Fögnum og grátum með náunga okkar Toshiki Toma skrifar 11. mars 2015 07:00 Tíminn flýgur. Í dag 11. mars eru fjögur ár liðin síðan jarðskjálftar og flóðbylgjur skóku Japan árið 2011. Um 16.000 manns létu lífið nær samstundis og 2.600 manns er saknað. Hamfarirnar höfðu og hafa haft gríðarleg áhrif á japanskt samfélag bæði efnahagslega og andlega. Ég hef heyrt að lífið á hamfarasvæðunum hafi lagast lítið eitt en enn eigi eftir að takast á við alvörumál eins og eftir kjarnorkuleka en ekki síður sorgina og áfallið í lífi þess fólks sem missti fjölskyldu sína og æskuvini, heimili og jafnvel heimabæ og mun aldrei geta gleymt því eða þurrkað það út úr brjósti sínu þar sem söknuðurinn er endalaus. Ég veit að þetta er ekki „eini sorglegi atburðurinn“ í heiminum okkar. Það deyja fleiri en sex milljónir barna á hverju ári, jafnvel talin aðeins yngri en fimm ára, samkvæmt skýrslu UNICEF. Það gæti því virkað undarlegt og sjálfhverft að minnast fórnarlamba ákveðins atburðar á heimalandi sínu á ákveðnum degi, en ekki minnast á sama hátt allra í heiminum sem farið hafa í gegnum erfiðleika og upplifað áfall. Það er ef til vill ákveðin takmörkun manneskju. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum“ (Rom. 12:15) eru uppáhaldsorð mín í Biblíunni. Það þýðir að við skulum lifa með náungum okkar alla tíð, hvort sem tíminn er góður eða slæmur. Ef við verðum ánægð með því að takmarka „náunga okkar“ við fjölskyldur okkar, vini eða samlanda, þá mun það vera ekki eftirsóknarvert. Aftur á móti ef við hvorki fögnum né grátum, ekki einu sinni með fólkinu í kringum okkur eða samlöndum, þá mun slíkt aðeins þýða að við eigum enga náunga. Það er ekki gott. Við þurfum að stíga fyrsta skrefið, þaðan sem við erum stödd núna. Ég held að Japanar séu þjóð, sem fyrir ykkur sem búið á Íslandi sé langt í burtu. Engu að síður sýnduð þið mikla samúð, samstöðu og aðstoð eftir hamfarirnar. Fjölmörg samtök og einstaklingar lögðu sitt á vogarskálarnar eins og Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samtökin Vinir Japans, ÆSKÞ og fleiri sem ég gæti nefnt. Það voru sendar prjónaflíkur frá einstaklingum alls staðar af á landinu. Þá voru bænastundir í mörgum söfnuðum og hjá einstaklingum. Sem einn af Japönum sem búa á Íslandi vil ég þakka ykkur innilega fyrir. Guð gefi fórnarlömbum hamfaranna í Japan frið, hugsi til allra sem eru í neyð í heiminum, og blessi alla sem reyna að fagna og gráta með náunga sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Toshiki Toma Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Tíminn flýgur. Í dag 11. mars eru fjögur ár liðin síðan jarðskjálftar og flóðbylgjur skóku Japan árið 2011. Um 16.000 manns létu lífið nær samstundis og 2.600 manns er saknað. Hamfarirnar höfðu og hafa haft gríðarleg áhrif á japanskt samfélag bæði efnahagslega og andlega. Ég hef heyrt að lífið á hamfarasvæðunum hafi lagast lítið eitt en enn eigi eftir að takast á við alvörumál eins og eftir kjarnorkuleka en ekki síður sorgina og áfallið í lífi þess fólks sem missti fjölskyldu sína og æskuvini, heimili og jafnvel heimabæ og mun aldrei geta gleymt því eða þurrkað það út úr brjósti sínu þar sem söknuðurinn er endalaus. Ég veit að þetta er ekki „eini sorglegi atburðurinn“ í heiminum okkar. Það deyja fleiri en sex milljónir barna á hverju ári, jafnvel talin aðeins yngri en fimm ára, samkvæmt skýrslu UNICEF. Það gæti því virkað undarlegt og sjálfhverft að minnast fórnarlamba ákveðins atburðar á heimalandi sínu á ákveðnum degi, en ekki minnast á sama hátt allra í heiminum sem farið hafa í gegnum erfiðleika og upplifað áfall. Það er ef til vill ákveðin takmörkun manneskju. „Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum“ (Rom. 12:15) eru uppáhaldsorð mín í Biblíunni. Það þýðir að við skulum lifa með náungum okkar alla tíð, hvort sem tíminn er góður eða slæmur. Ef við verðum ánægð með því að takmarka „náunga okkar“ við fjölskyldur okkar, vini eða samlanda, þá mun það vera ekki eftirsóknarvert. Aftur á móti ef við hvorki fögnum né grátum, ekki einu sinni með fólkinu í kringum okkur eða samlöndum, þá mun slíkt aðeins þýða að við eigum enga náunga. Það er ekki gott. Við þurfum að stíga fyrsta skrefið, þaðan sem við erum stödd núna. Ég held að Japanar séu þjóð, sem fyrir ykkur sem búið á Íslandi sé langt í burtu. Engu að síður sýnduð þið mikla samúð, samstöðu og aðstoð eftir hamfarirnar. Fjölmörg samtök og einstaklingar lögðu sitt á vogarskálarnar eins og Rauði kross Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar, Samtökin Vinir Japans, ÆSKÞ og fleiri sem ég gæti nefnt. Það voru sendar prjónaflíkur frá einstaklingum alls staðar af á landinu. Þá voru bænastundir í mörgum söfnuðum og hjá einstaklingum. Sem einn af Japönum sem búa á Íslandi vil ég þakka ykkur innilega fyrir. Guð gefi fórnarlömbum hamfaranna í Japan frið, hugsi til allra sem eru í neyð í heiminum, og blessi alla sem reyna að fagna og gráta með náunga sínum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun