Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. ágúst 2025 15:51 Farþegar bílsins höfðu komið sér fyrir á þakinu þegar björgunarsveit bar að garði. Landsbjörg Gærdagurinn var annasamur fyrir björgunarsveitir á landinu, sem sinntu samtals fimm útköllum víðs vegar um landið. Í einu þeirra hafði jeppi með þremur innanborðs fests í Jökulsá í Lóni, sem björgunarsveitarmenn toguðu upp úr ánni. Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg eru verkefni gærdagsins hjá björgunarsveitinni rakin. Þar segir að rétt fyrir klukkan tvö hafi borist boð frá ferðamönnum í Lóni sem höfðu fest bíl sinn í Jökulsá í Lóni. Björgunarfélag Hornafjarðar hafi farið til aðstoðar á tveimur öflugum bílum. „Í fyrstu boðum var talað um að engin hætta væri á ferðum, en þegar að var komið voru þrír ferðamenn á þaki bílsins sem var vel á kafi í ánni. Fólkinu var bjargað í land og svo hafist handa við að ná bílnum upp úr ánni. Þar var notaður nýr björgunarbíll sveitarinnar, einn sá öflugasti í flota björgunarsveita og reyndist honum verkið auðvelt. Fólkið var svo flutt til Hornafjarðar þar sem það fékk að þurrka búnað sinn í húsnæði Björgunarfélagsins.“ Myndband af björgunarbílnum að draga jeppann úr ánni má sjá hér að neðan. Skömmu eftir þetta útkall var björgunarsveitin Strákar á Siglufirði kölluð út, einnig vegna bíls sem stóð fastur í Leyningsá, skammt innan Siglufjarðar. Fram kemur í tillynningu að fljótt og vel hafi gengið að leysa það verkefni. Þá segir að upp úr klukkan tíu í gærmorgun hafi vaktstöð siglinga kallað út björgunarsveitir á Vestfjörðum á hæsta forgangi vegna smábáts sem hafði dottið úr vöktun. Báturinn sé einn margra smábáta sem eru leigðir ferðamönnum til sjóstangaveiða. Nokkuð sé um skuggasvæði í ferilvöktun á þessum slóðum en full ástæða samt til að bregðast við þegar bátar detta úr vöktun. Áhöfnin á björgunarskipinu Kobba Láka frá Bolungarvík ásamt björgunarsveitinni á Suðureyri hafi verið kallaðar út auk þyrluáhafnar. Eftir um tuttugu mínútna siglingu Kobba Láka hafi áhöfnin séð til bátsins í siglingatækjum og þá verið dregið úr viðbragði en þyrluviðbragði haldið áfram þar til staðfest væri að allt væri með felldu. Rétt fyrir klukkan ellefu hafi björgunarskipið verið komið að bátnum og ljóst verið að engin hætta væri á ferðum og skipinu því snúið við. Tvö útköll á Fimmvörðuhálsi Í hádeginu hafi borist útkall vegna veikinda á Fimmvörðuhálsi, líkt og greint var frá í gær. Þeirri aðgerð hafi lokið undir klukkan sex en björgunarfólk hafi varla verið komið aftur í bækistöðina þegar önnur aðstoðarbeiðni barst af Fimmvörðuhálsi. Þar hafi tveir göngumenn verið á ferðinni skammt frá Baldvinsskála. Annar þeirra hefði meiðst á fæti og verið ókleift að halda áfram. Þeir hafi slegið upp tjaldi til að veita sér skjól á meðan þeir biðu björgunar. Rétt fyrir klukkan 22 voru fyrstu björgunarmenn komnir að tjaldinu og tóku ferðamenn inn í bíl til sín og tóku saman tjald þeirra. Þeir hafi svo verið fluttir niður af hálsinum og skutlað í gistingu þar sem þeir töldu sig ekki þurfa frekari aðhlynningu. Björgunarfólk skildi við þá rétt fyrir miðnætti. Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Landsbjörg eru verkefni gærdagsins hjá björgunarsveitinni rakin. Þar segir að rétt fyrir klukkan tvö hafi borist boð frá ferðamönnum í Lóni sem höfðu fest bíl sinn í Jökulsá í Lóni. Björgunarfélag Hornafjarðar hafi farið til aðstoðar á tveimur öflugum bílum. „Í fyrstu boðum var talað um að engin hætta væri á ferðum, en þegar að var komið voru þrír ferðamenn á þaki bílsins sem var vel á kafi í ánni. Fólkinu var bjargað í land og svo hafist handa við að ná bílnum upp úr ánni. Þar var notaður nýr björgunarbíll sveitarinnar, einn sá öflugasti í flota björgunarsveita og reyndist honum verkið auðvelt. Fólkið var svo flutt til Hornafjarðar þar sem það fékk að þurrka búnað sinn í húsnæði Björgunarfélagsins.“ Myndband af björgunarbílnum að draga jeppann úr ánni má sjá hér að neðan. Skömmu eftir þetta útkall var björgunarsveitin Strákar á Siglufirði kölluð út, einnig vegna bíls sem stóð fastur í Leyningsá, skammt innan Siglufjarðar. Fram kemur í tillynningu að fljótt og vel hafi gengið að leysa það verkefni. Þá segir að upp úr klukkan tíu í gærmorgun hafi vaktstöð siglinga kallað út björgunarsveitir á Vestfjörðum á hæsta forgangi vegna smábáts sem hafði dottið úr vöktun. Báturinn sé einn margra smábáta sem eru leigðir ferðamönnum til sjóstangaveiða. Nokkuð sé um skuggasvæði í ferilvöktun á þessum slóðum en full ástæða samt til að bregðast við þegar bátar detta úr vöktun. Áhöfnin á björgunarskipinu Kobba Láka frá Bolungarvík ásamt björgunarsveitinni á Suðureyri hafi verið kallaðar út auk þyrluáhafnar. Eftir um tuttugu mínútna siglingu Kobba Láka hafi áhöfnin séð til bátsins í siglingatækjum og þá verið dregið úr viðbragði en þyrluviðbragði haldið áfram þar til staðfest væri að allt væri með felldu. Rétt fyrir klukkan ellefu hafi björgunarskipið verið komið að bátnum og ljóst verið að engin hætta væri á ferðum og skipinu því snúið við. Tvö útköll á Fimmvörðuhálsi Í hádeginu hafi borist útkall vegna veikinda á Fimmvörðuhálsi, líkt og greint var frá í gær. Þeirri aðgerð hafi lokið undir klukkan sex en björgunarfólk hafi varla verið komið aftur í bækistöðina þegar önnur aðstoðarbeiðni barst af Fimmvörðuhálsi. Þar hafi tveir göngumenn verið á ferðinni skammt frá Baldvinsskála. Annar þeirra hefði meiðst á fæti og verið ókleift að halda áfram. Þeir hafi slegið upp tjaldi til að veita sér skjól á meðan þeir biðu björgunar. Rétt fyrir klukkan 22 voru fyrstu björgunarmenn komnir að tjaldinu og tóku ferðamenn inn í bíl til sín og tóku saman tjald þeirra. Þeir hafi svo verið fluttir niður af hálsinum og skutlað í gistingu þar sem þeir töldu sig ekki þurfa frekari aðhlynningu. Björgunarfólk skildi við þá rétt fyrir miðnætti.
Björgunarsveitir Sveitarfélagið Hornafjörður Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi hættir sem barnamálaráðherra Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Þrjátíu á fjöldahjálparstöð og fjörutíu sitja enn fastir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Sjá meira