Hér er Icesave, um Icesave, frá… Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. maí 2015 07:00 Þjóðin hélt að hún hefði kosið Icesave út úr sínu lífi. Sú er þó ekki raunin og EFTA-dómstóllinn mun enn á ný fjalla um málið. fréttablaðið/pjetur Orðið eitt nægir til að mörgum renni kalt vatn á milli skinns og hörunds. Fá mál hafa verið rædd jafn mikið í samfélaginu og umrætt mál, þingræður um það voru legíó, Alþingi samþykkti nokkrar útfærslur á málinu og þjóðin felldi tvær þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og enn á ný er Icesave-draugurinn upp vakinn, þar sem EFTA-dómstóllinn mun taka þrjár spurningar Breta og Hollendinga til skoðunar, líklega í haust.Í sem skemmstu máli lúta spurningarnar að því hvernig uppgjöri Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) var háttað. Þegar Icesave var gert upp á sínum tíma var sjóðnum lokað, miðað var við þá upphæð sem tiltæk var í honum og Bretum og Hollendingum boðin hún gegn því að falla frá frekari kröfum. Síðan var stofnaður nýr sjóður á nýrri kennitölu, laus undan ábyrgðum þess fyrri. Sem sagt, ef sjóðurinn verður uppurinn, er þetta þá bara búið mál? Ef svarið er nei, gæti niðurstaðan allt eins orðið sú að allt fé sem fer inn í TIF í framtíðinni gangi upp í kröfurnar, sem gætu numið allt að 1.000 milljörðum króna. Það þarf ekki að velkjast í vafa um að það væri þungt högg fyrir fjármálakerfið og jafnvel ríkisvaldið. Þá má benda á að ný tilskipun um innstæðutryggingar kann að leggja ríkari skyldur á ríkin að tryggja greiðslur til innstæðueiganda en sú gamla gerði. Ef í ljós kemur að menn hafi staðið illa að lögunum um innstæðutryggingasjóðinn gæti hins vegar skapast skaðabótaskylda.Það sem EFTA-dómstóllinn mun skoða1. Samrýmist það ákvæðum EES-samningsins, einkum 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar og tryggingakerfi, þegar um kerfishrun er að ræða, að skuldbindingar fyrir fram fjármagnaðs innlánatryggingakerfis takmarkist við eignir þess á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán í skilningi 3. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar og eignirnar duga ekki til að bæta kröfu hvers innstæðueiganda að fjárhæð allt að 20.000 evrur?2. Samrýmist það tilskipun 94/19/EB að í kjölfar kerfishruns setji samningsríki lög eða stjórnvaldsfyrirmæli sem heimili fyrir fram fjármögnuðu innlánakerfi að setja á stofn nýja deild eða reikning þar sem safnað sé iðgjöldum og ákveða að þau iðgjöld skuli renna í nýju deildina eða reikninginn í því skyni að byggja upp sjóð sem eingöngu sé ætlað að mæta mögulegum framtíðaráföllum og standi ekki til greiðslu eldri skuldbindinga?3. Samrýmist það 11. gr. tilskipunar 94/19/EB að innlánatryggingakerfi samningsríkis fái frekari réttindi samkvæmt landsrétti en þann að við greiðslu úr sjóðnum yfirtaki það kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi sem svari til fjárhæðarinnar sem greidd er Alþingi Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Sjá meira
Orðið eitt nægir til að mörgum renni kalt vatn á milli skinns og hörunds. Fá mál hafa verið rædd jafn mikið í samfélaginu og umrætt mál, þingræður um það voru legíó, Alþingi samþykkti nokkrar útfærslur á málinu og þjóðin felldi tvær þeirra í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og enn á ný er Icesave-draugurinn upp vakinn, þar sem EFTA-dómstóllinn mun taka þrjár spurningar Breta og Hollendinga til skoðunar, líklega í haust.Í sem skemmstu máli lúta spurningarnar að því hvernig uppgjöri Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta (TIF) var háttað. Þegar Icesave var gert upp á sínum tíma var sjóðnum lokað, miðað var við þá upphæð sem tiltæk var í honum og Bretum og Hollendingum boðin hún gegn því að falla frá frekari kröfum. Síðan var stofnaður nýr sjóður á nýrri kennitölu, laus undan ábyrgðum þess fyrri. Sem sagt, ef sjóðurinn verður uppurinn, er þetta þá bara búið mál? Ef svarið er nei, gæti niðurstaðan allt eins orðið sú að allt fé sem fer inn í TIF í framtíðinni gangi upp í kröfurnar, sem gætu numið allt að 1.000 milljörðum króna. Það þarf ekki að velkjast í vafa um að það væri þungt högg fyrir fjármálakerfið og jafnvel ríkisvaldið. Þá má benda á að ný tilskipun um innstæðutryggingar kann að leggja ríkari skyldur á ríkin að tryggja greiðslur til innstæðueiganda en sú gamla gerði. Ef í ljós kemur að menn hafi staðið illa að lögunum um innstæðutryggingasjóðinn gæti hins vegar skapast skaðabótaskylda.Það sem EFTA-dómstóllinn mun skoða1. Samrýmist það ákvæðum EES-samningsins, einkum 1. mgr. 7. gr. tilskipunar 94/19/EB um innstæðutryggingar og tryggingakerfi, þegar um kerfishrun er að ræða, að skuldbindingar fyrir fram fjármagnaðs innlánatryggingakerfis takmarkist við eignir þess á þeim tíma sem innstæður verða ótiltæk innlán í skilningi 3. mgr. 1. gr. tilskipunarinnar og eignirnar duga ekki til að bæta kröfu hvers innstæðueiganda að fjárhæð allt að 20.000 evrur?2. Samrýmist það tilskipun 94/19/EB að í kjölfar kerfishruns setji samningsríki lög eða stjórnvaldsfyrirmæli sem heimili fyrir fram fjármögnuðu innlánakerfi að setja á stofn nýja deild eða reikning þar sem safnað sé iðgjöldum og ákveða að þau iðgjöld skuli renna í nýju deildina eða reikninginn í því skyni að byggja upp sjóð sem eingöngu sé ætlað að mæta mögulegum framtíðaráföllum og standi ekki til greiðslu eldri skuldbindinga?3. Samrýmist það 11. gr. tilskipunar 94/19/EB að innlánatryggingakerfi samningsríkis fái frekari réttindi samkvæmt landsrétti en þann að við greiðslu úr sjóðnum yfirtaki það kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi sem svari til fjárhæðarinnar sem greidd er
Alþingi Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Sjá meira