Krefjast þess að SAK stöðvi verkfallsbrot sveinn arnarsson skrifar 30. apríl 2015 07:00 Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot framin á virkum dögum á sjúkrahúsinu á Akureyri. Þar séu hjúkrunarfræðingar skikkaðir til að ganga í störf þeirra. fréttablaðið/auðunn Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot vera framin á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hefur félagið sent bréf til Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga við sjúkrahúsið, þar sem krafist er að meint verkfallsbrot verði stöðvuð. Lífeindafræðingar, sem eru félagar í Bandalagi háskólamanna, hafa verið í verkfalli á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá því 7. apríl síðastliðinn. Lífeindafræðingar eru í verkfalli alla virka daga til hádegis.Lífeindafræðingar hafa hingað til sinnt þeirri iðju að taka almennar blóðprufur á spítalanum á meðan hjúkrunarfræðingar hafa tekið blóðprufur í bráðatilvikum. Í bréfi Félags lífeindafræðinga til spítalans er því haldið fram að í verkfalli lífeindafræðinga hafa hjúkrunarfræðingar verið skikkaðir til að ganga í þeirra störf og taka almennar blóðprufur. „Viðkomandi stafsmaður á sjúkradeild er með þessu settur í mjög óþægilega stöðu. Í fyrsta lagi ber honum að hlýða skipunum yfirmanna en að sama skapi veit viðkomandi að með þessu er hann að fremja verkfallsbrot,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Gyðu Hrönn Einarsdóttur, formanni Félags lífeindafræðinga.Gyða Hrönn STefánsdóttir Formaður félags lífeindafræðinga.„Við förum fram á að þessu verði hætt og að hjúkrunarfræðingar séu ekki skikkaðir til að ganga í okkar verk á meðan verkfall stendur yfir. Einnig sjáum við ekki fyrir endann á verkfalli þar sem lítið þokast í kjaraviðræðunum,“ segir Gyða Hrönn. „Við sendum einnig Landspítalanum sams konar bréf í upphafi verkfallsaðgerða þar sem við förum fram á hið sama.“ Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir bréfið hafa verið tekið til skoðunar og það sent á alla yfirmenn deilda spítalans. „Við tökum bréfið auðvitað til greina og brýnum fyrir fólki að standa rétt að blóðsýnatöku. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt heldur þurfum við að meta hvert tilvik fyrir sig með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Frá því að verkfallsaðgerðir hófust hefur sjúkrahúsið þurft að fresta á þriðja tug aðgerða og biðlistar lengst. „Þetta verkfall hefur mikil áhrif á störf spítalans og biðlistar í valkvæðar aðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir lengjast með hverjum deginum og eru biðlistar í þær aðgerðir langir nú þegar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Félag lífeindafræðinga telur verkfallsbrot vera framin á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hefur félagið sent bréf til Sigurðar E. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra lækninga við sjúkrahúsið, þar sem krafist er að meint verkfallsbrot verði stöðvuð. Lífeindafræðingar, sem eru félagar í Bandalagi háskólamanna, hafa verið í verkfalli á Sjúkrahúsinu á Akureyri frá því 7. apríl síðastliðinn. Lífeindafræðingar eru í verkfalli alla virka daga til hádegis.Lífeindafræðingar hafa hingað til sinnt þeirri iðju að taka almennar blóðprufur á spítalanum á meðan hjúkrunarfræðingar hafa tekið blóðprufur í bráðatilvikum. Í bréfi Félags lífeindafræðinga til spítalans er því haldið fram að í verkfalli lífeindafræðinga hafa hjúkrunarfræðingar verið skikkaðir til að ganga í þeirra störf og taka almennar blóðprufur. „Viðkomandi stafsmaður á sjúkradeild er með þessu settur í mjög óþægilega stöðu. Í fyrsta lagi ber honum að hlýða skipunum yfirmanna en að sama skapi veit viðkomandi að með þessu er hann að fremja verkfallsbrot,“ segir í bréfinu sem undirritað er af Gyðu Hrönn Einarsdóttur, formanni Félags lífeindafræðinga.Gyða Hrönn STefánsdóttir Formaður félags lífeindafræðinga.„Við förum fram á að þessu verði hætt og að hjúkrunarfræðingar séu ekki skikkaðir til að ganga í okkar verk á meðan verkfall stendur yfir. Einnig sjáum við ekki fyrir endann á verkfalli þar sem lítið þokast í kjaraviðræðunum,“ segir Gyða Hrönn. „Við sendum einnig Landspítalanum sams konar bréf í upphafi verkfallsaðgerða þar sem við förum fram á hið sama.“ Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga á Sjúkrahúsinu á Akureyri, segir bréfið hafa verið tekið til skoðunar og það sent á alla yfirmenn deilda spítalans. „Við tökum bréfið auðvitað til greina og brýnum fyrir fólki að standa rétt að blóðsýnatöku. Þetta er hins vegar ekki svo einfalt heldur þurfum við að meta hvert tilvik fyrir sig með hagsmuni sjúklinga að leiðarljósi,“ segir Sigurður. Frá því að verkfallsaðgerðir hófust hefur sjúkrahúsið þurft að fresta á þriðja tug aðgerða og biðlistar lengst. „Þetta verkfall hefur mikil áhrif á störf spítalans og biðlistar í valkvæðar aðgerðir eins og liðskiptaaðgerðir lengjast með hverjum deginum og eru biðlistar í þær aðgerðir langir nú þegar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent