Með netta snertifælni Elín Albertsdóttir skrifar 14. mars 2015 11:00 "Það er ömurlegt að horfa á niðurbrotið fólk með tár í augunum sem dómnefndin hefur hafnað. Maður fær alveg illt í magann,“ segir Auddi. Mynd/Pjetur Fjölskylda Audda er samrýnd og hittist oft. Þau taka í spil eða horfa á sjónvarp saman. Mynd/Pjetur Auðun Blöndal eða Audda Blö þekkja flestir sem grínista og uppátækjasaman dagskrárgerðarmann. Í þáttunum Ísland got talent bregður hann sér hins vegar í hlutverk sálusorgara sem knúsar fólk innilega. Þættirnir Ísland got talent hafa slegið rækilega í gegn annað árið í röð. Annað kvöld hefst úrslitakeppnin sem fram fer næstu sunnudaga í beinni útsendingu á Stöð 2. Auddi stendur baksviðs með keppendum, hughreystir þá og hvetur áfram. En er ekki erfitt að standa með öllum? „Ég var pínu stressaður í upphafi yfir því hvernig mér tækist að peppa og hugga. Síðan reyndist það auðvelt. Minnti mig á þegar ég tók þátt í uppistandi í fyrsta skipti árið 2001. Það var keppnin Fyndnasti maður Íslands sem var haldin á Kaffi Viktor og ég skalf á beinunum, var hrikalega stressaður og enginn að styðja við bakið á mér. Þegar ég sé stressið hjá keppendum Ísland got talent skil ég vel hvernig þeim líður. Hvatningin og stuðningurinn kemur því beint frá hjartanu,“ svarar Auddi.Engin knústýpa Þegar hann er spurður hvort hann eigi auðvelt með að knúsa fólk, segir hann: „Nei, og það fyndna er að ég er með netta snertifælni. Sú fælni gleymist þó fljótt á sviðinu. Ég er alls ekki þessi knústýpa en stemningin verður þannig að knúsið verður innilegt. Maður hrífst með þeim sem gengur vel og hughreystir þá sem eru niðurbrotnir. Þá brýst fram þetta mannlega inni í manni. Það er reyndar ömurlegt að horfa á niðurbrotið fólk með tár í augunum sem dómnefndin hefur hafnað. Maður fær alveg illt í magann,“ segir Auddi og bætir við að það hafi komið fyrir að fólk hafi hágrátið í fanginu á honum. „Það hefur líka komið fyrir að fólk strunsar út án þess að líta á mig og það er virkilega erfitt. Þá fær maður ekki tækifæri til að gefa fólkinu huggun. Þetta starf er því líka mikil lífsreynsla fyrir mig.“ Þarf maður að læra hvernig á að veita svona stuðning? „Nei, það kemur af sjálfu sér að hvetja fólk áfram. Reyndar hef ég alltaf verið mikill aðdáandi svona þátta, eiginlega nörd á þessu sviði. Ég hef horft á alla American Idol, Britain's Got Talent og X-factor og lært heilmikið af því, til dæmis af Ryan Seacrest sem er sérfræðingur á þessu sviði. Ég á tvær systur, aðra yngri og hina eldri og við hittumst oft til að horfa saman á þessa þætti og höfum gert lengi. Það var því mikill heiður fyrir mig að fá að vera með í Ísland got talent-þáttunum. Í fyrra upplifði ég í fyrsta skipti að vera í beinni útsendingu í sjónvarpi og fannst það mjög spennandi. Þegar við vorum með þættina 70 mínútur í gamla daga voru þeir aldrei í beinni. Þetta er því öðruvísi adrenalín og skemmtileg vinna. Á bak við tjöldin starfar ótrúlegur fjöldi frábærra fagmanna og það er gaman að vera partur af svona stóru verkefni. Sviðið verður stórkostlegt á morgun og miklu flottara en í fyrra,“ segir Auddi. „Eitt af því besta er að hafa kynnst þessum frábæru dómurum, Bubba, Þorgerði, Jóni og Selmu. Þetta er stórkostlegt fólk og við náum vel saman. Við höfum farið saman út að borða og hist utan vinnu sem hefur verið virkilega ánægjulegt.“Strákarnir. Þeir félagar gefa hér stórt knús, Auddi, Pétur og Sveppi.Venjulegur bolur Fyrir utan að vera kynnir í Ísland got talent stýrir Auddi útvarpsþáttum á föstudögum á FM957 ásamt Steinda Jr, (Steinþóri Steinþórssyni) og Agli Einarssyni. Þá er hann einnig að undirbúa nýja þáttaröð af Atvinnumönnunum okkar. „Í kvöld verð ég veislustjóri á árshátíð MS en ég geri talsvert af því og núna er tími árshátíðanna,“ útskýrir hann. „Þegar því verður lokið fer ég heim til að fara yfir handritið að Talentinu. Það mun halda áfram á morgun þannig að helgin fer í undirbúningsvinnu. Annars er alltaf voða mikið að gera hjá mér og helgarnar þéttar.“ Hvenær hefur þú þá tíma til að skemmta þér? „Ég finn mér alltaf tíma til þess,“ segir hann og hlær. „Engar áhyggjur af því. Ég tek reyndar pásu frá skemmtanalífinu þennan mánuðinn vegna anna. Annars hef ég gaman af að fara í bíó og að spila golf. Svo finnst mér skemmtilegt að spila. Ég spila oft með móður minni, Hafdísi Sveinsdóttur, og systrum en við erum samrýnd fjölskylda,“ segir hann. Móðir Audda hefur oft verið dregin fram í sviðsljósið í útvarpsþáttum sonarins. „Við Sveppi stríðum henni reglulega í útvarpinu. Hún var ekkert hrifin fyrst en er farin að venjast því. Hún á mjög erfitt með að segja nei við einkasoninn.“ Keila er eitt af áhugamálunum Audda. Þegar hann er spurður um fleiri tómstundir, svarar hann. „Ég fer í líkamsrækt á daginn til að halda góðri orku. Ég reyni að hugsa vel um heilsuna. Annars er ég bara ósköp venjulegur bolur,“ segir hann.Nokkuð sáttur Útvarp eða sjónvarp? „Þetta eru ólíkir miðlar en báðir skemmtilegir og áhugaverðir. Þegar ég byrjaði með útvarpsþætti fyrir þremur árum var ég búinn að vera lengi í sjónvarpi og fannst það góð tilbreyting. En svo finnst mér æðislegt að vera aftur í sjónvarpi núna.“ Auddi er einhleypur, barnlaus og býr einn. Þegar hann er spurður um kvennamál, svarar hann: „No, komment“. Hann er fæddur 8. júlí 1980 og verður því 35 ára í sumar. „Ég er bara nokkuð sáttur við aldurinn, hef alltaf haldið upp á afmælið mitt. Það verður því veisla í sumar,“ segir hann. Líf Audda hefur verið fjölbreytt. Það eru fjórtán ár síðan hann kom fyrst fram í sjónvarpsþáttunum 70 mínútur á Popptíví ásamt Sigmari Vilhjálmssyni, Jóhannesi Ásbjörnssyni og Sverri Þór Sverrissyni, Sveppa. Árið 2004 kom Pétur Jóhann Sigfússon líka í þáttinn en þá voru þeir Simmi og Jói hættir. Þættirnir fóru síðan yfir á Stöð 2 og nefndust Strákarnir. Auddi var seinna með þáttinn Tekinn þar sem hann hrekkti fræga fólkið auk þess að leika í þáttunum Svínasúpunni og Stelpunum. Þá hefur hann haft umsjón með sjónvarpsþáttunum Atvinnumönnunum okkar þar sem hann heimsækir atvinnumenn í knattspyrnu. Auddi segist eiga von á að halda áfram á sama sviðinu. „Á meðan mér finnst þetta gaman vil ég halda áfram. Mér finnst líka skemmtilegt að leikstýra og halda utan um hluti,“ segir hann.Grínarinn Oft hefur verið gert grín að Audda í þáttunum, stundum hefur það grín komið alveg óvænt. Hann segir að það sé partur af starfinu sem engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af. „Maður þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Ef maður er sáttur við sjálfan sig þá er þetta ekkert erfitt. Ætli maður sé ekki kominn með harðan skráp en það er langt frá því að svo hafi verið í upphafi. Einu sinni var ég vakinn með fimm lítrum af köldu vatni og rúmið mitt eyðilagt. Það var reyndar ekki skemmtilegt,“ viðurkennir Auddi en sjálfsagt er hann lítið skárri hrekkjalómur en félagarnir. Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Fjölskylda Audda er samrýnd og hittist oft. Þau taka í spil eða horfa á sjónvarp saman. Mynd/Pjetur Auðun Blöndal eða Audda Blö þekkja flestir sem grínista og uppátækjasaman dagskrárgerðarmann. Í þáttunum Ísland got talent bregður hann sér hins vegar í hlutverk sálusorgara sem knúsar fólk innilega. Þættirnir Ísland got talent hafa slegið rækilega í gegn annað árið í röð. Annað kvöld hefst úrslitakeppnin sem fram fer næstu sunnudaga í beinni útsendingu á Stöð 2. Auddi stendur baksviðs með keppendum, hughreystir þá og hvetur áfram. En er ekki erfitt að standa með öllum? „Ég var pínu stressaður í upphafi yfir því hvernig mér tækist að peppa og hugga. Síðan reyndist það auðvelt. Minnti mig á þegar ég tók þátt í uppistandi í fyrsta skipti árið 2001. Það var keppnin Fyndnasti maður Íslands sem var haldin á Kaffi Viktor og ég skalf á beinunum, var hrikalega stressaður og enginn að styðja við bakið á mér. Þegar ég sé stressið hjá keppendum Ísland got talent skil ég vel hvernig þeim líður. Hvatningin og stuðningurinn kemur því beint frá hjartanu,“ svarar Auddi.Engin knústýpa Þegar hann er spurður hvort hann eigi auðvelt með að knúsa fólk, segir hann: „Nei, og það fyndna er að ég er með netta snertifælni. Sú fælni gleymist þó fljótt á sviðinu. Ég er alls ekki þessi knústýpa en stemningin verður þannig að knúsið verður innilegt. Maður hrífst með þeim sem gengur vel og hughreystir þá sem eru niðurbrotnir. Þá brýst fram þetta mannlega inni í manni. Það er reyndar ömurlegt að horfa á niðurbrotið fólk með tár í augunum sem dómnefndin hefur hafnað. Maður fær alveg illt í magann,“ segir Auddi og bætir við að það hafi komið fyrir að fólk hafi hágrátið í fanginu á honum. „Það hefur líka komið fyrir að fólk strunsar út án þess að líta á mig og það er virkilega erfitt. Þá fær maður ekki tækifæri til að gefa fólkinu huggun. Þetta starf er því líka mikil lífsreynsla fyrir mig.“ Þarf maður að læra hvernig á að veita svona stuðning? „Nei, það kemur af sjálfu sér að hvetja fólk áfram. Reyndar hef ég alltaf verið mikill aðdáandi svona þátta, eiginlega nörd á þessu sviði. Ég hef horft á alla American Idol, Britain's Got Talent og X-factor og lært heilmikið af því, til dæmis af Ryan Seacrest sem er sérfræðingur á þessu sviði. Ég á tvær systur, aðra yngri og hina eldri og við hittumst oft til að horfa saman á þessa þætti og höfum gert lengi. Það var því mikill heiður fyrir mig að fá að vera með í Ísland got talent-þáttunum. Í fyrra upplifði ég í fyrsta skipti að vera í beinni útsendingu í sjónvarpi og fannst það mjög spennandi. Þegar við vorum með þættina 70 mínútur í gamla daga voru þeir aldrei í beinni. Þetta er því öðruvísi adrenalín og skemmtileg vinna. Á bak við tjöldin starfar ótrúlegur fjöldi frábærra fagmanna og það er gaman að vera partur af svona stóru verkefni. Sviðið verður stórkostlegt á morgun og miklu flottara en í fyrra,“ segir Auddi. „Eitt af því besta er að hafa kynnst þessum frábæru dómurum, Bubba, Þorgerði, Jóni og Selmu. Þetta er stórkostlegt fólk og við náum vel saman. Við höfum farið saman út að borða og hist utan vinnu sem hefur verið virkilega ánægjulegt.“Strákarnir. Þeir félagar gefa hér stórt knús, Auddi, Pétur og Sveppi.Venjulegur bolur Fyrir utan að vera kynnir í Ísland got talent stýrir Auddi útvarpsþáttum á föstudögum á FM957 ásamt Steinda Jr, (Steinþóri Steinþórssyni) og Agli Einarssyni. Þá er hann einnig að undirbúa nýja þáttaröð af Atvinnumönnunum okkar. „Í kvöld verð ég veislustjóri á árshátíð MS en ég geri talsvert af því og núna er tími árshátíðanna,“ útskýrir hann. „Þegar því verður lokið fer ég heim til að fara yfir handritið að Talentinu. Það mun halda áfram á morgun þannig að helgin fer í undirbúningsvinnu. Annars er alltaf voða mikið að gera hjá mér og helgarnar þéttar.“ Hvenær hefur þú þá tíma til að skemmta þér? „Ég finn mér alltaf tíma til þess,“ segir hann og hlær. „Engar áhyggjur af því. Ég tek reyndar pásu frá skemmtanalífinu þennan mánuðinn vegna anna. Annars hef ég gaman af að fara í bíó og að spila golf. Svo finnst mér skemmtilegt að spila. Ég spila oft með móður minni, Hafdísi Sveinsdóttur, og systrum en við erum samrýnd fjölskylda,“ segir hann. Móðir Audda hefur oft verið dregin fram í sviðsljósið í útvarpsþáttum sonarins. „Við Sveppi stríðum henni reglulega í útvarpinu. Hún var ekkert hrifin fyrst en er farin að venjast því. Hún á mjög erfitt með að segja nei við einkasoninn.“ Keila er eitt af áhugamálunum Audda. Þegar hann er spurður um fleiri tómstundir, svarar hann. „Ég fer í líkamsrækt á daginn til að halda góðri orku. Ég reyni að hugsa vel um heilsuna. Annars er ég bara ósköp venjulegur bolur,“ segir hann.Nokkuð sáttur Útvarp eða sjónvarp? „Þetta eru ólíkir miðlar en báðir skemmtilegir og áhugaverðir. Þegar ég byrjaði með útvarpsþætti fyrir þremur árum var ég búinn að vera lengi í sjónvarpi og fannst það góð tilbreyting. En svo finnst mér æðislegt að vera aftur í sjónvarpi núna.“ Auddi er einhleypur, barnlaus og býr einn. Þegar hann er spurður um kvennamál, svarar hann: „No, komment“. Hann er fæddur 8. júlí 1980 og verður því 35 ára í sumar. „Ég er bara nokkuð sáttur við aldurinn, hef alltaf haldið upp á afmælið mitt. Það verður því veisla í sumar,“ segir hann. Líf Audda hefur verið fjölbreytt. Það eru fjórtán ár síðan hann kom fyrst fram í sjónvarpsþáttunum 70 mínútur á Popptíví ásamt Sigmari Vilhjálmssyni, Jóhannesi Ásbjörnssyni og Sverri Þór Sverrissyni, Sveppa. Árið 2004 kom Pétur Jóhann Sigfússon líka í þáttinn en þá voru þeir Simmi og Jói hættir. Þættirnir fóru síðan yfir á Stöð 2 og nefndust Strákarnir. Auddi var seinna með þáttinn Tekinn þar sem hann hrekkti fræga fólkið auk þess að leika í þáttunum Svínasúpunni og Stelpunum. Þá hefur hann haft umsjón með sjónvarpsþáttunum Atvinnumönnunum okkar þar sem hann heimsækir atvinnumenn í knattspyrnu. Auddi segist eiga von á að halda áfram á sama sviðinu. „Á meðan mér finnst þetta gaman vil ég halda áfram. Mér finnst líka skemmtilegt að leikstýra og halda utan um hluti,“ segir hann.Grínarinn Oft hefur verið gert grín að Audda í þáttunum, stundum hefur það grín komið alveg óvænt. Hann segir að það sé partur af starfinu sem engin ástæða sé til að hafa áhyggjur af. „Maður þarf að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Ef maður er sáttur við sjálfan sig þá er þetta ekkert erfitt. Ætli maður sé ekki kominn með harðan skráp en það er langt frá því að svo hafi verið í upphafi. Einu sinni var ég vakinn með fimm lítrum af köldu vatni og rúmið mitt eyðilagt. Það var reyndar ekki skemmtilegt,“ viðurkennir Auddi en sjálfsagt er hann lítið skárri hrekkjalómur en félagarnir.
Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira