Hvers vegna nær Samfylkingin ekki flugi? Björgvin Guðmundsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Samfylkingin nær ekki flugi. Hún mælist í skoðanakönnunum með þetta 16-17%fylgi. Það er lítið miðað við það, að Samfylkingin var stofnuð við samruna margra stjórnmálaflokka og átti að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og leysa hann af hólmi sem stjórnarflokkur. Samfylkingin fór vel af stað og var með 30% fylgi í byrjun og rúmlega það. Fyrstu alvarlegu mistökin, sem Samfylkingin gerði, voru að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007. Sú stjórnarþátttaka varð flokknum dýrkeypt. Samfylkingin var óþolinmóð og vildi komast í stjórn. Hún átti að bíða.Fylgishrun í kosningum 2013 Ríkisstjórnin með Vinstri grænum, sem mynduð var eftir hrunið, skildi Samfylkinguna eftir sem algert flak. Fylgið hrundi af Samfylkingunni í kosningunum 2013. Kjósendur skildu ekki hvers vegna Samfylkingin þurfti að fórna stefnumálum sínum til þess að rétta við efnahag landsins eftir að frjálshyggjan hafði rústað bankakerfið og mikinn hluta atvinnulífsins. Atlagan, sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG gerði að öldruðum og öryrkjum, varð ríkisstjórn Jóhönnu dýr. Svik ríkisstjórnarinnar í kvótamálinu kostuðu einnig Samfylkinguna fjölda atkvæða. Ríkisstjórnin stóð sig ekki ekki nógu vel í ýmsum velferðarmálum.Ekki staðið rétt að mótframboði Síðasti landsfundur Samfylkingarinnar varð sögulegur. Árni Páll Árnason, sem kosinn hafði verið formaður Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, leitaði endurkjörs. Á síðustu stundu, 1-2 dögum áður en landsfundurinn skyldi hefjast, barst mótframboð gegn Árna Páli. Það var frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Leikar fóru svo, að Árni Páll sigraði með eins atkvæðis mun. Þessi úrslit leiddu í ljós, að það var óánægja með Árna Pál sem formann. En þau sýndu einnig, að Sigríður Ingibjörg hafði unnið lengi að framboði sínu í kyrrþey. Og hún hefur haft einhverja sterka stuðningsmenn. Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. En heiðarlegast er að gera það fyrir opnum tjöldum og með það löngum fyrirvara, að unnt sé að láta allsherjaratkvæðagreiðslu fara fram meðal flokksmanna. Þannig stóð Sigríður Ingibjörg ekki að sínu framboði. Enginn málefnalegur ágreiningur Enginn málefnalegur ágreiningur er á milli Árna Páls og Sigríðar Ingibjargar. Það er rangt, að Árni Páll sé hægrimaður en Sigríður Ingibjörg vinstrimaður. Hægri og vinstri hafa ekki lengur neina merkingu í íslenskum stjórnmálum og alls ekki innan Samfylkingarinnar. Afstaða þessara tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar til velferðarmála og kjara aldraðra og öryrkja var nákvæmlega sú sama í stjórnartíð Jóhönnu. Og bæði stóðu þau að því að svíkja fyrningarleiðina. Það er ekki nóg að skreyta sig með hugtökum eins og vinstrimaður. Það eru verkin, sem tala og gilda. Það, sem háir Samfylkingunni í dag, er það, að launþegar og lífeyrisþegar finna ekki, að Samfylkingin sé að berjast fyrir þessa aðila. Samfylkingin hefur hugsað of mikið um Evrópusambandið en of lítið um fólkið, sem stendur höllum fæti í landinu. Hún hefur hugsað of lítið um launafólkið. Þetta verður að breytast.Árna Páli sendar ábendingar Árni Páll segist vilja fá gagnrýni, breyta um vinnubrögð og taka meira tillit til flokksmanna.Ég sendi honum nokkur atriði um kjaramál aldraðra og öryrkja, sem ég óska eftir að hann taki upp og beiti sér fyrir. Ég tel, að Samfylkingin verði að taka forystuna í því að stórbæta kjör lífeyrisþega. Kjörin eru svo slæm í dag, að þau eru til skammar. Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi sýnir í dag áhuga á því að bæta kjör lífeyrisþega. Það stendur Samfylkingunni næst. Samfylkingin verður að breyta um áherslur. Samfylkingin á að vera ákveðinn launþega- og félagshyggjuflokkur.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin nær ekki flugi. Hún mælist í skoðanakönnunum með þetta 16-17%fylgi. Það er lítið miðað við það, að Samfylkingin var stofnuð við samruna margra stjórnmálaflokka og átti að verða mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn og leysa hann af hólmi sem stjórnarflokkur. Samfylkingin fór vel af stað og var með 30% fylgi í byrjun og rúmlega það. Fyrstu alvarlegu mistökin, sem Samfylkingin gerði, voru að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2007. Sú stjórnarþátttaka varð flokknum dýrkeypt. Samfylkingin var óþolinmóð og vildi komast í stjórn. Hún átti að bíða.Fylgishrun í kosningum 2013 Ríkisstjórnin með Vinstri grænum, sem mynduð var eftir hrunið, skildi Samfylkinguna eftir sem algert flak. Fylgið hrundi af Samfylkingunni í kosningunum 2013. Kjósendur skildu ekki hvers vegna Samfylkingin þurfti að fórna stefnumálum sínum til þess að rétta við efnahag landsins eftir að frjálshyggjan hafði rústað bankakerfið og mikinn hluta atvinnulífsins. Atlagan, sem ríkisstjórn Samfylkingar og VG gerði að öldruðum og öryrkjum, varð ríkisstjórn Jóhönnu dýr. Svik ríkisstjórnarinnar í kvótamálinu kostuðu einnig Samfylkinguna fjölda atkvæða. Ríkisstjórnin stóð sig ekki ekki nógu vel í ýmsum velferðarmálum.Ekki staðið rétt að mótframboði Síðasti landsfundur Samfylkingarinnar varð sögulegur. Árni Páll Árnason, sem kosinn hafði verið formaður Samfylkingarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal flokksmanna, leitaði endurkjörs. Á síðustu stundu, 1-2 dögum áður en landsfundurinn skyldi hefjast, barst mótframboð gegn Árna Páli. Það var frá Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur. Leikar fóru svo, að Árni Páll sigraði með eins atkvæðis mun. Þessi úrslit leiddu í ljós, að það var óánægja með Árna Pál sem formann. En þau sýndu einnig, að Sigríður Ingibjörg hafði unnið lengi að framboði sínu í kyrrþey. Og hún hefur haft einhverja sterka stuðningsmenn. Það er ekkert athugavert við það að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni. En heiðarlegast er að gera það fyrir opnum tjöldum og með það löngum fyrirvara, að unnt sé að láta allsherjaratkvæðagreiðslu fara fram meðal flokksmanna. Þannig stóð Sigríður Ingibjörg ekki að sínu framboði. Enginn málefnalegur ágreiningur Enginn málefnalegur ágreiningur er á milli Árna Páls og Sigríðar Ingibjargar. Það er rangt, að Árni Páll sé hægrimaður en Sigríður Ingibjörg vinstrimaður. Hægri og vinstri hafa ekki lengur neina merkingu í íslenskum stjórnmálum og alls ekki innan Samfylkingarinnar. Afstaða þessara tveggja fulltrúa Samfylkingarinnar til velferðarmála og kjara aldraðra og öryrkja var nákvæmlega sú sama í stjórnartíð Jóhönnu. Og bæði stóðu þau að því að svíkja fyrningarleiðina. Það er ekki nóg að skreyta sig með hugtökum eins og vinstrimaður. Það eru verkin, sem tala og gilda. Það, sem háir Samfylkingunni í dag, er það, að launþegar og lífeyrisþegar finna ekki, að Samfylkingin sé að berjast fyrir þessa aðila. Samfylkingin hefur hugsað of mikið um Evrópusambandið en of lítið um fólkið, sem stendur höllum fæti í landinu. Hún hefur hugsað of lítið um launafólkið. Þetta verður að breytast.Árna Páli sendar ábendingar Árni Páll segist vilja fá gagnrýni, breyta um vinnubrögð og taka meira tillit til flokksmanna.Ég sendi honum nokkur atriði um kjaramál aldraðra og öryrkja, sem ég óska eftir að hann taki upp og beiti sér fyrir. Ég tel, að Samfylkingin verði að taka forystuna í því að stórbæta kjör lífeyrisþega. Kjörin eru svo slæm í dag, að þau eru til skammar. Enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi sýnir í dag áhuga á því að bæta kjör lífeyrisþega. Það stendur Samfylkingunni næst. Samfylkingin verður að breyta um áherslur. Samfylkingin á að vera ákveðinn launþega- og félagshyggjuflokkur.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun