Leyfum þjóðinni að ákveða hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið guðbjartur hannesson skrifar 28. apríl 2015 12:00 Til umræðu er á Alþingi tillaga stjórnarandstöðunnar um að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið eður ei. Þetta mál snýst um loforð og efndir stjórnarflokkanna. Þetta snýst um virðingu stjórnmálanna og kennir okkur að ekki á að kollvarpa öllu og henda góðum hugmyndum þegar skipt er um ríkisstjórn. Þetta snýst um skilning á mikilvægi ítarlegrar og vandaðrar umræðu þar sem allir stjórnmálaflokkar og þingmenn taka þátt, sem og þjóðin öll. Hverjir eru kostir og gallar aðildarumsóknar og hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið? Hvaða svör væri hægt að fá við viðfangsefnum samtímans með þéttara samstarfi við Evrópulöndin? Ljóst er að afstaða ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og markmið ríkisstjórnarinnar til þjóðarsáttar er í hrópandi andstöðu við eigin stefnuyfirlýsingu. Ríkisstjórnin boðaði að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni, en fer síðan fram með fullkomnu virðingarleysi við þjóðina og Alþingi. Stjórnarflokkarnir sviku skýr loforð í síðustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna en fá nú tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ríkisstjórnin efnir til ófriðar um málið, hunsar 55.000 undirskriftir, svíkur loforð um vandaða umfjöllun, sendir óskiljanleg bréf, veitir óskýr svör og beitir hroka og orðhengilshætti í umræðunni. Engin svör fást. Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland? Hver er atvinnu- og menntastefna ríkisins? Hvaða áhrif hefði aðild að Evrópusambandinu á viðfangsefni samtímans? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við brotthvarfi fyrirtækja af landinu? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við upplýsingum um flutninga fólks af landinu? Myndi aðild einfalda svörin varðandi t.d. gjaldmiðilsmál og minnka áhættuna og erfiðleika við að afnema gjaldeyrishöftin? Verða hér áfram kollsteypur með gengisfellingum á tíu ára fresti? Mun verða auðveldara að leysa húsnæðismálin? Fáum við lægri vexti og óverðtryggð lán? Eru gengismálin og sífelld óvissa í verðlagsmálum og hátt verðlag ástæða þess að vinnumarkaðurinn logar í kjaradeilum? Er samanburðurinn við hærri laun og betri starfskjör t.d. á Norðurlöndunum ástæða kjaradeilnanna? Verðlag er hér hátt og við drögumst aftur úr í velferðarmálum. Hvernig lögum við það? Hér sjáum við íslenskt samfélag endurreist með aukinni misskiptingu og óréttlæti, þar sem sérhagsmunagæslan hefur forgang umfram almannahagsmuni og engin stefna um starfskjör eða framfærslutryggingu. Kannski er lausnin að binda okkur í samband Evrópuríkja, með strangari reglum og skuldbindingum og vinna þannig að skýrara regluverki og gegn spillingu. Kannski eru aðrar leiðir, en verðum við ekki að ræða málin og leiða til lykta samningaviðræður og sjá hverju hægt er að ná fram í samningum við Evrópusambandið? Er það ekki tilraunarinnar virði ef slíkir samningar leiða í ljós að aðild gæti verið leið til að leysa til langframa mörg af okkar brýnustu samtímaverkefnum? Virðum vilja þjóðarinnar um hvort ljúka eigi viðræðum við ESB eður ei. Munum þó ávallt að aðild að Evrópusambandi verður aldrei ákveðin nema af meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðbjartur Hannesson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Til umræðu er á Alþingi tillaga stjórnarandstöðunnar um að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið eður ei. Þetta mál snýst um loforð og efndir stjórnarflokkanna. Þetta snýst um virðingu stjórnmálanna og kennir okkur að ekki á að kollvarpa öllu og henda góðum hugmyndum þegar skipt er um ríkisstjórn. Þetta snýst um skilning á mikilvægi ítarlegrar og vandaðrar umræðu þar sem allir stjórnmálaflokkar og þingmenn taka þátt, sem og þjóðin öll. Hverjir eru kostir og gallar aðildarumsóknar og hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið? Hvaða svör væri hægt að fá við viðfangsefnum samtímans með þéttara samstarfi við Evrópulöndin? Ljóst er að afstaða ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og markmið ríkisstjórnarinnar til þjóðarsáttar er í hrópandi andstöðu við eigin stefnuyfirlýsingu. Ríkisstjórnin boðaði að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni, en fer síðan fram með fullkomnu virðingarleysi við þjóðina og Alþingi. Stjórnarflokkarnir sviku skýr loforð í síðustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna en fá nú tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ríkisstjórnin efnir til ófriðar um málið, hunsar 55.000 undirskriftir, svíkur loforð um vandaða umfjöllun, sendir óskiljanleg bréf, veitir óskýr svör og beitir hroka og orðhengilshætti í umræðunni. Engin svör fást. Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland? Hver er atvinnu- og menntastefna ríkisins? Hvaða áhrif hefði aðild að Evrópusambandinu á viðfangsefni samtímans? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við brotthvarfi fyrirtækja af landinu? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við upplýsingum um flutninga fólks af landinu? Myndi aðild einfalda svörin varðandi t.d. gjaldmiðilsmál og minnka áhættuna og erfiðleika við að afnema gjaldeyrishöftin? Verða hér áfram kollsteypur með gengisfellingum á tíu ára fresti? Mun verða auðveldara að leysa húsnæðismálin? Fáum við lægri vexti og óverðtryggð lán? Eru gengismálin og sífelld óvissa í verðlagsmálum og hátt verðlag ástæða þess að vinnumarkaðurinn logar í kjaradeilum? Er samanburðurinn við hærri laun og betri starfskjör t.d. á Norðurlöndunum ástæða kjaradeilnanna? Verðlag er hér hátt og við drögumst aftur úr í velferðarmálum. Hvernig lögum við það? Hér sjáum við íslenskt samfélag endurreist með aukinni misskiptingu og óréttlæti, þar sem sérhagsmunagæslan hefur forgang umfram almannahagsmuni og engin stefna um starfskjör eða framfærslutryggingu. Kannski er lausnin að binda okkur í samband Evrópuríkja, með strangari reglum og skuldbindingum og vinna þannig að skýrara regluverki og gegn spillingu. Kannski eru aðrar leiðir, en verðum við ekki að ræða málin og leiða til lykta samningaviðræður og sjá hverju hægt er að ná fram í samningum við Evrópusambandið? Er það ekki tilraunarinnar virði ef slíkir samningar leiða í ljós að aðild gæti verið leið til að leysa til langframa mörg af okkar brýnustu samtímaverkefnum? Virðum vilja þjóðarinnar um hvort ljúka eigi viðræðum við ESB eður ei. Munum þó ávallt að aðild að Evrópusambandi verður aldrei ákveðin nema af meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar