Land tukthúsanna Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. maí 2015 07:00 Hvergi sitja fleiri dæmdir sakamenn í fangelsi hlutfallslega en í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru nálægt fimm af hundraði mannkyns, þó lætur nærri að 25 prósent refsifanga í tukthúsum heimsins séu Bandaríkjamenn, sem þýðir að fimm sinnum fleiri Bandaríkjamenn þurfa að þola tukthúsvist en aðrir. Þeldökkir Bandaríkjamenn eru sjö sinnum líklegri til að lenda í fangelsi en hvítir landar þeirra. Þeir eru fjórtán prósent þjóðarinnar en um 40 af hundraði refsifanga. Mannréttindasamtök halda því fram, að þetta hlutfall endurspegli innbyggt misrétti, sem eigi sér langa sögu. Lögregla sæki harðar gagnvart þeldökkum og þeir fái þyngri dóma en hvítir. Þetta er ein undirrót þeirrar blóðugu úlfúðar, sem brotist hefur út í borgum Bandaríkjanna undanfarið, nú síðast í Baltimore. Þarna glittir í ljótustu hlið allsnægtasamfélagsins í vestri. Það er merkilegra sökum þess, að glæpum fækkar þar eins og í vestrænum ríkjum. Fólk er að vakna til vitundar um að eitthvað meira en lítið er bogið við sjálft kerfið. Tapað stríð gegn eiturlyfjum veldur miklu. Stór hluti refsifanga afplánar dóma fyrir minni háttar fíkniefnabrot. Vísbendingar eru um, að einkavæddur fangelsisiðnaður geri illt verra. Hann þjóni eigendum sínum frekar en almenningi. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri sitja bak við lás og slá. Fangelsisiðnaðurinn leggur grunsamlega mikið upp úr því, að ekki verði gefið eftir í stríðinu gegn fíkniefnum. Ætla mætti að glæpagengjum yxi ásmegin. Ofbeldisglæpir fá gríðarlega athygli, einkum í sjónvarpi. Fyrir vikið telja tæplega 70 prósent Bandaríkjamanna að glæpaöldur rísi hærra og hærra. Það er rangt. Glæpum fækkar ár frá ári. Í febrúar urðu þau tíðindi í New York fylki, að færri féllu fyrir morðingjahendi en nokkru sinni síðan skráning hófst. Álykta mætti, að þungar refsingar ættu drjúgan þátt í þessum umskiptum. Svo er ekki. Afbrotamenn forherðast í fangelsi og verða líklegri til að feta glæpabrautina að afplánun lokinni. Fælingarmáttur tukthúsvistar mun því vera lítill. Jákvæð þróun er frekar rakin til minni áfengisdrykkju ungs fólks, hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og færri freistinga á götum úti. Reiðufé, sem glæpamenn sóttu í áður, er nánast horfið af sjónarsviðinu. Inn í þetta fléttast vopnaburður lögreglu. Efasemdir um að lögreglumaður með byssu komi í veg fyrir glæpi, fá meiri hljómgrunn. Byssan kalli bara á aðra byssu og kyndi undir óhuggulegu vopnakapphlaupi á götunum. Í öðrum löndum, þar sem lögregla er óvopnuð, er þróunin á sömu lund. Glæpum fækkar, óháð vopnaburði lögreglu. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. En þegar kemur að löggæslu, refsidómum og tukthúsum er fáar fyrirmyndir þangað að sækja. Það er beinlínis hrollvekjandi, að því skuli haldið fram með góðum rökum, að í siðuðu landi séu tukthús gróðalind, sem þjóni þröngum hagsmunum eigenda sinna – gegn hagsmunum heildarinnar. Talsmönnum lögreglu á Íslandi er vinsamlegast bent á að horfa annað en til Bandaríkjanna þegar fyrirmynda á sviði löggæslu er leitað. Hér búum við við það að fangar eru tiltölulega fáir og glæpir fátíðari en víðast hvar. Það er í sjálfu sér ekki margt sem kallar á róttækar breytingar. Ísland er þrátt fyrir allt friðsælt land. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Hvergi sitja fleiri dæmdir sakamenn í fangelsi hlutfallslega en í Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn eru nálægt fimm af hundraði mannkyns, þó lætur nærri að 25 prósent refsifanga í tukthúsum heimsins séu Bandaríkjamenn, sem þýðir að fimm sinnum fleiri Bandaríkjamenn þurfa að þola tukthúsvist en aðrir. Þeldökkir Bandaríkjamenn eru sjö sinnum líklegri til að lenda í fangelsi en hvítir landar þeirra. Þeir eru fjórtán prósent þjóðarinnar en um 40 af hundraði refsifanga. Mannréttindasamtök halda því fram, að þetta hlutfall endurspegli innbyggt misrétti, sem eigi sér langa sögu. Lögregla sæki harðar gagnvart þeldökkum og þeir fái þyngri dóma en hvítir. Þetta er ein undirrót þeirrar blóðugu úlfúðar, sem brotist hefur út í borgum Bandaríkjanna undanfarið, nú síðast í Baltimore. Þarna glittir í ljótustu hlið allsnægtasamfélagsins í vestri. Það er merkilegra sökum þess, að glæpum fækkar þar eins og í vestrænum ríkjum. Fólk er að vakna til vitundar um að eitthvað meira en lítið er bogið við sjálft kerfið. Tapað stríð gegn eiturlyfjum veldur miklu. Stór hluti refsifanga afplánar dóma fyrir minni háttar fíkniefnabrot. Vísbendingar eru um, að einkavæddur fangelsisiðnaður geri illt verra. Hann þjóni eigendum sínum frekar en almenningi. Tekjur fangelsanna aukast eftir því sem fleiri sitja bak við lás og slá. Fangelsisiðnaðurinn leggur grunsamlega mikið upp úr því, að ekki verði gefið eftir í stríðinu gegn fíkniefnum. Ætla mætti að glæpagengjum yxi ásmegin. Ofbeldisglæpir fá gríðarlega athygli, einkum í sjónvarpi. Fyrir vikið telja tæplega 70 prósent Bandaríkjamanna að glæpaöldur rísi hærra og hærra. Það er rangt. Glæpum fækkar ár frá ári. Í febrúar urðu þau tíðindi í New York fylki, að færri féllu fyrir morðingjahendi en nokkru sinni síðan skráning hófst. Álykta mætti, að þungar refsingar ættu drjúgan þátt í þessum umskiptum. Svo er ekki. Afbrotamenn forherðast í fangelsi og verða líklegri til að feta glæpabrautina að afplánun lokinni. Fælingarmáttur tukthúsvistar mun því vera lítill. Jákvæð þróun er frekar rakin til minni áfengisdrykkju ungs fólks, hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar og færri freistinga á götum úti. Reiðufé, sem glæpamenn sóttu í áður, er nánast horfið af sjónarsviðinu. Inn í þetta fléttast vopnaburður lögreglu. Efasemdir um að lögreglumaður með byssu komi í veg fyrir glæpi, fá meiri hljómgrunn. Byssan kalli bara á aðra byssu og kyndi undir óhuggulegu vopnakapphlaupi á götunum. Í öðrum löndum, þar sem lögregla er óvopnuð, er þróunin á sömu lund. Glæpum fækkar, óháð vopnaburði lögreglu. Margt er vel gert í Bandaríkjunum. En þegar kemur að löggæslu, refsidómum og tukthúsum er fáar fyrirmyndir þangað að sækja. Það er beinlínis hrollvekjandi, að því skuli haldið fram með góðum rökum, að í siðuðu landi séu tukthús gróðalind, sem þjóni þröngum hagsmunum eigenda sinna – gegn hagsmunum heildarinnar. Talsmönnum lögreglu á Íslandi er vinsamlegast bent á að horfa annað en til Bandaríkjanna þegar fyrirmynda á sviði löggæslu er leitað. Hér búum við við það að fangar eru tiltölulega fáir og glæpir fátíðari en víðast hvar. Það er í sjálfu sér ekki margt sem kallar á róttækar breytingar. Ísland er þrátt fyrir allt friðsælt land.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun