Fá 40 milljónir í hestamót sveinn arnarsson skrifar 10. mars 2015 07:00 Erla Björk Örnólfsdóttir Fjörutíu milljónir króna renna úr ríkissjóði á þessu ári til endurbóta á útisvæði reiðkennaranáms við Hólaskóla í Hjaltadal í Skagafirði. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og meðlimur fjárlaganefndar Alþingis, segir þetta hluta af uppbyggingu sem þurfi vegna Landsmóts hestamanna 2016.Haraldur Benediktsson„Þarna er verið að bæta Hólastað og efla hann með viðhaldi og endurbótum á útisvæði fyrir nám í hestafræðum. Þetta verður því vonandi hluti af þeim framkvæmdum sem þarf að fara í á Hólum í sumar,“ segir Haraldur. Upphæðin kom inn á fjárlög eftir breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar. „Ég get bara sagt það að ég bað ekki um þessa aukafjárveitingu. Þú verður að spyrja aðra hvaðan hún kom. Við höfum heldur ekki ákveðið hvernig við munum verja þessum fjármunum,“ segir rektor Hólaskóla, Erla Björk Örnólfsdóttir. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir vinnubrögðin ólíðandi. Lengi hafi tíðkast að einstaklingar og samtök kæmu fyrir fjárlaganefnd til að rökstyðja óskir um framlög. Persónuleg tengsl við nefndarmenn hafi þá getað skipt miklu.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðar„Þessu verklagi var breytt til hins betra á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn ákvað að samþykkja fjölmargar beiðnir fyrir jól án þess að umsóknirnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjárlaganefnd. Þessi vinnubrögð orka tvímælis og við í minnihlutanum höfum gagnrýnt þetta verklag harðlega,“ segir Brynhildur. Peningar sem verða settir í verkefnið á fjárlögum þýða það að mótshaldarar; þrjú hestamannafélög í Skagafirði, þurfa sjálf að setja minna fé í framkvæmdir. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga og varaþingmaður í kjördæminu, segist ekki geta sagt hversu mikið kosti að koma svæðinu í lag fyrir Landsmót. Líklegt er að það sé á annað hundrað milljónir króna. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Fjörutíu milljónir króna renna úr ríkissjóði á þessu ári til endurbóta á útisvæði reiðkennaranáms við Hólaskóla í Hjaltadal í Skagafirði. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og meðlimur fjárlaganefndar Alþingis, segir þetta hluta af uppbyggingu sem þurfi vegna Landsmóts hestamanna 2016.Haraldur Benediktsson„Þarna er verið að bæta Hólastað og efla hann með viðhaldi og endurbótum á útisvæði fyrir nám í hestafræðum. Þetta verður því vonandi hluti af þeim framkvæmdum sem þarf að fara í á Hólum í sumar,“ segir Haraldur. Upphæðin kom inn á fjárlög eftir breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar. „Ég get bara sagt það að ég bað ekki um þessa aukafjárveitingu. Þú verður að spyrja aðra hvaðan hún kom. Við höfum heldur ekki ákveðið hvernig við munum verja þessum fjármunum,“ segir rektor Hólaskóla, Erla Björk Örnólfsdóttir. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir vinnubrögðin ólíðandi. Lengi hafi tíðkast að einstaklingar og samtök kæmu fyrir fjárlaganefnd til að rökstyðja óskir um framlög. Persónuleg tengsl við nefndarmenn hafi þá getað skipt miklu.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðar„Þessu verklagi var breytt til hins betra á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn ákvað að samþykkja fjölmargar beiðnir fyrir jól án þess að umsóknirnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjárlaganefnd. Þessi vinnubrögð orka tvímælis og við í minnihlutanum höfum gagnrýnt þetta verklag harðlega,“ segir Brynhildur. Peningar sem verða settir í verkefnið á fjárlögum þýða það að mótshaldarar; þrjú hestamannafélög í Skagafirði, þurfa sjálf að setja minna fé í framkvæmdir. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga og varaþingmaður í kjördæminu, segist ekki geta sagt hversu mikið kosti að koma svæðinu í lag fyrir Landsmót. Líklegt er að það sé á annað hundrað milljónir króna.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira