Traust þarf að ávinna sér Skjóðan skrifar 25. mars 2015 12:00 Bankastjóri Landsbankans lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins að nauðsynlegt sé að byggja upp traust í þjóðfélaginu og traust snúist um heilindi. Svo greinir frá í Viðskiptablaðinu. Framtíð FME var fundarefnið og sagðist bankastjórinn ekki telja sérstakt skotleyfi vera á banka heldur líka á stjórnmál og stofnanir þjóðlífsins. Umræðan er að hans mati óhefluð og fjölmiðlar beri mikla ábyrgð á henni. Af orðum bankastjórans má ráða að hann telji umræðuna og fréttaflutning standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust hér á landi. Þessi orð bankastjóra Landsbankans eru umhugsunarverð. Er það umræðan og fréttaflutningur fjölmiðla sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust á Íslandi? Þrátt fyrir ótal dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar Íslands eiga íslensk fjármálafyrirtæki enn eftir að endurreikna og leiðrétta um 550 milljarða af gengisbundnum lánum til fyrirtækja, eða um þriðjung allra útistandandi lána við hrunið fyrir næstum sjö árum. Verðskuldar slíkt fjármálakerfi traust viðskiptavina og almennings? FME lætur þennan seinagang fjármálafyrirtækja óátalinn þrátt fyrir að eitt hlutverk FME sé einmitt að tryggja skilvirkni á fjármálamörkuðum hér á landi. Verðskuldar FME traust almennings? Fyrir meira en þremur árum gaf Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum sérstaka undanþágu frá Samkeppnislögum til að hafa samráð um meðferð gengislánamála til þess að flýta fyrir úrlausn þeirra. Lítið miðar þrátt fyrir samráðið og ekkert heyrist frá Samkeppniseftirlitinu. Það er líkast til of upptekið við að rannsaka ólöglegt samráð sumarafleysingamanna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Verðskuldar Samkeppniseftirlitið traust landsmanna? Fjármálafyrirtæki völdu nokkur gengislánamál, sem talin voru fordæmisgefandi fyrir þorra gengislána, til flýtimeðferðar fyrir dómstólum. Ekki hefur það flýtt fyrir úrlausn og dæmi eru um að fjármálafyrirtæki hafi hætt við áfrýjun til Hæstaréttar á málum sem tapast hafa í héraði. Eini mögulegi tilgangur þess að áfrýja ekki slíkum málum er að koma í veg fyrir fordæmisgefandi niðurstöðu frá Hæstarétti. Er þetta líklegt til að byggja upp traust? Þegar fyrstu gengislánin voru dæmd ólögleg í Hæstarétti gáfu FME og Seðlabankinn út tilmæli til fjármálafyrirtækja um að reikna hæstu seðlabankavexti afturvirkt á hin ólöglegu lán. Þessi tilmæli voru lögfest með lögum nr. 151/2010. Hæstiréttur dæmdi lögin og þar með tilmælin andstæð stjórnarskrá. Er þetta framferði Seðlabankans, FME, ríkisstjórnar og Alþingis líklegt til að byggja upp traust meðal þjóðarinnar? Bankastjórar geta dundað sér við það dagana langa að skjóta sendiboða en á endanum standa þeir frammi fyrir einni staðreynd; Traust þarf að ávinna sér. Alþingi Skjóðan Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans lýsti þeirri skoðun sinni á ráðstefnu Fjármálaeftirlitsins að nauðsynlegt sé að byggja upp traust í þjóðfélaginu og traust snúist um heilindi. Svo greinir frá í Viðskiptablaðinu. Framtíð FME var fundarefnið og sagðist bankastjórinn ekki telja sérstakt skotleyfi vera á banka heldur líka á stjórnmál og stofnanir þjóðlífsins. Umræðan er að hans mati óhefluð og fjölmiðlar beri mikla ábyrgð á henni. Af orðum bankastjórans má ráða að hann telji umræðuna og fréttaflutning standa í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust hér á landi. Þessi orð bankastjóra Landsbankans eru umhugsunarverð. Er það umræðan og fréttaflutningur fjölmiðla sem stendur í vegi fyrir því að hægt sé að byggja upp traust á Íslandi? Þrátt fyrir ótal dóma héraðsdómstóla og Hæstaréttar Íslands eiga íslensk fjármálafyrirtæki enn eftir að endurreikna og leiðrétta um 550 milljarða af gengisbundnum lánum til fyrirtækja, eða um þriðjung allra útistandandi lána við hrunið fyrir næstum sjö árum. Verðskuldar slíkt fjármálakerfi traust viðskiptavina og almennings? FME lætur þennan seinagang fjármálafyrirtækja óátalinn þrátt fyrir að eitt hlutverk FME sé einmitt að tryggja skilvirkni á fjármálamörkuðum hér á landi. Verðskuldar FME traust almennings? Fyrir meira en þremur árum gaf Samkeppniseftirlitið fjármálafyrirtækjum sérstaka undanþágu frá Samkeppnislögum til að hafa samráð um meðferð gengislánamála til þess að flýta fyrir úrlausn þeirra. Lítið miðar þrátt fyrir samráðið og ekkert heyrist frá Samkeppniseftirlitinu. Það er líkast til of upptekið við að rannsaka ólöglegt samráð sumarafleysingamanna hjá Byko og Húsasmiðjunni. Verðskuldar Samkeppniseftirlitið traust landsmanna? Fjármálafyrirtæki völdu nokkur gengislánamál, sem talin voru fordæmisgefandi fyrir þorra gengislána, til flýtimeðferðar fyrir dómstólum. Ekki hefur það flýtt fyrir úrlausn og dæmi eru um að fjármálafyrirtæki hafi hætt við áfrýjun til Hæstaréttar á málum sem tapast hafa í héraði. Eini mögulegi tilgangur þess að áfrýja ekki slíkum málum er að koma í veg fyrir fordæmisgefandi niðurstöðu frá Hæstarétti. Er þetta líklegt til að byggja upp traust? Þegar fyrstu gengislánin voru dæmd ólögleg í Hæstarétti gáfu FME og Seðlabankinn út tilmæli til fjármálafyrirtækja um að reikna hæstu seðlabankavexti afturvirkt á hin ólöglegu lán. Þessi tilmæli voru lögfest með lögum nr. 151/2010. Hæstiréttur dæmdi lögin og þar með tilmælin andstæð stjórnarskrá. Er þetta framferði Seðlabankans, FME, ríkisstjórnar og Alþingis líklegt til að byggja upp traust meðal þjóðarinnar? Bankastjórar geta dundað sér við það dagana langa að skjóta sendiboða en á endanum standa þeir frammi fyrir einni staðreynd; Traust þarf að ávinna sér.
Alþingi Skjóðan Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira