Tökum stolt úr jöfnunni Bergur Ebbi skrifar 18. maí 2015 00:00 Það getur verið erfitt að ráða við sært stolt. Það er til dæmis landlægt vandamál hvað eigi að gera við fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir sem deildu og drottnuðu geta ekki bara hangið í heitum pottum allan daginn. Það þarf að koma þeim fyrir, setja þá í sendiherrastöður eða að minnsta kosti einhverja puntstjórnunarstöðu. Það á ekki að vera launungarmál að sært stolt hindrar baráttu fyrir kvenréttindum. Viðurkennum bara staðreyndirnar. Karlmenn réðu öllu – í stjórnmálum, viðskiptum, hernaði, listum – og þeim tíma er sem betur fer að ljúka og það er engin ástæða fyrir því að jafnrétti skuli ekki náð hratt og örugglega. Það eina sem stendur í vegi er þetta fjárans stolt sem allir þurfa að labba á eggjaskurn í kringum. Þurfum við 300 ára buffer-tímabil þar sem karlkynið (eða sá helmingur sem víkur fyrir konunum) er uppdubbað í sendiherrastöður til að halda stoltinu? Stolt er ein af dauðasyndunum sjö í kristinni trú – og það er engin tilviljun eða mannvonska sem liggur að baki þeirra þúsunda ára gömlu speki. Raunar er stoltið yfirleitt talið rót allra annarra synda og ónota – undirstaða græðgi, drambs og öfundar og að lokum ástæða styrjalda, óöryggis og sundurlyndis. Um þetta hafa verið skrifuð nokkur bókasöfn af djúpum teólógískum texta og óþarfi að ræða það neitt frekar á hversdagslegan hátt. Ég segi. Tökum stolt alveg úr jöfnunni. Hættum að taka tillit til særðs stolts karla. Það þýðir líka að kvenréttindabarátta á ekki heldur að snúast um að karlmenn eigi að vera stoltir af konum. Síðast þegar ég skrifaði um jafnréttismál eyddi ég miklu púðri í að tala um hvað ég væri stoltur af konum. En nú sé ég að mitt stolt er bara til trafala. Það þarf enginn að halda stolti eða færa stoltið yfir á eitthvað annað. Stolt er bara fyrir í þessu samhengi. Ef við höldum þessu stolt-rugli áfram þá verður jafnrétti náð eftir 300 ár. Við höfum margt þarfara við tímann að gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það getur verið erfitt að ráða við sært stolt. Það er til dæmis landlægt vandamál hvað eigi að gera við fyrrverandi stjórnmálamenn. Þeir sem deildu og drottnuðu geta ekki bara hangið í heitum pottum allan daginn. Það þarf að koma þeim fyrir, setja þá í sendiherrastöður eða að minnsta kosti einhverja puntstjórnunarstöðu. Það á ekki að vera launungarmál að sært stolt hindrar baráttu fyrir kvenréttindum. Viðurkennum bara staðreyndirnar. Karlmenn réðu öllu – í stjórnmálum, viðskiptum, hernaði, listum – og þeim tíma er sem betur fer að ljúka og það er engin ástæða fyrir því að jafnrétti skuli ekki náð hratt og örugglega. Það eina sem stendur í vegi er þetta fjárans stolt sem allir þurfa að labba á eggjaskurn í kringum. Þurfum við 300 ára buffer-tímabil þar sem karlkynið (eða sá helmingur sem víkur fyrir konunum) er uppdubbað í sendiherrastöður til að halda stoltinu? Stolt er ein af dauðasyndunum sjö í kristinni trú – og það er engin tilviljun eða mannvonska sem liggur að baki þeirra þúsunda ára gömlu speki. Raunar er stoltið yfirleitt talið rót allra annarra synda og ónota – undirstaða græðgi, drambs og öfundar og að lokum ástæða styrjalda, óöryggis og sundurlyndis. Um þetta hafa verið skrifuð nokkur bókasöfn af djúpum teólógískum texta og óþarfi að ræða það neitt frekar á hversdagslegan hátt. Ég segi. Tökum stolt alveg úr jöfnunni. Hættum að taka tillit til særðs stolts karla. Það þýðir líka að kvenréttindabarátta á ekki heldur að snúast um að karlmenn eigi að vera stoltir af konum. Síðast þegar ég skrifaði um jafnréttismál eyddi ég miklu púðri í að tala um hvað ég væri stoltur af konum. En nú sé ég að mitt stolt er bara til trafala. Það þarf enginn að halda stolti eða færa stoltið yfir á eitthvað annað. Stolt er bara fyrir í þessu samhengi. Ef við höldum þessu stolt-rugli áfram þá verður jafnrétti náð eftir 300 ár. Við höfum margt þarfara við tímann að gera.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun