Heimasíðan snowboard.is var opnuð fyrir skemmstu, en tilgangur hennar er að koma til móts við þá sem ekki hafa efni á því að stunda snjóbrettaíþróttina og gera hana þannig aðgengilega fyrir sem flesta.
Til þess að gera þetta mögulegt ætla aðstandendur síðunnar að halda nokkra viðburði í samstarfi við fyrirtæki og aðila sem vilja styrkja málefnið.
„Planið er að flytja snjó úr Bláfjöllum, þar sem líklega verður ekki snjór í bænum, og gera brautir og palla,“ segir Wiktoria Ginter, ein af skipuleggjendum, um fyrsta viðburðinn sem haldinn verður á Arnarhóli þann 23. apríl klukkan 12. Allir eru velkomnir sem hafa áhuga á að prófa snjóbretti og kynna sér íþróttina.
„Þarna verða brettakennarar að leiðbeina, tónlist og matur. Þetta verður eins og stór fjölskyldupiknikk,“ segir hún og hlær. Wiktoria segir marga viðburði vera í bígerð, og nefnir þá meðal annars fría brettakennslu í Bláfjöllum.
Flytja snjó úr Bláfjöllum í bæinn fyrir brettaiðkun
Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
![Wiktoria Ginter vill auka veg og virðingu snjóbrettaíþróttarinnar.](https://www.visir.is/i/C880071959BB1E499860BFEFE1C4BE006A24BCE79184A4AC32F61F12176A7DF4_713x0.jpg)
Mest lesið
![](/i/7C01F1DA16C28E7D6A437DEE838A3C1D16C946A5EBD1A7CFA21D91DDFD02B568_240x160.jpg)
![](/i/F7D1373ECED6303F963E03DD42628943CE7AD7B84A260241DEB0C954558AA3A9_240x160.jpg)
![](/i/75EB172ADB2DA59CF886184037DFADEF0F9E62ECDD4610A0D48B2EB7F8661A8B_240x160.jpg)
Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet
Tíska og hönnun
![](/i/E28FB28B5A12D2EAB57407EE1A7540069430905775E2A7562C49BE80A605FD27_240x160.jpg)
![](/i/EC5CF4B52BD9F4278B1A8B65B8A44F49A3852E2077E511C4F6D73EECFD281FA7_240x160.jpg)
Næsti Dumbledore fundinn
Bíó og sjónvarp
![](/i/FDA75E2D458A075E54C4196DC93F98B298513324D5D5ACBE10909D993DBBD893_240x160.jpg)
![](/i/00F60F5C723E7D7412F7E3D1810D467ADC89B3279A382685A48132EB1503242D_240x160.jpg)
![](/i/AE09DD2F0CE3B936D9E4981EB7A787D6AC7C1ADB622D89393F90766B929B8B6F_240x160.jpg)
![](/i/BA87237D95A7DCBD840B6DED048BEF06FDC1885E0B767C092237CF76ACD29656_240x160.jpg)
Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama
Gagnrýni
![](/i/AC53902A224A8D353567B47D126F49E35E5A4A019C48F64FCDC6D2F7CD1B4B47_240x160.jpg)