Batnandi lífsskilyrði fyrir alla Ellen Calmon skrifar 13. mars 2015 07:00 Síðustu vikur og mánuði hefur komið fram skýr vilji verkalýðsfélaga að leggja áherslu á verulega hækkun lægstu launa við næstu kjarasamninga. Krafa Starfsgreinasambandsins hljóðar upp á hækkun lágmarkslauna í 300.000 kr. innan þriggja ára. Verkalýðsfélögin hafa réttilega bent á að dagvinnulaun verkafólks dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Bág kjör geti valdið verulegum kostnaði fyrir íslenskt samfélag meðal annars vegna verri heilsu, aukins álags á heilbrigðis-, velferðar- og félagskerfið. Mikil vinna á lágum launum getur leitt til skertrar starfsgetu. Því er mikilvægt að lagfæra kjör láglaunafólks. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur þess vegna undir með verkalýðshreyfingunni í kröfugerð þeirra. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga, sem flestir í daglegu tali þekkja sem bætur, er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Belti og axlabönd Lögum samkvæmt á lífeyrir almannatrygginga að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að hann hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Með ákvæðinu átti, samkvæmt orðum þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja hag lífeyrisþega að þessu leyti bæði með belti og axlaböndum. Lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum. Því miður hefur raunin orðið önnur. Lífeyrir almannatrygginga hefur árum saman ekki fylgt hækkun lægstu launa, eins og fram kemur í skýrslu sem Talnakönnun ehf. vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008-2013 (http://www.obi.is/utgafa/skyrslur/). Á tímabilinu náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur lífeyrir hækkað um 3,6% (2014) og 3% (2015) eða hæst 4.514 kr. á mánuði eftir skatt. Þegar núverandi lagaákvæði um hækkun lífeyris var innleitt kom fram í athugasemdum við lagafrumvarpið að verðlagsmiðlun ráði, þ.e. ef verðlagshækkun er meiri en hækkun launa. Síðustu ár hafa laun hækkað umfram verðlag. Í því samhengi hefur launavísitalan hækkað um 13,4% frá janúar 2013. Á sama tíma hefur einungis verið tekið mið af verðlagshækkunum við ákvarðanir um hækkun lífeyris almannatrygginga. Að lifa á lífeyri eða? Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í grein í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2013 að hætt verði skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris, krónu á móti krónu og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem hafa orðið á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) var ályktað að hækka þyrfti lífeyri almannatrygginga um 129.000 kr. á mánuði þannig að lágmarkslífeyrir verði 321.000 kr. á mánuði. ÖBÍ tekur undir kröfu FEB um hækkun lífeyris almannatrygginga, þannig að hægt sé að lifa á lífeyri. Lofa, lofa, lofa Í svari Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja verði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hagur ríkisins hafi vænkast og lofað að leiðrétta kjaragliðnun lífeyrisþega. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir svigrúm vera til hækkunar launa en ríkið er einnig launagreiðandi og greiðandi lífeyris. Í janúar síðastliðnum sagði félags- og húsnæðismálaráðherra að hún telji að aðstæður á vinnumarkaði séu það stöndugar að forsenda sé fyrir hækkun launa. Minna ber á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Tökum höndum saman um batnandi lífsskilyrði í samfélagi fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hefur komið fram skýr vilji verkalýðsfélaga að leggja áherslu á verulega hækkun lægstu launa við næstu kjarasamninga. Krafa Starfsgreinasambandsins hljóðar upp á hækkun lágmarkslauna í 300.000 kr. innan þriggja ára. Verkalýðsfélögin hafa réttilega bent á að dagvinnulaun verkafólks dugi ekki fyrir lágmarksframfærslu samkvæmt opinberum viðmiðum. Bág kjör geti valdið verulegum kostnaði fyrir íslenskt samfélag meðal annars vegna verri heilsu, aukins álags á heilbrigðis-, velferðar- og félagskerfið. Mikil vinna á lágum launum getur leitt til skertrar starfsgetu. Því er mikilvægt að lagfæra kjör láglaunafólks. Öryrkjabandalag Íslands (ÖBÍ) tekur þess vegna undir með verkalýðshreyfingunni í kröfugerð þeirra. Minnt er á að lífeyrir almannatrygginga, sem flestir í daglegu tali þekkja sem bætur, er undir lágmarkslaunum fyrir dagvinnu. Belti og axlabönd Lögum samkvæmt á lífeyrir almannatrygginga að breytast árlega í takt við launaþróun en þó þannig að hann hækki ekki minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Með ákvæðinu átti, samkvæmt orðum þáverandi forsætisráðherra, Davíðs Oddssonar, að tryggja hag lífeyrisþega að þessu leyti bæði með belti og axlaböndum. Lífeyrir ætti ekki aðeins að hækka ef laun hækkuðu heldur einnig að taka mið af verðlagshækkunum. Því miður hefur raunin orðið önnur. Lífeyrir almannatrygginga hefur árum saman ekki fylgt hækkun lægstu launa, eins og fram kemur í skýrslu sem Talnakönnun ehf. vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008-2013 (http://www.obi.is/utgafa/skyrslur/). Á tímabilinu náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags- né launavísitölu. Niðurstaða skýrslunnar er skýr og út frá henni má fullyrða að kjör örorkulífeyrisþega hafi versnað meira en annarra frá efnahagshruni. Frá því núverandi ríkisstjórn tók við hefur lífeyrir hækkað um 3,6% (2014) og 3% (2015) eða hæst 4.514 kr. á mánuði eftir skatt. Þegar núverandi lagaákvæði um hækkun lífeyris var innleitt kom fram í athugasemdum við lagafrumvarpið að verðlagsmiðlun ráði, þ.e. ef verðlagshækkun er meiri en hækkun launa. Síðustu ár hafa laun hækkað umfram verðlag. Í því samhengi hefur launavísitalan hækkað um 13,4% frá janúar 2013. Á sama tíma hefur einungis verið tekið mið af verðlagshækkunum við ákvarðanir um hækkun lífeyris almannatrygginga. Að lifa á lífeyri eða? Formaður Sjálfstæðisflokksins skrifar í grein í Morgunblaðinu þann 9. apríl 2013 að hætt verði skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris, krónu á móti krónu og hann leiðréttur til samræmis við þær hækkanir sem hafa orðið á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Á síðasta aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík (FEB) var ályktað að hækka þyrfti lífeyri almannatrygginga um 129.000 kr. á mánuði þannig að lágmarkslífeyrir verði 321.000 kr. á mánuði. ÖBÍ tekur undir kröfu FEB um hækkun lífeyris almannatrygginga, þannig að hægt sé að lifa á lífeyri. Lofa, lofa, lofa Í svari Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar segir að brýnasta verkefnið í málefnum aldraðra og öryrkja verði að hækka lífeyri þeirra vegna kjaraskerðinga og kjaragliðnunar. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að hagur ríkisins hafi vænkast og lofað að leiðrétta kjaragliðnun lífeyrisþega. Félags- og húsnæðismálaráðherra segir svigrúm vera til hækkunar launa en ríkið er einnig launagreiðandi og greiðandi lífeyris. Í janúar síðastliðnum sagði félags- og húsnæðismálaráðherra að hún telji að aðstæður á vinnumarkaði séu það stöndugar að forsenda sé fyrir hækkun launa. Minna ber á að Ísland er aðili að alþjóða mannréttindasamningum sem viðurkenna rétt sérhvers manns til viðunandi lífsafkomu fyrir hann sjálfan og fjölskyldu hans og til sífellt batnandi lífsskilyrða. Tökum höndum saman um batnandi lífsskilyrði í samfélagi fyrir alla.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun