Þjóðareign Stefán Jón Hafstein skrifar 10. apríl 2015 07:00 Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.Þjóðareign? Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.Tæknilausna- og hagsmunaþras Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum. Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.Grundvallaratriðin krufin Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Jón Hafstein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er eitt auðlindaríkasta land í heimi og það sem er til skiptanna fer til aðeins 330 þúsund manna eyjasamfélags. Samt er það svo þessa dagana að launafólk leggur niður vinnu vegna misskiptingar auðsins sem landið gefur af sér, furðulega hógvær krafa um 300 þúsund króna lágmarkslaun er sögð sliga hagkerfið. Þó er bara lítill hluti vinnuaflsins með svo lág laun og auðvelt ætti að vera að bæta úr. Munum að enn er fátækt skilgreind svo að tíundi hver Íslendingur hér í auðlindaparadísinni stendur utan við meginstraum samfélagsins vegna tekjuskorts. Það er eitthvað mjög rangt við þetta skipulag.Þjóðareign? Hvað með auðlindir Íslands? Fisk, orku, land sem milljón ferðamanna langar að skoða árlega, vatn og hreint loft – sem eru alls ekki sjálfsögð gæði? Allar þessar auðlindir teljast til „þjóðareignar“ á mæltu máli. Þær eru sameign okkar allra og ef við værum vel upp alin í stórum systkinahópi væri enginn hafður útundan. Við þurfum nýtt regluverk um auðlindir okkar – og réttnefnda þjóðareign.Tæknilausna- og hagsmunaþras Í lagaþrasinu og hagsmunabrasinu erum við stöðugt rugluð með ákaflega flóknum útfærslum sem færa auðlindaarðinn úr augsýn, nýtingarréttinn inn í skrifstofuskúffur og úthlutunarnefndir með sérhönnuðum „ívilnunum“ þegar krafan er einföld: Arðurinn af auðlindum þjóðarinnar á að renna í sameiginlega sjóði hennar og vera úthlutað þaðan eftir lýðræðislegum og gagnsæjum leikreglum. Þetta er ekki flókið. Og ekki má ganga á auðlindir landsins meira en svo að jafn mikið verði eftir handa ókomnum kynslóðum.Grundvallaratriðin krufin Áhugafólk um sjálfbæra þróun, með atbeina frá Landvernd, breiðfylkingum launafólks eins og ASÍ og BSRB, mun gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Þjóðareign“. Mikil þekking er í fræðasamfélaginu á auðlindum okkar, talsverð vinna hefur verið lögð í það síðustu ár af tveimur stórum auðlindanefndum að ramma inn málin. Við biðjum um staðreyndir og upplýsingar og viljum ræða grundvallaratriðin. Hversu mikils virði eru sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Hvernig má færa þær undir gagnsætt stjórnkerfi ríkisins? Hversu miklu skiptir að hafa ákvæði í stjórnarskrá um sameiginlegar auðlindir? Hver er hættan á spillingu og hvernig má dreifa auðlindaarðinum með réttlátum hætti? Málþingið verður laugardaginn 11. apríl á Hótel Sögu kl. 13 og allir boðnir velkomnir. Færri mál eru meira virði fyrir okkur nú en einmitt Þjóðareign.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun