

Lærum af reynslunni
Bjartsýni er góð svo lengi sem við látum ekki blindast af henni og gott gengi réttlætir ekki kæruleysi. Alvarleg staða er komin upp á vinnumarkaði en við vitum af fenginni reynslu hversu miklu máli niðurstaða kjarasamninga getur skipt fyrir íslenskt efnahagslíf. Það hversu mikið ber í milli í kröfum verkalýðsfélaga og hugmyndum atvinnurekenda er alvarlegt.
Kjarasamningar gegna mikilvægu hagstjórnarhlutverki, enda einn helsti áhrifaþáttur verðbólgu á Íslandi. Til langs tíma getur kaupmáttur launa ekki vaxið umfram framleiðnivöxt hagkerfisins og því munu launahækkanir umfram verðmætasköpun fyrirtækja ávallt leiða til aukinnar verðbólgu. Þetta hefur reynslan sýnt og ætti ekki að vera umdeilt. Þrátt fyrir það hafa launahækkanir á Íslandi sjaldnast tekið mið af þessari vitneskju og skyldi því engan undra að verðbólgusaga okkar er eins og hún er. Það er merkilegt, ekki síst vegna þess að nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum hafa fetað aðra leið. Þar hafa laun hækkað í samræmi við vöxt hagkerfisins og hefur það skilað sér í lægri verðbólgu og lægra vaxtastigi.
Er vilji til að læra af reynslunni? Nýlegir samningar ríkisins við lækna um 30% launahækkun á næstu þremur árum gefa ekki tilefni til að ætla að svo sé. Þó læknar séu fámennur hópur í hlutfalli við vinnumarkaðinn er enginn eyland og fylgi aðrir hópar eru áhrifin fyrirséð.
Auðvitað geta ytri þættir eins og batnandi viðskiptakjör skapað viðbótarsvigrúm til launahækkana. Við sáum slíkt á síðasta ári, launavísitala Hagstofunnar í árslok mældist ríflega 6% en á sama tíma mældist verðbólgan undir einu prósentustigi og hefur aldrei mælst lægri. Það má segja að við höfum verið heppin, batnandi viðskiptakjör og styrking krónunnar unnu gegn launaverðbólgunni. Hugsanlega getum við orðið heppin á árinu 2015, tekið sjensinn og elt lækna, en það er varla ábyrg stefna.
Mikilvægt er að hafa í huga að íslensk heimili eru ekki aðeins næm fyrir verðbólgu heldur einnig vaxtahækkunum, en aukin ásókn heimila í óverðtryggð lán hefur aukið áhrif vaxtahækkana á greiðslubyrði. Seðlabankinn hefur sýnt það í verki að hann hækkar vexti fljótt telji hann verðstöðugleika ógnað og nægir að líta til síðustu tvennra kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla launahækkana 2011 hækkaði bankinn vexti en frá síðustu kjarasamningum hafa vextir lækkað. Seðlabankanum ber að beita vöxtum til að halda aftur af verðbólguþrýstingi og er vaxtastigið því afleiðing en ekki orsök. Niðurstaða kjarasamninga ræður að miklu leyti för.
Á endanum snýst þetta um hið margumtalaða svigrúm. Hægt er að hafa ýmsar skoðanir á stærð þess en ramminn er nokkuð þekktur. Engar undirliggjandi hagstærðir réttlæta tuga prósenta launahækkanir og verði um þær samið munu þær jafnast út í verðbólgu. Ef áfram verður litið fram hjá því við gerð kjarasamninga mun lítið ávinnast. Er ekki kominn tími til að velja raunhæfari leiðir til að auka kaupmátt og reyna fyrir alvöru að bæta lífskjör okkar til langs tíma?
Skoðun

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk?
Saga Helgason skrifar

Börn í skjóli Kvennaathvarfsins
Auður Magnúsdóttir skrifar

Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið?
Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar

Nýr vettvangur samskipta?
Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar

Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan
Hjalti Þórðarson skrifar

Vilja Ísland í sambandsríki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Blikkandi viðvörunarljós
Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar

„Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna
Guðni Freyr Öfjörð skrifar

Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi
Linda Jónsdóttir skrifar

Metnaðarfull markmið og stórir sigrar
Halla Helgadóttir skrifar

Hvers virði er vara ef hún er ekki seld?
Jón Jósafat Björnsson skrifar