Veðurguðirnir hafa svo sannarlega sýnt landsmönnum mátt sinn og megin síðustu vikur og mánuði. Veðrið hefur haft það í för með sér að samgöngur, bæði í lofti og á jörðu niðri, hafa farið úr skorðum.
Veðurstofan hefur nú einnig gefið út viðvörun að vegna mikilla rigninga í bland við hvassviðri og hátt hitastig er líklegt að leysingar skapi hættu á vatnsflóðum, votum snjóflóðum, krapaflóðum og skriðuföllum víða um landið.
Óvissustigi vegna snjóflóða hefur einnig verið lýst yfir á Vestfjörðum.
Landsmenn bíða óþolinmóðir eftir að vorið gangi í garð: Óvægnar lægðir leika okkur grátt
