Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot sveinn arnarsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot framin á virkum dögum á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar séu hjúkrunarfræðingar skikkaðir til að ganga í störf þeirra. fréttablaðið/auðunn Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot vera framin á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hefur félagið sent bréf til Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga við sjúkrahúsið, þar sem krafist er að meint verkfallsbrot verði stöðvuð. Lífeindafræðingar, sem eru félagar í Bandalagi háskólamanna, hafa verið í verkfalli á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá því 7. apríl síðastliðinn. Lífeindafræðingar eru í verkfalli alla virka daga til hádegis.Lífeindafræðingar hafa hingað til sinnt þeirri iðju að taka almennar blóðprufur á spítalanum á meðan hjúkrunarfræðingar hafa tekið blóðprufur í bráðatilvikum. Í bréfi Félags lífeindafræðinga til spítalans er því haldið fram að í verkfalli lífeindafræðinga hafa hjúkrunarfræðingar verið skikkaðir til að ganga í þeirra störf og taka almennar blóðprufur. „Viðkomandi stafsmaður á sjúkradeild er með þessu settur í mjög óþægilega stöðu. Í fyrsta lagi ber honum að hlýða skipunum yfirmanna en að sama skapi veit viðkomandi að með þessu er hann að fremja verkfallsbrot,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Gyðu Hrönn Einarsdóttur, formanni Félags lífeindafræðinga.Gyða Hrönn STefánsdóttir Formaður félags lífeindafræðinga.„Við förum fram á að þessu verði hætt og að hjúkrunarfræðingar séu ekki skikkaðir til að ganga í okkar verk á meðan verkfall stendur yfir. Einnig sjáum við ekki fyrir endann á verkfalli þar sem lítið þokast í kjaraviðræðunum,“ segir Gyða Hrönn. „Við sendum einnig Landspítalanum sams konar bréf í upphafi verkfallsaðgerða þar sem við förum fram á hið sama.“ Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir bréfið hafa verið tekið til skoðunar og það sent á alla yfirmenn deilda spítalans. „Við tökum bréfið auðvitað til greina og brýnum fyrir fólki að standa rétt að blóðsýnatöku. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt heldur þurfum við að meta hvert tilvik fyrir sig með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Frá því að verkfallsaðgerðir hófust hefur sjúkrahúsið þurft að fresta á þriðja tug aðgerða og biðlistar lengst. „Þetta verkfall hefur mikil áhrif á störf spítalans og biðlistar í valkvæðar aðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir lengjast með hverjum deginum og eru biðlistar í þær aðgerðir langir nú þegar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot vera framin á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hefur félagið sent bréf til Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga við sjúkrahúsið, þar sem krafist er að meint verkfallsbrot verði stöðvuð. Lífeindafræðingar, sem eru félagar í Bandalagi háskólamanna, hafa verið í verkfalli á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá því 7. apríl síðastliðinn. Lífeindafræðingar eru í verkfalli alla virka daga til hádegis.Lífeindafræðingar hafa hingað til sinnt þeirri iðju að taka almennar blóðprufur á spítalanum á meðan hjúkrunarfræðingar hafa tekið blóðprufur í bráðatilvikum. Í bréfi Félags lífeindafræðinga til spítalans er því haldið fram að í verkfalli lífeindafræðinga hafa hjúkrunarfræðingar verið skikkaðir til að ganga í þeirra störf og taka almennar blóðprufur. „Viðkomandi stafsmaður á sjúkradeild er með þessu settur í mjög óþægilega stöðu. Í fyrsta lagi ber honum að hlýða skipunum yfirmanna en að sama skapi veit viðkomandi að með þessu er hann að fremja verkfallsbrot,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Gyðu Hrönn Einarsdóttur, formanni Félags lífeindafræðinga.Gyða Hrönn STefánsdóttir Formaður félags lífeindafræðinga.„Við förum fram á að þessu verði hætt og að hjúkrunarfræðingar séu ekki skikkaðir til að ganga í okkar verk á meðan verkfall stendur yfir. Einnig sjáum við ekki fyrir endann á verkfalli þar sem lítið þokast í kjaraviðræðunum,“ segir Gyða Hrönn. „Við sendum einnig Landspítalanum sams konar bréf í upphafi verkfallsaðgerða þar sem við förum fram á hið sama.“ Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir bréfið hafa verið tekið til skoðunar og það sent á alla yfirmenn deilda spítalans. „Við tökum bréfið auðvitað til greina og brýnum fyrir fólki að standa rétt að blóðsýnatöku. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt heldur þurfum við að meta hvert tilvik fyrir sig með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Frá því að verkfallsaðgerðir hófust hefur sjúkrahúsið þurft að fresta á þriðja tug aðgerða og biðlistar lengst. „Þetta verkfall hefur mikil áhrif á störf spítalans og biðlistar í valkvæðar aðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir lengjast með hverjum deginum og eru biðlistar í þær aðgerðir langir nú þegar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira