Hvað tefur í húsnæðismálum? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2015 07:00 BSRB hefur lengi bent á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við vanda og breyttum þörfum á húsnæðismarkaði til að tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar er sérstaklega bent á mikilvægi þess að huga að öryggi í húsnæðismálum. Brýnt er því að mati BSRB að setja í forgang uppbyggingu almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi. Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt. Það er jafnframt grundvallaratriði í stefnu BSRB að stuðningur hins opinbera við ólík búsetuform verði jafnaður. Taka verður strax upp samræmdar húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta til að stuðla að frekari jöfnuði fólks. Með hærri fjárstuðningi til leigjenda í formi samræmdra húsnæðisbóta verður fjölskyldum því gefið raunverulegt val um búsetuform. Nú er bráðum ár liðið frá því að tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála voru kynntar en engin frumvörp hafa enn verið lögð fram af hálfu félags- og húsnæðismálaráðherra. Ljóst er að mikillar óþreyju er farið að gæta eftir því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum líti dagsins ljós. Ríkið verður að koma með öflugum hætti að uppbyggingu leigufélaga og gera nauðsynlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi þannig að leigufélög geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki. BSRB bendir á að þeim bráðavanda sem nú blasir við á húsnæðismarkaði verður ekki brugðist við nema stjórnvöld leggi nú fram nauðsynlega fjármuni bæði í uppbyggingu leigufélaga og í nýtt og samræmt húsnæðisbótakerfi þar sem stuðningur við leigjendur verði aukinn. BSRB kallar því eftir að félags- og húsnæðismálaráðherra komi án tafar fram með raunhæfar tillögur til að tryggja húsnæðisöryggi og jafnræði á húsnæðismarkaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
BSRB hefur lengi bent á mikilvægi þess að brugðist verði sem fyrst við vanda og breyttum þörfum á húsnæðismarkaði til að tryggja öllum viðunandi húsnæði á viðunandi kjörum. Í nýútkominni skýrslu Velferðarvaktarinnar er sérstaklega bent á mikilvægi þess að huga að öryggi í húsnæðismálum. Brýnt er því að mati BSRB að setja í forgang uppbyggingu almenns leigumarkaðar og samræmt húsnæðisbótakerfi. Nauðsynlegt er að gera leiguformið að raunverulegum valkosti í búsetumálum á Íslandi. BSRB telur að með almennu leigukerfi að norrænni fyrirmynd verði hægt að bjóða upp á langtímaleigu húsnæðis á viðunandi kjörum. Þörf á auknu framboði leiguhúsnæðis er mikil en um 20% félagsmanna BSRB hafa lýst því í kjarakönnunum bandalagsins að þeir vilji færa sig úr eigin húsnæði yfir á leigumarkað ef búsetuöryggi væri tryggt. Það er jafnframt grundvallaratriði í stefnu BSRB að stuðningur hins opinbera við ólík búsetuform verði jafnaður. Taka verður strax upp samræmdar húsnæðisbætur í stað vaxta- og leigubóta til að stuðla að frekari jöfnuði fólks. Með hærri fjárstuðningi til leigjenda í formi samræmdra húsnæðisbóta verður fjölskyldum því gefið raunverulegt val um búsetuform. Nú er bráðum ár liðið frá því að tillögur verkefnisstjórnar um framtíðarskipan húsnæðismála voru kynntar en engin frumvörp hafa enn verið lögð fram af hálfu félags- og húsnæðismálaráðherra. Ljóst er að mikillar óþreyju er farið að gæta eftir því að aðgerðir ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum líti dagsins ljós. Ríkið verður að koma með öflugum hætti að uppbyggingu leigufélaga og gera nauðsynlegar breytingar á laga- og reglugerðarumhverfi þannig að leigufélög geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki. BSRB bendir á að þeim bráðavanda sem nú blasir við á húsnæðismarkaði verður ekki brugðist við nema stjórnvöld leggi nú fram nauðsynlega fjármuni bæði í uppbyggingu leigufélaga og í nýtt og samræmt húsnæðisbótakerfi þar sem stuðningur við leigjendur verði aukinn. BSRB kallar því eftir að félags- og húsnæðismálaráðherra komi án tafar fram með raunhæfar tillögur til að tryggja húsnæðisöryggi og jafnræði á húsnæðismarkaði.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar