Ég á líf læknaði þunglyndan Þjóðverja Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. febrúar 2015 08:00 Mikið var um tilfinningar þegar Þjóðverjarnir Bernd og Oliver hittu þá Eyþór Inga, Pétur Örn og Örlyg Smára. Lagið Ég á líf skiptir Þjóðverjana miklu máli og var því mikið um tilfinningar á fundinum. mynd/pétur örn Guðmundsson Mikið tilfinningaflóð átti sér stað þegar Þjóðverjarnir Bernd Korpasch og eiginmaður hans Oliver hittu þá Eyþór Inga Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Örlyg Smára yfir kaffibolla í fyrradag. Bernd ber miklar tilfinningar til íslensku listamannanna og hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn. „Það var mjög tilfinningaþrungið að hitta þá. Ég er mikill Eurovision-aðdáandi og finnst ég mjög tengdur Íslandi,“ segir Bernd. Eyþór Ingi flutti lagið Ég á líf í Eurovision árið 2013 og tengir Bernd vægast sagt mjög vel við texta lagsins. Bernd lenti inni á spítala eftir að hafa glímt við þunglyndi og lá þar inni í tvo mánuði hætt kominn. „Mig langaði í tattú og hafði hugsað um að fá mér tattú í sex ár en fann aldrei neitt sem mig langaði virkilega í. Ég lenti svo inni á spítala í tvo mánuði og þegar ég var að jafna mig heyrði ég þetta lag,“ segir Bernd um sín fyrstu kynni við lagið. Hann fékk skömmu síðar texta lagsins þýddan og tengdi strax við hann. „Mér fannst lagið alveg frábært og ég tengdi svo við textann að mér fannst það rétt að fá mér titil lagsins sem húðflúr,“ segir Bernd um hugmyndina á bak við flúrið. „Hann er rosalega almennilegur og viðkunnanlegur maður. Hann var heiðarlegur í sinni framkomu og það er gaman að vita til þess að honum þyki svo vænt um lagið og textann, að hann hafi flúrað á sig titil lagsins,“ segir Pétur Örn Guðmundsson. „Að lagið og textinn skyldi hreyfa svona við honum veitir manni gleði og það að geta haft svona jákvæð áhrif með einhverju sem maður hefur skapað. Er það ekki draumur hvers listamanns að geta hreyft við fólki á jákvæðan hátt,“ bætir Pétur Örn við. Bernd hefur hann einungis tvisvar sinnum misst af Eurovision á síðustu tíu árum og var hann viðstaddur úrslitakvöldið í Söngvakeppninni í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. „Þetta var algjörlega frábær ferð til Íslands. Ég var mjög hrifinn af laginu sem vann og söngkonunni. Hún hefur allt til þess að vinna Eurovision,“ segir Bernd. Hann fer á Eurovision í Austurríki og styður Ísland í keppninni. Á meðan hann dvaldi hér á landi hitti hann ekki bara mennina á bak við lagið Ég á líf, heldur hitti hann fleiri Eurovision-fara, þau Helgu Möller og Pál Óskar Hjálmtýsson. Eurovision Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Mikið tilfinningaflóð átti sér stað þegar Þjóðverjarnir Bernd Korpasch og eiginmaður hans Oliver hittu þá Eyþór Inga Gunnlaugsson, Pétur Örn Guðmundsson og Örlyg Smára yfir kaffibolla í fyrradag. Bernd ber miklar tilfinningar til íslensku listamannanna og hefur húðflúrað titil lagsins Ég á líf á handlegg sinn. „Það var mjög tilfinningaþrungið að hitta þá. Ég er mikill Eurovision-aðdáandi og finnst ég mjög tengdur Íslandi,“ segir Bernd. Eyþór Ingi flutti lagið Ég á líf í Eurovision árið 2013 og tengir Bernd vægast sagt mjög vel við texta lagsins. Bernd lenti inni á spítala eftir að hafa glímt við þunglyndi og lá þar inni í tvo mánuði hætt kominn. „Mig langaði í tattú og hafði hugsað um að fá mér tattú í sex ár en fann aldrei neitt sem mig langaði virkilega í. Ég lenti svo inni á spítala í tvo mánuði og þegar ég var að jafna mig heyrði ég þetta lag,“ segir Bernd um sín fyrstu kynni við lagið. Hann fékk skömmu síðar texta lagsins þýddan og tengdi strax við hann. „Mér fannst lagið alveg frábært og ég tengdi svo við textann að mér fannst það rétt að fá mér titil lagsins sem húðflúr,“ segir Bernd um hugmyndina á bak við flúrið. „Hann er rosalega almennilegur og viðkunnanlegur maður. Hann var heiðarlegur í sinni framkomu og það er gaman að vita til þess að honum þyki svo vænt um lagið og textann, að hann hafi flúrað á sig titil lagsins,“ segir Pétur Örn Guðmundsson. „Að lagið og textinn skyldi hreyfa svona við honum veitir manni gleði og það að geta haft svona jákvæð áhrif með einhverju sem maður hefur skapað. Er það ekki draumur hvers listamanns að geta hreyft við fólki á jákvæðan hátt,“ bætir Pétur Örn við. Bernd hefur hann einungis tvisvar sinnum misst af Eurovision á síðustu tíu árum og var hann viðstaddur úrslitakvöldið í Söngvakeppninni í Háskólabíói síðastliðinn laugardag. „Þetta var algjörlega frábær ferð til Íslands. Ég var mjög hrifinn af laginu sem vann og söngkonunni. Hún hefur allt til þess að vinna Eurovision,“ segir Bernd. Hann fer á Eurovision í Austurríki og styður Ísland í keppninni. Á meðan hann dvaldi hér á landi hitti hann ekki bara mennina á bak við lagið Ég á líf, heldur hitti hann fleiri Eurovision-fara, þau Helgu Möller og Pál Óskar Hjálmtýsson.
Eurovision Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning