þar af fimm þeirra á heimavelli. Það reynir samt á tapleysið á næstunni því karlaliðið mætir FH í toppslag Pepsi-deildar karla á þriðjudaginn og kvennaliðið mætir svo Val og Breiðabliki með fjögurra daga millibili í byrjun júní, en öll þessi þrjú lið eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Svo eru það öll hin liðin, því það hlýtur að vera orðið kappsmál hjá öllum liðum Pepsi-deildanna að sýna fram á það að Garðbæingar geti tapað fyrir íslensku liði. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Það hefur verið gaman í Garðabænum á síðasta ári. Báðir meistaraflokkarnir eru ríkjandi Íslandsmeistarar í fótboltanum og leikmenn og stuðningsfólk Stjörnuliðsins hljóta að vera búin að steingleyma tilfinningunni sem fylgir því að tapa deildarleik. Síðasta tap Stjörnuliðs í Pepsi-deildinni kom fyrir 375 dögum, eða þegar kvennaliðið tapaði fyrir Breiðabliki í 1. umferð Pepsi-deildar kvenna 13. maí 2014. Stjörnuliðið vann næstu tólf deildarleiki sína og alls sextán af síðustu sautján leikjum sínum. Stjarnan hefur hafið nýtt tímabil á því að vinna tvo fyrstu leikina án þess að fá á sig mark. Liðið er reyndar bara í þriðja sæti þar sem bæði Breiðablik og Valur eru með betri markatölu eftir tvær fyrstu umferðirnar en það gæti breyst í næstu umferðum haldi Garðabæjarkonur áfram á sömu braut.Ekki tapað undir stjórn Rúnars Karlaliðið hefur enn ekki tapað deildarleik undir stjórn Rúnars Páls Sigmundssonar og síðasta tap liðsins í Pepsi-deildinni var í Kaplakrika 28. september 2013 eða fyrir rétt tæpum tuttugu mánuðum. Karlaliðið hefur ekki tapað í fyrstu fjórum leikjum Pepsi-deildarinnar í sumar og er því alls búið að leika 26 leiki í röð án þess að tapa. Stjörnumenn gerðu reyndar jafntefli við Víkinga í síðasta leik eftir að hafa lent tvisvar undir. Það var í fyrsta sinn í sumar og í fyrsta sinn í síðustu níu leikjum liðsins í Pepsi-deildinni þar sem liðið lendir undir í leik. Í þessum 26 leikjum hefur Stjarnan lent níu sinnum undir og verið undir í samtals 189 mínútur af 2.340 eða aðeins í átta prósent af leiktímanum. Stjarnan var búin að spila þrjá leiki í Pepsi-deild karla í fyrra þegar Stjörnukonur töpuðu sínum leik í 1. umferð kvennadeildarinnar. Stjörnuliðin hafa þar með ekki tapað í síðustu 42 leikjum sínum í Pepsi-deildunum.Kvennalið Stjörnunnar. 19 leikir í röð án taps. 18 sigrar l 1 jafntefli. Lentu tvisvar sinnum undir og voru undir í samtals 58 mínútur í þessum 19 leikjum.fréttablaðið/andriEinsdæmi í íslenskum fótbolta Þetta hlýtur að vera einsdæmi í íslenskri knattspyrnusögu hjá félagi sem hefur verið með báða meistaraflokka sína í efstu deild á sama tíma. KR-liðin léku sem dæmi 26 leiki í röð án taps 2002 til 2003 og 23 leiki í röð án taps 1999-2000 og Valsliðin léku 20 leiki án taps 2006 og 19 leiki án taps 1978-1979 og 2006-07. Það voru Stjörnukonur sem töpuðu síðast en það „slys“ kom í fyrsta leik eftir fullkomið tímabil á undan, þar sem liðið vann alla átján leiki sína með markatölunni 69-6. Auk þess hefur Stjörnuliðið unnið alla fjóra bikarleiki sína og alla úrslitaleiki sína sem þýðir að liðið er nú handhafi allra titlanna fjögurra sem barist er um í íslenska kvennafótboltanum. Stjörnukonur hafa reyndar aðeins lent tvisvar undir í síðustu 19 leikjum sínum og mótherjarnir hafa aðeins haldið forystu í samtals 58 mínútur í þessum leikjum. Það er því ekki nóg með að Stjörnuliðin séu taplaus í síðustu 42 leikjum sínum, þau hafa bara verið undir í samanlagt 247 mínútur í þeim eða aðeins í 6,5 prósent af leiktímanum. Það er líka athyglisvert að skoða tapleiki annarra félaga sem hafa verið með báða meistaraflokka sína í Pepsi-deildinni á sama tíma. Blikar koma þar næst með sex tapleiki og eru í nokkrum sérflokki í öðru sætinu. Fyrir forvitna þá munu Stjörnuliðin hafa náð fimmtugasta leiknum verði þau enn ósigruð 17. júní, eða fram yfir leik karlaliðsins á Fylkisvelli 15. júní. Þangað til eru fjórir leikir hjá hvoru félagi, þar af fimm þeirra á heimavelli. Það reynir samt á tapleysið á næstunni því karlaliðið mætir FH í toppslag Pepsi-deildar karla á þriðjudaginn og kvennaliðið mætir svo Val og Breiðabliki með fjögurra daga millibili í byrjun júní, en öll þessi þrjú lið eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar. Svo eru það öll hin liðin, því það hlýtur að vera orðið kappsmál hjá öllum liðum Pepsi-deildanna að sýna fram á það að Garðbæingar geti tapað fyrir íslensku liði.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira