Mætti í ráðuneytið og áminnti ráðherra Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 1. maí 2015 11:00 Síðustu vikur hefur Guðrún Einarsdóttir, 82 ára ellilífeyrisþegi, barist fyrir bættum réttindum eldri borgara landsins. Hún mótmælti því að lífeyrisþegar missi lífeyri þegar þeir dvelja langdvölum á sjúkrastofnun eða dvalarheimili og hélt blaðamannafund á heimili sínu þegar það var hlutskipti hennar sjálfrar. Guðrún heldur baráttu sinni áfram og vill að greiðsluþátttöku aldraða verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Þá vill hún að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra sem gæti hagsmuna þeirra. „Nú er ég mætt hingað í ráðuneytið með vinalega áminningu til ráðherra, ég fæ reyndar ekki að hitta hana heldur Matthías, aðstoðarmann hennar,“ segir Guðrún þar sem hún bíður á biðstofu í ráðuneytinu. Með henni í för er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur, sem hefur ákveðið að veita Guðrúnu liðsinni í baráttunni. „Í gegnum Guðrúnu hef ég kynnst því hvernig stjórnvaldið vinnur og sé þörf á breytingum. Það gengur ekki að hafa málefni aldraða í tveimur ráðuneytum á herðum tveggja ráðherra.“Guðrún lætur ekki deigan síga. Vísir/ValliÞingsályktunartillaga liggur fyrir Alþingi um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og Guðrúnu er umhugað um að tillagan verði tekin alvarlega en hugmyndin er ekki ný af nálinni. Á Alþingi veturinn 1996-1997 flutti Guðmundur Hallvarðsson tillögu um stofnun þessa embættis. Árið 2007 samþykkti Félag eldri borgara ályktun um að eldri borgarar fengju umboðsmann. „Bág staða aldraðra er auðmýkjandi og hana þarf að leiðrétta og hananú, ég vitna í orð Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala. Það vantar fimm hundruð rými á næstu fimm árum. Við verðum að berjast, því við verðum öll gömul, er það ekki?“ segir Guðrún sem hefur fylgst vel með fréttum af stöðu aldraðra sem geta ekki útskrifast af spítölum vegna úrræðaleysis. Matthías Imsland opnar hurð til hálfs. „Guðrún,“ kallar hann hvellt og boðar hana til sín. Hún fær aðstoð Sigrúnar Huldar við að komast inn ganginn og í fundarherbergið. Hún hefur ekki enn fengið sérstaka ökklaskó sem hún sótti um að fá fyrir meira en mánuði og þarf því ríkan stuðning. Á fundinum lagði Guðrún svo fram kröfu sína og áminningu. „Ég bað um að þetta yrði leiðrétt 1. júlí og leiðrétt aftur í tímann það sem hefur verið tekið af.“ Alþingi Tengdar fréttir Guðrún fær framlengingu Fær greitt í þrjá mánuði. 25. mars 2015 07:00 „Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30 Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Síðustu vikur hefur Guðrún Einarsdóttir, 82 ára ellilífeyrisþegi, barist fyrir bættum réttindum eldri borgara landsins. Hún mótmælti því að lífeyrisþegar missi lífeyri þegar þeir dvelja langdvölum á sjúkrastofnun eða dvalarheimili og hélt blaðamannafund á heimili sínu þegar það var hlutskipti hennar sjálfrar. Guðrún heldur baráttu sinni áfram og vill að greiðsluþátttöku aldraða verði breytt þannig að aldraðir haldi fjárhagslegu sjálfstæði og greiðslur vasapeninga lagðar af. Þá vill hún að stofnað verði embætti umboðsmanns aldraðra sem gæti hagsmuna þeirra. „Nú er ég mætt hingað í ráðuneytið með vinalega áminningu til ráðherra, ég fæ reyndar ekki að hitta hana heldur Matthías, aðstoðarmann hennar,“ segir Guðrún þar sem hún bíður á biðstofu í ráðuneytinu. Með henni í för er Sigrún Huld Þorgrímsdóttir öldrunarhjúkrunarfræðingur, sem hefur ákveðið að veita Guðrúnu liðsinni í baráttunni. „Í gegnum Guðrúnu hef ég kynnst því hvernig stjórnvaldið vinnur og sé þörf á breytingum. Það gengur ekki að hafa málefni aldraða í tveimur ráðuneytum á herðum tveggja ráðherra.“Guðrún lætur ekki deigan síga. Vísir/ValliÞingsályktunartillaga liggur fyrir Alþingi um stofnun embættis umboðsmanns aldraðra og Guðrúnu er umhugað um að tillagan verði tekin alvarlega en hugmyndin er ekki ný af nálinni. Á Alþingi veturinn 1996-1997 flutti Guðmundur Hallvarðsson tillögu um stofnun þessa embættis. Árið 2007 samþykkti Félag eldri borgara ályktun um að eldri borgarar fengju umboðsmann. „Bág staða aldraðra er auðmýkjandi og hana þarf að leiðrétta og hananú, ég vitna í orð Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala. Það vantar fimm hundruð rými á næstu fimm árum. Við verðum að berjast, því við verðum öll gömul, er það ekki?“ segir Guðrún sem hefur fylgst vel með fréttum af stöðu aldraðra sem geta ekki útskrifast af spítölum vegna úrræðaleysis. Matthías Imsland opnar hurð til hálfs. „Guðrún,“ kallar hann hvellt og boðar hana til sín. Hún fær aðstoð Sigrúnar Huldar við að komast inn ganginn og í fundarherbergið. Hún hefur ekki enn fengið sérstaka ökklaskó sem hún sótti um að fá fyrir meira en mánuði og þarf því ríkan stuðning. Á fundinum lagði Guðrún svo fram kröfu sína og áminningu. „Ég bað um að þetta yrði leiðrétt 1. júlí og leiðrétt aftur í tímann það sem hefur verið tekið af.“
Alþingi Tengdar fréttir Guðrún fær framlengingu Fær greitt í þrjá mánuði. 25. mars 2015 07:00 „Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30 Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00 Mest lesið „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent The Vivienne er látin Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Stjórnmálamenn gera ekki neitt“ Guðrún Einarsdóttir segir stjórnmálamenn lofa öllu fögru þegar bæta á kjör eldri borgara en standa síðan ekki við neitt. 24. mars 2015 19:30
Sett nauðug á vasapeninga Guðrún Einarsdóttir er 82 ára öryrki. Hún er á bið eftir hjúkrunarheimili og mun þurfa að lifa af rúmlega 50 þúsund krónum á mánuði. Sú fjárhæð dugar ekki fyrir brýnum nauðsynjum. 24. mars 2015 07:00