Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu? Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 18. mars 2015 07:00 Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Fólk úr íslensku atvinnulífi fjölmennti til að ræða margvísleg hagsmunamál iðnaðar en sérstöku kastljósi var beint að menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er forsenda bættra lífskjara og vel menntuð þjóð leggur grunn að góðum efnahag. Á Iðnþingi beindum við sérstaklega sjónum okkar að iðnmenntun en undanfarin ár hefur þeim stöðugt fækkað sem velja iðnnám. Við höfum beint fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og draga fram kosti alls náms. Iðnnám er raunverulegur valkostur sem býður upp á fjölbreytt og spennandi störf til framtíðar. Verk- og hugvit verða að fara saman. Hér gegnum við foreldrar mikilvægu hlutverki. Ég, eins og svo margir foreldrar, hélt að syni mínum þeirri hugmynd að bóknám væri til alls fyrst þótt hann sýndi ótvíræða hæfileika og mikinn áhuga á verklegum greinum. Hann fór að ráðum móður sinnar í fyrstu en saman ákváðum við svo að láta hugmyndir mínar um örugga framtíð lönd og leið og síðan þá hefur margt breyst til hins betra. Í dag á ég son sem hefur brennandi áhuga á námi sínu á iðnbraut. Hann er glaður, áhugasamur einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér og hefur ekki síður góða tekjumöguleika en félagar hans sem ákváðu að leggja stund á hefðbundið bóknám. Nýsköpun styrkir framþróun. Þau samfélög sem skara fram úr eru þekkingarsamfélög sem ýta undir rannsóknir og þróun og efla menntun. Samfélög þar sem fólk er hvatt til að skapa og sjá tækifæri til breytinga. Í því felst nýsköpun. Íslensk fyrirtæki standa sig vel í alþjóðlegum samanburði og umhverfi nýsköpunar er á margan hátt gott en við getum og viljum gera betur. Til þess að verða leiðandi á sviði nýsköpunar þurfum við að hlúa sérstaklega vel að nýjum hugmyndum og gæta þess að hér séu kjöraðstæður fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna. Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar sem þjóðar að vinna að aukinni framleiðni sem hefur svo margföldunaráhrif inn í samfélagið í formi tekjuafgangs og verðmætasköpunar. Aukin afköst og hagræðing í rekstri hefur ekki einungis áhrif á eigendur fyrirtækja heldur einnig starfsmenn. Landsframleiðsla á hverja unna vinnustund er undir meðaltali OECD ríkja en við vegum það upp með löngum vinnutíma. Í þessu felst tækifæri fyrir atvinnurekendur og launþega til umbóta. Með menntun, nýsköpun og aukna framleiðni að leiðarljósi sköpum við gott umhverfi sem gerir Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Ert þú tilbúin í slíka iðnbyltingu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Í síðustu viku héldu Samtök iðnaðarins sitt árlega Iðnþing undir yfirskriftinni „Erum við tilbúin fyrir næstu iðnbyltingu?“ Fólk úr íslensku atvinnulífi fjölmennti til að ræða margvísleg hagsmunamál iðnaðar en sérstöku kastljósi var beint að menntun, nýsköpun og framleiðni. Menntun er forsenda bættra lífskjara og vel menntuð þjóð leggur grunn að góðum efnahag. Á Iðnþingi beindum við sérstaklega sjónum okkar að iðnmenntun en undanfarin ár hefur þeim stöðugt fækkað sem velja iðnnám. Við höfum beint fólki í hefðbundið bóknám í stað þess að fagna fjölbreytileikanum og draga fram kosti alls náms. Iðnnám er raunverulegur valkostur sem býður upp á fjölbreytt og spennandi störf til framtíðar. Verk- og hugvit verða að fara saman. Hér gegnum við foreldrar mikilvægu hlutverki. Ég, eins og svo margir foreldrar, hélt að syni mínum þeirri hugmynd að bóknám væri til alls fyrst þótt hann sýndi ótvíræða hæfileika og mikinn áhuga á verklegum greinum. Hann fór að ráðum móður sinnar í fyrstu en saman ákváðum við svo að láta hugmyndir mínar um örugga framtíð lönd og leið og síðan þá hefur margt breyst til hins betra. Í dag á ég son sem hefur brennandi áhuga á námi sínu á iðnbraut. Hann er glaður, áhugasamur einstaklingur sem á framtíðina fyrir sér og hefur ekki síður góða tekjumöguleika en félagar hans sem ákváðu að leggja stund á hefðbundið bóknám. Nýsköpun styrkir framþróun. Þau samfélög sem skara fram úr eru þekkingarsamfélög sem ýta undir rannsóknir og þróun og efla menntun. Samfélög þar sem fólk er hvatt til að skapa og sjá tækifæri til breytinga. Í því felst nýsköpun. Íslensk fyrirtæki standa sig vel í alþjóðlegum samanburði og umhverfi nýsköpunar er á margan hátt gott en við getum og viljum gera betur. Til þess að verða leiðandi á sviði nýsköpunar þurfum við að hlúa sérstaklega vel að nýjum hugmyndum og gæta þess að hér séu kjöraðstæður fyrir fyrirtæki að vaxa og dafna. Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Það eru sameiginlegir hagsmunir okkar sem þjóðar að vinna að aukinni framleiðni sem hefur svo margföldunaráhrif inn í samfélagið í formi tekjuafgangs og verðmætasköpunar. Aukin afköst og hagræðing í rekstri hefur ekki einungis áhrif á eigendur fyrirtækja heldur einnig starfsmenn. Landsframleiðsla á hverja unna vinnustund er undir meðaltali OECD ríkja en við vegum það upp með löngum vinnutíma. Í þessu felst tækifæri fyrir atvinnurekendur og launþega til umbóta. Með menntun, nýsköpun og aukna framleiðni að leiðarljósi sköpum við gott umhverfi sem gerir Ísland aðlaðandi fyrir fólk og fyrirtæki. Ert þú tilbúin í slíka iðnbyltingu?
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar