Barist um bónusa Stjórnarmaðurinn skrifar 29. apríl 2015 07:00 Upp virðist kominn ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort, og að hvaða leyti, eðlilegt sé að heimila fjármálastofnunum að greiða starfsmönnum sínum kaupauka. Í núverandi lögum er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema 25% af árslaunum þeirra. Ísland er þar sér á báti í Evrópu, en í tilskipunum Evrópusambandsins eru hámarksbónusgreiðslur 100% árslauna, en geta farið upp í 200% veiti hluthafar samþykki sitt. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent minnisblað til Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Í minnisblaðinu telur fjármálaráðuneytið það skaðlaust verði hámarksbónusar hækkaðir í 50% árslauna hjá stærri fjármálastofnunum og allt að 100% hjá þeim smærri. Hætt er við að þessi tillaga verði sem eitur í beinum framsóknarmanna, enda var á dögunum samþykkt tillaga á flokksþingi um að „Framsóknarflokkurinn sé andvígur heimildum til kaupauka í fjármálafyrirtækjum“. Stjórnarmaðurinn þykist vita að framsóknarmenn séu ekki sérlega heitir í þeirri trú sinni að kaupaukar séu rót alls ills í fjármálageiranum. Þeir vita hins vegar hvað þarf til að slá ódýrar keilur hjá kjósendum. Stjórnarmaðurinn veit líka að eðlilegt er að fólk sé varkárt þegar kemur að bónusgreiðslum. Sporin hræða. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að ákveðinnar kerfislægrar tortryggni virðist gæta í garð hátekjufólks. Það er líka eðlilegt að mörgu leyti eftir það sem á undan er gengið. Við ættum hins vegar öll að geta sammælst um að jákvætt er ef fólk hefur meira milli handanna, enda skilar slíkt sér að endingu út í hagkerfið, verslun og þjónustu til hagsbóta. Það á ekki bara við um þá sem lægst hafa launin, þótt vitaskuld sé nauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við þetta bætist að innleiddar hafa verið skýrar reglur um umgjörð kaupaukagreiðslna, t.d. þannig að horft sé til lengri tíma frekar en einungis liðins árs. Það var nauðsynleg viðbót. Í dag eru tveir af stóru bönkunum, Íslandsbanki og Arion, að langstærstum hluta í eigu slitabúa föllnu bankanna, þ.e.a.s. kröfuhafa bankanna. Afgangur sem til fellur af starfsemi bankanna skilar sér því þangað, til slitabúanna, þaðan til kröfuhafanna og væntanlega að endingu úr landi (að því gefnu að höftin verði einhvern tíma afnumin). Lág laun í bankageiranum í alþjóðlegum samanburði gera ekki annað en að stækka köku kröfuhafanna, en minnka sneiðina sem eftir verður hér á landi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Alþingi Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Upp virðist kominn ágreiningur milli stjórnarflokkanna um hvort, og að hvaða leyti, eðlilegt sé að heimila fjármálastofnunum að greiða starfsmönnum sínum kaupauka. Í núverandi lögum er íslenskum fjármálafyrirtækjum heimilt að greiða starfsmönnum sínum bónusa sem nema 25% af árslaunum þeirra. Ísland er þar sér á báti í Evrópu, en í tilskipunum Evrópusambandsins eru hámarksbónusgreiðslur 100% árslauna, en geta farið upp í 200% veiti hluthafar samþykki sitt. Fjármálaráðuneytið hefur nú sent minnisblað til Alþingis vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um fjármálafyrirtæki. Í minnisblaðinu telur fjármálaráðuneytið það skaðlaust verði hámarksbónusar hækkaðir í 50% árslauna hjá stærri fjármálastofnunum og allt að 100% hjá þeim smærri. Hætt er við að þessi tillaga verði sem eitur í beinum framsóknarmanna, enda var á dögunum samþykkt tillaga á flokksþingi um að „Framsóknarflokkurinn sé andvígur heimildum til kaupauka í fjármálafyrirtækjum“. Stjórnarmaðurinn þykist vita að framsóknarmenn séu ekki sérlega heitir í þeirri trú sinni að kaupaukar séu rót alls ills í fjármálageiranum. Þeir vita hins vegar hvað þarf til að slá ódýrar keilur hjá kjósendum. Stjórnarmaðurinn veit líka að eðlilegt er að fólk sé varkárt þegar kemur að bónusgreiðslum. Sporin hræða. Staðan er því miður sú á Íslandi í dag að ákveðinnar kerfislægrar tortryggni virðist gæta í garð hátekjufólks. Það er líka eðlilegt að mörgu leyti eftir það sem á undan er gengið. Við ættum hins vegar öll að geta sammælst um að jákvætt er ef fólk hefur meira milli handanna, enda skilar slíkt sér að endingu út í hagkerfið, verslun og þjónustu til hagsbóta. Það á ekki bara við um þá sem lægst hafa launin, þótt vitaskuld sé nauðsynlegt að gera þar bragarbót á. Við þetta bætist að innleiddar hafa verið skýrar reglur um umgjörð kaupaukagreiðslna, t.d. þannig að horft sé til lengri tíma frekar en einungis liðins árs. Það var nauðsynleg viðbót. Í dag eru tveir af stóru bönkunum, Íslandsbanki og Arion, að langstærstum hluta í eigu slitabúa föllnu bankanna, þ.e.a.s. kröfuhafa bankanna. Afgangur sem til fellur af starfsemi bankanna skilar sér því þangað, til slitabúanna, þaðan til kröfuhafanna og væntanlega að endingu úr landi (að því gefnu að höftin verði einhvern tíma afnumin). Lág laun í bankageiranum í alþjóðlegum samanburði gera ekki annað en að stækka köku kröfuhafanna, en minnka sneiðina sem eftir verður hér á landi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Alþingi Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Viðskipti erlent Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verðbólgan hjaðnar á ný Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun