Skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 25. febrúar 2015 00:00 Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég þriðja barnið mitt. Stúlku sem kom svo sannarlega í heiminn með látum. Sælutilfinningin sem fylgdi því að fá hana í fangið eftir erfiða meðgöngu og fæðingu var ólýsanleg. Ég horfði í augun á henni og man vel eftir fyrstu hugsuninni sem skaust upp í kollinn á mér. „Þú ert öðruvísi en systur þínar“. Ég var fljót að hrista þá hugsun af mér. Á þessum tíma óraði mig að sjálfsögðu ekki fyrir því hvað koma þessarar litlu stúlku í heiminn ætti eftir að breyta lífi mínu mikið, ætti eftir að víkka sjóndeildarhring minn og hjálpa mér meðal annars að takast á við sjálfa mig, eigin fordóma og óöryggi. Í viku var ég á bleiku skýi, eftir það hef ég verið í hröðustu og erfiðustu rússíbanareið sem ég hef upplifað. Fljótlega fór að bera á því að ekki var allt með felldu. Barnið grét alla nóttina og allan daginn. Það var ekkert hægt að gera. Við leituðum á heilsugæsluna og okkur var sagt að stundum væri þetta bara svona. Ég neitaði og sagði að eitthvað væri að. Eina nóttina reif ég barnið upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Þá brást heilsugæslan við. Hún fór að leggja sig fram við að lækna mig. Ekki hana. Ég var þunglynd móðir í móðursýkiskasti. Viltu fara á lyf? Þú verður að passa þig að sofa og borða, hlúa að sjálfri þér. Stundum fara konur að hugsa óskýrt þegar álagið er mikið. Þetta voru upplýsingar sem ég fékk. Upplýsingar sem sögðu mér að hætta að hlusta á sjálfa mig og ég reyndi. Reyndi svo mikið að ég fékk taugaáfall. Því enn sá ég að barnið mitt var stundum blátt í framan, hagaði sér öðruvísi en eldri börnin og umönnun hennar var allt öðruvísi.Mömmuhjartað veit best Með krókaleiðum framhjá heilsugæslunni hitti ég góðan barnalækni. Sem staðfesti grun minn. Við vorum send áfram og við tók nokkurra mánaða bið. Loks kom niðurstaða. Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni. Nú þegar niðurstaða er komin og ég fór að lesa mér til um heilkennið, áttaði ég mig á að þeir hlutir sem ég sá þegar hún var ungbarn voru einkenni heilkennisins. Ég fór því að hugsa, hvenær fór það svo að við hættum að hlusta hvert á annað? Þegar tæknin var minni þá var það innsæið sem þurfti að nota, tilfinningin sem sagði að eitthvað væri að. Þar þurfti að bregðast við. Nú er tæknin meiri, en hlustunin minni? Hvers vegna? Er það vegna þess að við erum þrælar fjármagns? Það kostar að senda barn í greiningu, það kostar að senda fólk til sérfræðinga. Er hikað þess vegna? Hvenær fóru tilfinningar foreldra að skipta minna máli en peningar? Viljum við spara í þessu? Eða hver er ástæðan? Ég hef nefnilega enn ekki geta skilið hana. En eitt veit ég og það er innri röddin segir satt þegar kemur að börnunum okkar. Innri röddin er þess verðug að hlusta á. Því mömmuhjartað veit best, mömmuhjartað veit hvenær eitthvað amar að börnunum og hvenær ekki. Ég tel því að við þurfum öll að læra að hlusta betur, hlusta á innsæi og taka mark á tilfinningum. Ekki gera lítið úr tilfinningum nýbakaðra mæðra því samfélagið segir að það sé „eðlilegt“ að þær séu móðursjúkar! Og skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan eignaðist ég þriðja barnið mitt. Stúlku sem kom svo sannarlega í heiminn með látum. Sælutilfinningin sem fylgdi því að fá hana í fangið eftir erfiða meðgöngu og fæðingu var ólýsanleg. Ég horfði í augun á henni og man vel eftir fyrstu hugsuninni sem skaust upp í kollinn á mér. „Þú ert öðruvísi en systur þínar“. Ég var fljót að hrista þá hugsun af mér. Á þessum tíma óraði mig að sjálfsögðu ekki fyrir því hvað koma þessarar litlu stúlku í heiminn ætti eftir að breyta lífi mínu mikið, ætti eftir að víkka sjóndeildarhring minn og hjálpa mér meðal annars að takast á við sjálfa mig, eigin fordóma og óöryggi. Í viku var ég á bleiku skýi, eftir það hef ég verið í hröðustu og erfiðustu rússíbanareið sem ég hef upplifað. Fljótlega fór að bera á því að ekki var allt með felldu. Barnið grét alla nóttina og allan daginn. Það var ekkert hægt að gera. Við leituðum á heilsugæsluna og okkur var sagt að stundum væri þetta bara svona. Ég neitaði og sagði að eitthvað væri að. Eina nóttina reif ég barnið upp úr vöggunni því mér fannst hún vera hætt að anda. Þá brást heilsugæslan við. Hún fór að leggja sig fram við að lækna mig. Ekki hana. Ég var þunglynd móðir í móðursýkiskasti. Viltu fara á lyf? Þú verður að passa þig að sofa og borða, hlúa að sjálfri þér. Stundum fara konur að hugsa óskýrt þegar álagið er mikið. Þetta voru upplýsingar sem ég fékk. Upplýsingar sem sögðu mér að hætta að hlusta á sjálfa mig og ég reyndi. Reyndi svo mikið að ég fékk taugaáfall. Því enn sá ég að barnið mitt var stundum blátt í framan, hagaði sér öðruvísi en eldri börnin og umönnun hennar var allt öðruvísi.Mömmuhjartað veit best Með krókaleiðum framhjá heilsugæslunni hitti ég góðan barnalækni. Sem staðfesti grun minn. Við vorum send áfram og við tók nokkurra mánaða bið. Loks kom niðurstaða. Litla stelpan mín er með litningagalla. Hún er með það sem heitir Williams heilkenni. Nú þegar niðurstaða er komin og ég fór að lesa mér til um heilkennið, áttaði ég mig á að þeir hlutir sem ég sá þegar hún var ungbarn voru einkenni heilkennisins. Ég fór því að hugsa, hvenær fór það svo að við hættum að hlusta hvert á annað? Þegar tæknin var minni þá var það innsæið sem þurfti að nota, tilfinningin sem sagði að eitthvað væri að. Þar þurfti að bregðast við. Nú er tæknin meiri, en hlustunin minni? Hvers vegna? Er það vegna þess að við erum þrælar fjármagns? Það kostar að senda barn í greiningu, það kostar að senda fólk til sérfræðinga. Er hikað þess vegna? Hvenær fóru tilfinningar foreldra að skipta minna máli en peningar? Viljum við spara í þessu? Eða hver er ástæðan? Ég hef nefnilega enn ekki geta skilið hana. En eitt veit ég og það er innri röddin segir satt þegar kemur að börnunum okkar. Innri röddin er þess verðug að hlusta á. Því mömmuhjartað veit best, mömmuhjartað veit hvenær eitthvað amar að börnunum og hvenær ekki. Ég tel því að við þurfum öll að læra að hlusta betur, hlusta á innsæi og taka mark á tilfinningum. Ekki gera lítið úr tilfinningum nýbakaðra mæðra því samfélagið segir að það sé „eðlilegt“ að þær séu móðursjúkar! Og skammist ykkar fyrir að hlusta ekki á mig!
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar