Írar kjósa um hjónabönd samkynhneigðra Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Stríðandi fylkingar heyja harða kosningabaráttu í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu. Nordicphotos/AFP Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til forseta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áberandi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Samtökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur pólitískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru samþykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkjunnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kynferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinsegin fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstudag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert. Írland Trúmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira
Írar halda þjóðaratkvæðagreiðslu á föstudag. Annars vegar verður kosið um hvort samkynja pör fái að giftast og hins vegar um að lækka kjörgengisaldur til forseta úr 35 árum í 21 ár. Enda Kenny, forsætisráðherra Írlands, hefur hvatt Íra eindregið til að samþykkja löggjöfina. Fleiri Írar hafa tjáð sig um málið. Fyrrverandi félagsmálaráðherra Írlands, Pat Carey, hefur talað fyrir frumvarpinu. Hann kom út úr skápnum sem samkynhneigður í febrúar síðastliðnum. „Ný kynslóð sér Írland fyrir sér sem góðhjartað og umburðarlynt ríki,“ sagði Carey í samtali við Washington Post. Írar eru þó ekki allir sammála. Samtökin Mothers and Fathers Matter, eða Mæður og feður skipta máli, hafa barist af mikilli hörku gegn löggjöfinni og verið áberandi á landsvísu. „Við erum að tala um breytingar á stofnun sem hefur verið þekkt sem samband eins karlmanns og einnar konu frá örófi alda,“ sagði Evana Boyle, einn talsmanna samtakanna. Samtökin hafa hamrað á því að börn eigi rétt á móður og föður og ekki skuli neita þeim um þau réttindi. Írland yrði fyrsta landið í heiminum til þess að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í þjóðaratkvæðagreiðslu ef tillagan verður samþykkt. Allt bendir til þess en skoðanakannanir á Írlandi gefa til kynna að um sjötíu prósent hyggist samþykkja. Undanfarna áratugi hefur pólitískt landslag á Írlandi breyst mikið og réttindi samkynhneigðra aukist. Ekki þarf að líta lengra aftur en til ársins 1993 til að sjá dæmi um það, en þá voru samþykkt lög um að afglæpavæða samkynhneigð eftir margra ára þrýsting frá nágrannaríkjum. Breyting á stöðu kaþólsku kirkjunnar hefur spilað lykilhlutverk í þessari þróun. Áður hefur kirkjan virkað sem siðferðislegur áttaviti fyrir Íra en í ljósi fjölmargra kynferðisafbrotamála hefur sú staða veikst mikið. Samkvæmt Alþjóðasamtökum hinsegin fólks, ILGA, býr hinsegin fólk á Írlandi við 40% lagalegt jafnrétti og er á svipuðu róli og Albanía, Georgía og Tékkland. Ef Írar kjósa með löggjöfinni á föstudag er ljóst að sú tala mun breytast talsvert.
Írland Trúmál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Sjá meira