Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2025 16:43 Heiðar Guðjónsson fjárfestir er fyrrverandi stjórnarformaður olíuleitarfélagsins Eykon Energy ehf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. „Ég bara fagna hans sjónarmiðum í þessu, vegna þess að það skiptir rosalega miklu máli að nýta auðlindir við Ísland á ábyrgan hátt, og það er gott fyrir okkur, nágranna okkar, og gott fyrir umhverfið,“ segir Heiðar. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að hann sæi ekki ástæðu til að banna olíuleit á Drekasvæðinu. Lögin væru skýr, hver sem er gæti sótt um leyfi til að leita að olíu og farið í mælingar og jafnvel grunna borun á hafsbotni. Hins vegar væri óábyrgt af ríkinu að ýta sérstaklega undir olíuleit, í ljósi þess hvernig hún endaði síðast. Tilefni viðtalsins var skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið, þar sem fram kom að stór hluti þjóðarinnar væri fylgjandi því að hefja olíuleit í íslenskri lögsögu á ný. Í mars á þessu ári hafði Jóhann Páll sagt að það væri ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að gefa út olíuleitarleyfi. Verkefni ríkisstjórnarinnar væri að halda áfram að fasa út jarðefnaeldsneyti. Sterkir aðilar byrjaðir að skoða málið Heiðar Guðjónsson segir að aðkoma alþjóðlegra stórfyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu sé á borðinu. „Vonandi bara núna í vetur þá verður hægt að koma með aðila sem eru algjörlega upplýstir um hvernig jarðfræðin er þarna, og hvernig verklagið þarf að vera og annað. Það tekur alltaf smá tíma að koma þessum upplýsingum alla leið, en það eru aðilar sem eru búnir að vera skoða þetta, og eru byrjaðir að skoða þetta.“ „Þannig ég er bara mjög bjartsýnn á það, að það sé hægt að koma með aðila sem þá sækja um vinnslu- og leitarleyfi,“ segir Heiðar. Um sé að ræða stóra og sterka aðila, alþjóðleg fyrirtæki og viðurkennda sérfræðinga í þessum málum. Hagkvæmara að nota gas en kol Heiðar segir að orkugjafar eins og vindorka og sólarorka séu óstöðugri orkugjafar en jarðefnaeldsneyti. „Það er nefnilega þannig að eftir að menn fóru svona mikið í grænu orkugjafana eins og þeir kölluðu þá, sól og vind, þá vantar stöðuga orku til að vinna á móti þegar sólin skín ekki og vindurinn blæs ekki.“ „Þá er miklu betra og hagkvæmara að nota gas heldur en kol. Þjóðverjar til dæmis voru að opna í fyrra fyrstu kolanámuna í fimmtíu ár, og þegar menn eru farnir að brenna kolum þá skiptir öllu máli að finna gaslindir og nota þær frekar.“ „Vegna þess að kol mengar allt að hundrað falt meira en gasbrennsla.“ Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
„Ég bara fagna hans sjónarmiðum í þessu, vegna þess að það skiptir rosalega miklu máli að nýta auðlindir við Ísland á ábyrgan hátt, og það er gott fyrir okkur, nágranna okkar, og gott fyrir umhverfið,“ segir Heiðar. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sagði í viðtali við Morgunblaðið á dögunum að hann sæi ekki ástæðu til að banna olíuleit á Drekasvæðinu. Lögin væru skýr, hver sem er gæti sótt um leyfi til að leita að olíu og farið í mælingar og jafnvel grunna borun á hafsbotni. Hins vegar væri óábyrgt af ríkinu að ýta sérstaklega undir olíuleit, í ljósi þess hvernig hún endaði síðast. Tilefni viðtalsins var skoðanakönnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið, þar sem fram kom að stór hluti þjóðarinnar væri fylgjandi því að hefja olíuleit í íslenskri lögsögu á ný. Í mars á þessu ári hafði Jóhann Páll sagt að það væri ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að gefa út olíuleitarleyfi. Verkefni ríkisstjórnarinnar væri að halda áfram að fasa út jarðefnaeldsneyti. Sterkir aðilar byrjaðir að skoða málið Heiðar Guðjónsson segir að aðkoma alþjóðlegra stórfyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu sé á borðinu. „Vonandi bara núna í vetur þá verður hægt að koma með aðila sem eru algjörlega upplýstir um hvernig jarðfræðin er þarna, og hvernig verklagið þarf að vera og annað. Það tekur alltaf smá tíma að koma þessum upplýsingum alla leið, en það eru aðilar sem eru búnir að vera skoða þetta, og eru byrjaðir að skoða þetta.“ „Þannig ég er bara mjög bjartsýnn á það, að það sé hægt að koma með aðila sem þá sækja um vinnslu- og leitarleyfi,“ segir Heiðar. Um sé að ræða stóra og sterka aðila, alþjóðleg fyrirtæki og viðurkennda sérfræðinga í þessum málum. Hagkvæmara að nota gas en kol Heiðar segir að orkugjafar eins og vindorka og sólarorka séu óstöðugri orkugjafar en jarðefnaeldsneyti. „Það er nefnilega þannig að eftir að menn fóru svona mikið í grænu orkugjafana eins og þeir kölluðu þá, sól og vind, þá vantar stöðuga orku til að vinna á móti þegar sólin skín ekki og vindurinn blæs ekki.“ „Þá er miklu betra og hagkvæmara að nota gas heldur en kol. Þjóðverjar til dæmis voru að opna í fyrra fyrstu kolanámuna í fimmtíu ár, og þegar menn eru farnir að brenna kolum þá skiptir öllu máli að finna gaslindir og nota þær frekar.“ „Vegna þess að kol mengar allt að hundrað falt meira en gasbrennsla.“
Olíuleit á Drekasvæði Orkumál Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55 Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35 Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi formaður Eykon Energy ehf., segir að mögulegar skatttekjur ríkisins af olíuvinnslu á Drekasvæðinu geti numið allt að þrjátíu og þrjú þúsund milljörðum króna. Hann hefur engan skilning á sjónarmiðum umhverfisráðherra sem segir það ekki á dagskrá að fara aftur í olíuleitarútboð. 5. apríl 2025 23:55
Afturkalla leyfi Eykon til olíuleitar á Drekasvæðinu Stofnunin telur fyrirtækið ekki hafa tæknilega né fjárhagslega getu til að takast á við kröfur og skilyrði leyfisins. 7. mars 2018 15:35
Neitar að hætta olíuleitinni og segir málið lykta af pólitík Olíuleit á Drekasvæðinu gæti verið lokið eftir að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC og norska ríkisolíufélagið Petoro ákváðu að skila inn sérleyfi sínu. Íslenska félagið Eykon vill halda áfram þótt Orkustofnun telji forsendur brostnar. 22. janúar 2018 18:39