Ljóstrað upp leyndarmáli á Instagram Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 13. maí 2015 15:00 Sjónvarpsþáttaraðirnar Sex and the City og kvikmyndirnar tvær sem fylgdu í kjölfarið hafa notið talsverðra vinsælda. Vísir/Getty Leikkonan Sarah Jessica Parker deildi mynd af sér á Instagram-reikningi sínum sem vakti umræðu um að þriðja Sex and the City-myndin, eða Beðmál í borginni eins og það útleggst á íslensku, væri hugsanleg. Parker deildi mynd af sér þar sem hún sést arka út úr stórversluninni Bloomingdales með einkennisinnkaupapoka verslunarinnar í hendi. Undir myndina skrifaði hún að hún væri bundin þagnareiði en myndi, líkt og venjulega, upplýsa aðdáendur um öll atriði um leið og hægt væri. Myndin kveikti von í brjósti margra aðdáenda um að hér væri um að ræða staðfestingu á því að þriðja myndin í Sex and the City-röðinni væri í bígerð en Warner Bros-stúdíóið, sem framleitt hefur myndirnar, sendi út tilkynningu í kjölfarið um að Instagram-myndin væri ekki í neinum tengslum við Sex and the City og vilja sumir því geta sér til um það að Parker stefni á að selja skólínu sína í Bloomingdales, en skórnir hafa fram til þessa verið falir í Neiman Marcus, Nordstrom og Zappos Couture. Sex and the City-myndirnar eru orðnar tvær og eru þær gerðar eftir að hinar vinsælu samnefndu þáttaraðir luku göngu sinni. Alls voru framleiddar sex þáttaraðir og með aðalhlutverk, auk Parker, fóru þær Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia Nixon. Hér má sjá myndina sem Sarah Jessica Parker birti á Instagram síðu sinni. Well. I guess the cat's out of the (little brown) bag. As usual, we will keep you posted on every detail as we are able. I'm under a strict gag order until then. Xx, Sj A photo posted by SJP (@sarahjessicaparker) on May 11, 2015 at 1:03pm PDT Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Leikkonan Sarah Jessica Parker deildi mynd af sér á Instagram-reikningi sínum sem vakti umræðu um að þriðja Sex and the City-myndin, eða Beðmál í borginni eins og það útleggst á íslensku, væri hugsanleg. Parker deildi mynd af sér þar sem hún sést arka út úr stórversluninni Bloomingdales með einkennisinnkaupapoka verslunarinnar í hendi. Undir myndina skrifaði hún að hún væri bundin þagnareiði en myndi, líkt og venjulega, upplýsa aðdáendur um öll atriði um leið og hægt væri. Myndin kveikti von í brjósti margra aðdáenda um að hér væri um að ræða staðfestingu á því að þriðja myndin í Sex and the City-röðinni væri í bígerð en Warner Bros-stúdíóið, sem framleitt hefur myndirnar, sendi út tilkynningu í kjölfarið um að Instagram-myndin væri ekki í neinum tengslum við Sex and the City og vilja sumir því geta sér til um það að Parker stefni á að selja skólínu sína í Bloomingdales, en skórnir hafa fram til þessa verið falir í Neiman Marcus, Nordstrom og Zappos Couture. Sex and the City-myndirnar eru orðnar tvær og eru þær gerðar eftir að hinar vinsælu samnefndu þáttaraðir luku göngu sinni. Alls voru framleiddar sex þáttaraðir og með aðalhlutverk, auk Parker, fóru þær Kim Cattrall, Kristin Davis og Cynthia Nixon. Hér má sjá myndina sem Sarah Jessica Parker birti á Instagram síðu sinni. Well. I guess the cat's out of the (little brown) bag. As usual, we will keep you posted on every detail as we are able. I'm under a strict gag order until then. Xx, Sj A photo posted by SJP (@sarahjessicaparker) on May 11, 2015 at 1:03pm PDT
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Fleiri fréttir „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira