Reykvíkingar vilja að fleiri sveitarfélög borgi fyrir rekstur Sinfóníunnar Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. maí 2015 07:00 Halldór Halldórsson er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Fréttablaðið/Pjetur Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn segja hlut Reykjavíkurborgar í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands ósanngjarnan. „Borgarstjórn lýsir yfir að skylduþátttaka borgarinnar í rekstri hljómsveitarinnar með lögum sé ósanngjörn enda koma áheyrendur hennar af öllu suðvesturhorni landsins,“ segir í tillögu sem sjálfstæðismenn lögðu fram í borgarstjórn á þriðjudag. Þeir benda á að borgin greiði 18 prósent af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt lögum frá árinu 1982. Af 211 þúsund íbúum höfuðborgarsvæðisins búi 42 prósent í öðrum sveitarfélögum. „Borgarstjórn lýsir sig reiðubúna til að styðja við Sinfóníuhljómsveit Íslands en þó einungis 58 prósent af núverandi framlagi enda muni önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu greiða 42 prósent af því framlagi sem Reykjavíkurborg hefur greitt fram til þessa,“ segir í tillögunni.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á að fylgja málinu eftir.Fréttablaðið/StefánÚr varð að breytingartillaga meirihlutaflokkanna við tillögu sjálfstæðismanna var samþykkt. „Borgarstjórn skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að vinna að því að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eins og heimilt er í lögum. Takist það ekki er því beint til ráðherra að leggja fyrir Alþingi að gera breytingar á lögum,“ segir í tillögunni sem var samþykkt. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra var falið að fylgja málinu eftir. Alþingi Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fleiri fréttir Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn segja hlut Reykjavíkurborgar í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands ósanngjarnan. „Borgarstjórn lýsir yfir að skylduþátttaka borgarinnar í rekstri hljómsveitarinnar með lögum sé ósanngjörn enda koma áheyrendur hennar af öllu suðvesturhorni landsins,“ segir í tillögu sem sjálfstæðismenn lögðu fram í borgarstjórn á þriðjudag. Þeir benda á að borgin greiði 18 prósent af rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands samkvæmt lögum frá árinu 1982. Af 211 þúsund íbúum höfuðborgarsvæðisins búi 42 prósent í öðrum sveitarfélögum. „Borgarstjórn lýsir sig reiðubúna til að styðja við Sinfóníuhljómsveit Íslands en þó einungis 58 prósent af núverandi framlagi enda muni önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu greiða 42 prósent af því framlagi sem Reykjavíkurborg hefur greitt fram til þessa,“ segir í tillögunni.Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á að fylgja málinu eftir.Fréttablaðið/StefánÚr varð að breytingartillaga meirihlutaflokkanna við tillögu sjálfstæðismanna var samþykkt. „Borgarstjórn skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að vinna að því að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljómsveitar Íslands, eins og heimilt er í lögum. Takist það ekki er því beint til ráðherra að leggja fyrir Alþingi að gera breytingar á lögum,“ segir í tillögunni sem var samþykkt. Degi B. Eggertssyni borgarstjóra var falið að fylgja málinu eftir.
Alþingi Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ Innlent Fleiri fréttir Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Sjá meira